Tekjur og frádráttur

Hvað eru tekjur? Hér er fjallað um laun, hlunnindi, bætur, styrki og aðrar skattskyldar tekjur sem og skattfrjálsar tekjur og fjármagnstekjur. Einnig er nokkuð tæmandi umfjöllun um frádráttarliði og lækkanir.

Í liðnum Aðrar tekjur er umfjöllun um fjölmargar tegundir styrkja og þann frádrátt sem er heimilaður á móti þeim.


Styrkir

Meginreglan er að styrkir teljist til skattskyldra tekna. Frá þeirri reglu eru þó nokkrar undantekningar um styrki undanþegna skatti og aðra þar sem færa má kostnað til frádráttar. Dæmi um skattfrjálsa styrki eru styrkir vegna endurhæfingar og tækjakaupa fatlaðra, húsfriðunarstyrkur og styrkir til jöfnunar á námskostnaði.

Lesa meira

Fjármagnstekjur

Fjármagnstekjuskattur er lagður á skattskyldar fjármagnstekjur einstaklinga, sem eru vaxtatekjur, arður, söluhagnaður og leigutekjur utan rekstrar. Söluhagnaður af eignum einstaklinga getur þó verið skattfrjáls eftir eignarhaldstíma eða tegund eigna.

Lesa meira

Skattfrjálsar tekjur

Bætur, styrkir, lífeyrir og vinningar geta verið undantekningar frá þeirri meginreglu að allar tekjur séu skattskyldar. Er sérstaklega kveðið á um undantekningar þessar í lögum.

Lesa meira

Launatekjur og hlunnindi

Allar launagreiðslur teljast til skattskyldra tekna, þ.m.t. reiknuð laun vegna vinnu við eigin rekstur. Telja ber til skattskyldra tekna hvers konar gæði sem mönnum hlotnast og metin verða til peningaverðs og skiptir þá ekki máli hvaðan þau stafa eða í hvaða formi þau eru.

Lesa meira

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum