Stofnun félaga í atvinnurekstri

Þegar kemur að því að stofna félag í atvinnurekstri er mikilvægt að velja sér rekstrarform við hæfi, meðal annars eftir umfangi rekstrar. Algengasta rekstrarformið á Íslandi eru einkahlutafélög. Gott er að ráðfæra sig við löggiltan endurskoðanda, bókara eða lögmann þegar kemur að því að velja rekstrarform, þar sem ábyrgð eiganda og skattlagning er ólík eftir rekstrarformi. 


Einkahlutafélög

Ríkisskattstjóri hefur nú tekið í notkun nýtt kerfi sem gerir fólki kleift að stofna einkahlutafélög eða senda inn breytingar á einkahlutafélögum með rafrænum hætti. Hin nýja rafræna leið einfaldar og hraðar skráningarferlinu umtalsvert og mun skráningin taka fjóra til fimm virka daga.

Lesa meira

Hlutafélög

Stofnendur hlutafélags verða að vera að minnsta kosti tveir. Lágmarkshlutafé skal vera 4.000.000 kr. og skal helmingur vera greiddur við stofnun félagsins, þó aldrei lægra en 4.000.000 kr. Hlutafélög eru skráð í fyrirtækjaskrá og er afgreiðslutími tíu til tólf virkir dagar frá því að gögn eru lögð inn til fyrirtækjaskrár séu þau fullnægjandi.

Lesa meira

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum