Fréttir og tilkynningar


Fréttatilkynning vegna skráningar raunverulegra eigenda

22.1.2020

Á grundvelli laga nr. 82/2019 um skráningu raunverulegra eigenda þurfa allir lögaðilar sem stunda atvinnurekstur hér á landi eða eru skráðir í fyrirtækjaskrá að afla upplýsinga um og skrá raunverulega eigendur sína og réttindi þeirra.

Frá og með 30. ágúst 2019 skulu því skráningarskyldir aðilar, þar með talin útibú erlendra hlutafélaga og einkahlutafélaga, samkvæmt framangreindu veita fyrirtækjaskrá upplýsingar um raunverulega eigendur þeirra við nýskráningu. Veita skal upplýsingar um:

  1. nafn,
  2. lögheimili,
  3. kennitölu eða TIN númer ef um erlendan ríkisborgara er að ræða,
  4. ríkisfang,
  5. eignarhlut, tegund eignarhalds og atkvæðavægi,
  6. gögn sem staðfesta veittar upplýsingar og sýna fram á að viðkomandi sé raunverulegur eigandi.

Í tilfelli nýskráninga á pappír skal tilkynna upplýsingar um raunverulega eigendur með eyðublaði RSK 17.27 og skal eyðublaðið fylgja stofngögnum félags til fyrirtækjaskrár. Þeir lögaðilar sem þegar eru skráðir í fyrirtækjaskrá skrá raunverulega eigendur með því að fara inn á þjónustusvæði sitt á skattur.is

Leiðbeiningar um skráningu á þjónustuvef

Frestur til þess að skrá raunverulegan eiganda er til 1. mars 2020.

Skráningarskyldir lögaðilar eru sjálfir ábyrgir fyrir því að afla upplýsinga um raunverulega eigendur sína og getur fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra ekki veitt sérstakar ráðleggingar í þeim efnum. Leiki vafi á því hver telst raunverulegur eigandi skráningarskylds lögaðila skal leita ráða hjá utanaðkomandi fagaðila, s.s. lögmanni, löggiltum endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtæki.

Nánari upplýsingar um skráningu raunverulegra eigenda

Undanþegnir skráningu eru stofnanir og fyrirtæki í eigu ríkis og sveitarfélaga sem og lögaðilar sem skráðir eru á skipulegum markaði samkvæmt skilgreiningu laga um kauphallir.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum