TS bókhald

Rekstraraðilar sem eru ekki með rafræn bókhaldskerfi heldur með bókhaldskerfi sem uppfylla ákveðnar öryggiskröfur geta fengið heimild (ts-númer) til að prenta út sölureikninga í einriti.

Fyrirliggjandi í bókhaldi þarf að vera undirrituð yfirlýsing, þess efnis að viðkomandi bókhaldskerfi uppfylli ákveðnar öryggiskröfur, frá seljanda eða hönnuði viðkomandi bókhaldskerfis. 

  • Sækja þarf um heimild til ríkisskattstjóra til að prenta út sölureikninga í einriti.
  • Reikningseyðublöðin skulu vera fyrirfram tölusett (áprentuð númer) í samfelldri töluröð.
  • Á sölureikningi í einriti skal koma fram að hann sé prentaður út í einriti skv. heimild ríkisskattstjóra og vísað í ts-númer viðkomandi heimildarbréfs, sbr. 3. mgr. 15. gr. reglugerðar nr. 50/1993.
  • Þessi áritun getur t.d. verið: Sölureikningur þessi er prentaður í einriti skv. heimild ríkisskattstjóra , ts xxx/xx.
  • Einu gildir hvort þessi áletrun er prentuð við útgáfu sölureiknings eða fyrirfram áprentuð á reikningseyðublöðin.

Undirritaðar yfirlýsingar frá seljendum/hönnuðum eftirfarandi bókhaldskerfa, þess efnis að þau uppfylli ákveðnar öryggiskröfur, liggja fyrir hjá embætti ríkisskattstjóra.

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Almennt um rafræn bókhaldskerfi -reglugerð nr. 505/2013, um rafrænt bókhald, geymslu rafrænna gagna og lágmarkskröfur til rafrænna bókhaldskerfa

 

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum