Skattfrádráttur vegna nýsköpunar

Opinber stuðningur við nýsköpunarverkefni

Nýsköpunarverkefni, sem hlotið hafa staðfestingu frá Rannís eiga rétt á sérstökum skattfrádrætti vegna nýsköpunar. Með opinberum stuðningi er átt við skattfrádrátt og styrki frá opinberum aðilum, samanlagt. Njóti verkefnið opinberra styrkja hafa þeir áhrif á fjárhæð skattfrádráttar. Hér er að finna þær reglur sem gilda um opinberan stuðning við nýsköpunarverkefni.

Styrkhæfur kostnaður

Styrkhæfur kostnaður, til útreiknings á skattfrádrætti, getur numið allt að 300 milljónum króna vegna rekstrarkostnaðar* og allt að 450 milljónum króna vegna rannsóknar- eða þróunarvinnu sem keypt er af ótengdum aðila (frá gjaldári 2017).  Gera á grein fyrir útlögðum kostnaði og fengnum styrkjum með skattframtali.  NB. Gjaldárið 2016 og fyrr voru þessar fjárhæðir 100 og 150 milljónir kr.

Á gjaldárinu 2020 vegna rekstrarársins 2019 verða fjárhæðirnar 600 og 900 milljónir króna.


Reiknaður skattfrádráttur

Skattfrádráttur nemur 20% af styrkhæfum kostnaði og getur því að hámarki orðið 60 milljónir króna vegna rekstrarkostnaðar eða 90 milljónir króna ef um aðkeypta vinnu er að ræða (frá gjaldári 2017). Sé skattfrádráttur hærri en álagður tekjuskattur er mismunurinn greiddur út.  NB. Gjaldárið 2016 og fyrr voru þessar fjárhæðir 20 og 30 milljónir kr.

Styrkur frá opinberum aðilum

Njóti verkefni styrkja frá opinberum aðilum hámarkast opinber stuðningur við ákveðið hlutfall af styrkhæfum kostnaði, sbr. töflu yfir hámarksstuðning. Umtalsverðir opinberir fjárstyrkir geta því leitt til lækkunar á skattfrádrætti.

Dæmi: Skattfrádráttur og styrkir frá opinberum aðilum geta samanlagt orðið að hámarki 45% af styrkhæfum kostnaði við þróunarverkefni hjá litlu fyrirtæki (sjá töflu).

Einkaverkefni – aukið styrkhæfi

Ef nýsköpunarfélag stendur fyrir rannsóknarverkefni þar sem niðurstöður verða birtar með almennum hætti og dreift ókeypis, veitir það verkefninu aukið styrkhæfi.

Styrkhæfi - hámark opinbers stuðnings

 

Rannsóknarverkefni

 Þróunarverkefni

Stærð fyrirtækis 

Almennt

Aukið

Almennt

Aukið

Lítið

70%

 80%

45% 

 60%

 Meðalstórt

60%

75%

35%

50%

 Stórt

50%

65%

25%

40%

Samstarfsverkefni

Til að nýsköpunarverkefni geti talist samstarfsverkefni þarf það að vera í eigu tveggja eða fleiri óskyldra aðila. Reglur um styrkhæfan kostnað gilda fyrir verkefnið í heild en skattfrádrætti er skipt milli fyrirtækjanna sem taka þátt í því. Skrá yfir alla eigendur verkefnis skal fylgja skattframtali á eyðublaðinu RSK 4.22, Nýsköpun – samstarfsverkefni.

Samstarfsverkefni – aukið styrkhæfi

Samstarfsverkefni nýtur aukins styrkhæfis ef eitthvert eftirtalinna skilyrða er uppfyllt:

Að verkefnið feli í sér samvinnu í það minnsta eins lítils eða eins stórs fyrirtækis, eða samstarf yfir landamæri við félag í öðru EES landi og að ekkert fyrirtæki fari með meira en 70% af styrkhæfum kostnaði.

Að verkefnið feli í sér samstarf við rannsóknarstofnun sem fer með a.m.k. 10% hlut og hefur rétt til að birta niðurstöður verkefnisins.

Að um sé að ræða rannsóknarverkefni þar sem niðurstöður verða birtar með almennum hætti og dreift ókeypis.

Að umsækjandi sé stórt fyrirtæki sem vinnur verkefni í samvinnu við að minnsta kosti eitt lítið eða eitt stórt fyrirtæki, eða að verkefnið sé samstarf yfir landamæri við félag í öðru EES landi.

* Hvaða rekstrarkostnaður er styrkhæfur?

  1. Starfsmannakostnaður (vísindamenn, tæknimenn og annað aðstoðarfólk sem vinnur að rannsóknarverkefninu).
  2. Kostnaður við tæki og búnað að því marki og í þann tíma sem þau eru notuð við rannsóknarverkefnið. Ef fyrrgreind tæki og búnaður eru ekki notuð allan endingartíma sinn við rannsóknarverkefnið telst aðeins afskrifaður kostnaður, sem samsvarar þeim tíma sem rannsóknarverkefnið varir og er reiknaður á grundvelli góðra reikningsskilavenja.
  3. Kostnaður tengdur byggingum og landi, að því marki og í þann tíma sem þau eru notuð við rannsóknarverkefnið, telst, að því er varðar byggingar, aðeins afskrifaður kostnaður sem samsvarar þeim tíma sem rannsóknarverkefnið varir og er reiknaður á grundvelli góðra reikningsskilavenja. Að því er varðar land er útlagður kostnaður við afsal eða fjármagnskostnaður, sem stofnað er til í reynd.
  4. Kostnaður í tengslum við samningsbundnar rannsóknir, tækniþekkingu og einkaleyfi, sem keypt eru, eða leyfi sem eru fengin frá utanaðkomandi aðilum á markaðsverði í viðskiptum ótengdra aðila og ekkert samráð á sér stað, sem og kostnaður vegna ráðgjafar og sambærilegrar þjónustu sem er eingöngu nýtt í tengslum við rannsóknarstarfsemina.
  5. Annar kostnaður sem stofnað er til beint vegna rannsóknarverkefnisins.
  6. Annar rekstrarkostnaður, þ.m.t. efniskostnaður, kostnaður við birgðir og þess háttar sem stofnað er til í beinum tengslum við rannsóknarstarfsemina.

Nýsköpunarfyrirtæki sem hlotið hafa styrk

Samkvæmt 9. gr. reglugerðar nr. 758/2011, um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, skal ríkisskattstjóri birta upplýsingar um nýsköpunarfyrirtæki sem hlotið hefur staðfestingu á verkefni sínu af hálfu Rannís ef fjárhæð skattafrádráttarins er yfir tilteknum mörkum. Frá og með árinu 2019 er miðað við fjárhæð skattafrádráttar yfir 500.000 evrur á ári.

Skattafrádráttur 2019

KennitalaNafnRannsóknar- og þróunarstyrkurAtv.gr.nr.Atvinnugrein lýsing 
7101130410
Alvotech hf.  90.000.000 kr.  21.20.0 Lyfjaframleiðsla
6711060670 Össur Iceland ehf.  90.000.000 kr. 32.50.0 Framleiðsla á tækjum og vörum til lækninga og tannlækninga
4506973469 CCP ehf. 90.000.000 kr. 58.21.0 Útgáfa tölvuleikja
6607170990CCP Development ehf. 90.000.000 kr. 62.01.0 Hugbúnaðargerð
6410032630Oculis ehf.  90.000.000 kr. 72.19.0 Aðrar rannsóknir og þróunarstarf í raunvísindum og verkfræði
5411850389Brim hf.  85.898.599 kr. 10.20.1 Frysting fiskafurða, krabbadýra og lindýra
6611091570Kaptio ehf.  79.193.962 kr. 62.09.0 Önnur þjónustustarfsemi á sviði upplýsingatækni
6806062420Nox Medical ehf.  71.194.911 kr. 26.60.0 Framleiðsla á búnaði til geislunar, raftækjabúnaði til lækninga og meðferðar

Skattafrádráttur 2018

Kennitala Nafn Rannsóknar- og
þróunarstyrkur
Atv.gr.nr Atvinnugrein lýsing
6711060670
Össur Iceland ehf.
90.000.000
32.50.0
Framleiðsla á tækjum og vörum til lækninga og tannlækninga
7101130410
Alvotech hf.
90.000.000
21.20.0
Lyfjaframleiðsla
4506973469
CCP hf.
74.164.314
58.21.0
Útgáfa tölvuleikja
6806062420
Nox Medical ehf.
65.799.177
26.60.0
Framleiðsla á búnaði til geislunar, raftækjabúnaði til lækninga og meðferðar
5507150900
Activity Stream ehf.
63.317.438
62.01.0
Hugbúnaðargerð
4307003080
Mentor ehf.
60.000.000
62.01.0
Hugbúnaðargerð
5303060540
CRI ehf.
60.000.000
72.19.0
Aðrar rannsóknir og þróunarstarf í raunvísindum og verkfræði
5902697199
Advania Ísland ehf.
60.000.000
62.02.0
Ráðgjafarstarfsemi á sviði upplýsingatækni
6407070540
Marel Iceland ehf.
60.000.000
28.93.0
Framleiðsla á vélum fyrir matvæla-, drykkjarvöru- og tóbaksvinnslu
6703982859 NOVOMATIC Lottery Solutions hf. 60.000.000 64.20.0 Starfsemi eignarhaldsfélaga
7008070530 LS Retail ehf. 60.000.000 62.01.0 Hugbúnaðargerð

Skattafrádráttur 2017

Kennitala Nafn Rannsóknar- og
þróunarstyrkur
Atv.gr.nr Atvinnugrein lýsing
7101130410 Alvotech hf. 90.000.000 21.20.0 Lyfjaframleiðsla
4506973469 CCP hf. 77.058.430 58.21.0 Útgáfa tölvuleikja
6806062420 Nox Medical ehf. 62.884.549 26.60.0 Framleiðsla á búnaði til geislunar, raftækjabúnaði til lækninga og meðferðar
5811051690 Rafnar ehf. 62.811.368 72.19.0 Aðrar rannsóknir og þróunarstarf í raunvísindum og verkfræði
6002122570 Arctic Smolt hf. 60.000.000 03.21.0 Eldi og ræktun í sjó
5602710189 Össur hf. 60.000.000 32.50.0 Framleiðsla á tækjum og vörum til lækninga og tannlækninga
5802100900 Greenqloud ehf. 60.000.000 62.01.0 Hugbúnaðargerð
7008070530 LS Retail ehf. 60.000.000 62.01.0 Hugbúnaðargerð
5902697199 Advania Ísland ehf. 60.000.000 62.02.0 Ráðgjafarstarfsemi á sviði upplýsingatækni

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Skattfrádráttur vegna nýsköpunar  - lög nr. 152/2009, um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki

Eyðublöð

Um útlagðan kostnað og fengna styrki: Greinargerð um skattfrádrátt - RSK 4.21.

Skrá yfir eigendur samstarfsverkefni: Nýsköpun - samstarfsverkefni - RSK 4.22.

 

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum