Óskattskyld félög

Eftirtaldir aðilar eru undanþegnir skattskyldu:

  1. Ríkissjóður, ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki sem hann rekur og ber ótakmarkaða ábyrgð á svo og Fiskifélag Íslands.
  2. Sýslu- og sveitarfélög, fyrirtæki og stofnanir sem þau reka og bera ótakmarkaða ábyrgð á.
  3. Erlend ríki og alþjóðastofnanir, af fasteignum sem þær nota vegna viðurkenndrar starfsemi sinnar hér á landi.
  4. Þeir lögaðilar sem um ræðir í 2. gr. tekjuskattslaga og hér eiga heimili, ef þeir verja hagnaði sínum einungis til almannaheilla og hafa það að einasta markmiði samkvæmt samþykktum sínum.
  5. Félög, sjóðir og stofnanir, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 2. gr. tekjuskattslaga, sem ekki reka atvinnu.
  6. Lífeyrissjóðir sem starfa skv. III. kafla laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og starfstengdir eftirlaunasjóðir sem heimild hafa til að taka á móti iðgjöldum til myndunar eftirlaunaréttar samkvæmt lögum nr. 78/2007, um starfstengda eftirlaunasjóði.
  7. Aðilar sem undanþegnir eru skattskyldu með sérstökum lögum.
  8. Stofnanir eða félög í meirihlutaeigu ríkis og/eða sveitarfélaga, að því leyti sem þeim hafa verið falin lögbundin verkefni vegna reksturs vatnsveitu og/eða fráveitu enda sé bæði rekstur og efnahagur hinna lögbundnu verkefna að fullu aðgreindur bókhaldslega frá annarri starfsemi.
  9. Þeir lögaðilar sem um ræðir í 5. tölul. 1. mgr. 2. gr. tekjuskattslaga, sbr. 5. tölul. 4. gr. tekjuskattslaga, sem hafa með höndum starfsemi sem fellur undir a–g-lið 2. mgr. 4. tölul. 4. gr. tekjuskattslaga og eru skráðir í sérstaka almannaheillaskrá hjá Skattinum.

Undanþegnir lögaðilar greiða þó skatt af eftirfarandi fjármagnstekjum, að undanskildum þeim lögaðilum sem falla undir 3., 4., 6. og 9. lið.

  • Vexti, verðbætur, afföll og gengishagnaði.
  • Arð af hlutum og hlutabréfum í félögum.
  • Fé sem gagnkvæm vátryggingar- og ábyrgðarfélög, kaupfélög, önnur samvinnufélög og samvinnufélagasambönd, greiða félagsaðilum sínum til séreignar í stofnsjóði vegna viðskipta þeirra.
  • Söluhagnað af hlutabréfum.

Skatthlutfall er það sama og á fjármagnstekjur almennt.

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Óskattskyldir aðilar – 4. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt

Skattskylda vegna fjármagnstekna – 4. mgr. 71. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt

Skattskyldar fjármagnstekjur - 3., 4. og 5. tölul. C-liðar 7. gr. og 8. tölul., að því er varðar söluhagnað af hlutabréfum, laga nr. 90/2003, um tekjuskatt

 Annað

Fjármagnstekjur


Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum