Frestun gjalddaga staðgreiðslu launa og staðgreiðslu tryggingagjalds

Samkvæmt nýsamþykktum lögum frá Alþingi um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru geta launagreiðendur sótt um frest á skilum á allt að þremur greiðslum.

Þær þurfa að vera vegna afdreginnar staðgreiðslu af launum og staðgreiðslu tryggingagjalds sem eru á gjalddaga frá 1. apríl til og með 1. desember 2020.

Heimilt er að óska eftir frestun á gjalddaga og eindaga til 15. janúar 2021 að uppfylltum eftirtöldum skilyrðum.

Opið fyrir umsóknir um frestun gjalddaga á þjónustusíðu Skattsins


Skilyrði frestunar


Rekstrarörðugleikar

Launagreiðandi eigi við verulega rekstrarörðugleika að stríða á árinu 2020 vegna skyndilegs og ófyrirséðs tekjufalls sem leiðir af almennum samdrætti innanlands og á heimsvísu.

Nánar er fjallað um þau skilyrði sem um ræðir í nefndaráliti efnahags- og viðskiptanefndar vegna málsins.

Forsendan um verulega rekstrarörðugleika telst ekki uppfyllt ef arði er úthlutað eða eigin hlutir keyptir á árinu 2020 eða úttekt eigenda innan ársins 2020 fer umfram reiknað endurgjald þeirra.

Engin vanskil með opinber gjöld og skýrsluskil

Launagreiðandi sé ekki í vanskilum með opinber gjöld, skatta og skattsektir sem komnar voru á eindaga 31. desember 2019 og álagðir skattar og gjöld byggist ekki á áætlunum vegna vanskila á skattframtölum og skýrslum, þ.m.t. staðgreiðsluskilagreinum og virðisaukaskattsskýrslum til Skattsins, sl. þrjú ár.

Umsókn um frestun hafi borist tímanlega til Skattsins

Launagreiðandi hafi sótt um frestun á skilum á þjónustusíðu Skattsins í síðasta lagi á eindaga viðkomandi greiðslutímabils (umsókn liggi fyrir). Með umsókninni skal fylgja yfirlýsing launagreiðanda um að skilyrði frestunar séu til staðar. Hægt verður að sækja um frestinn á þjónustusíðu Skattsins. Í umsóknarforminu velur gjaldandi þá gjalddaga sem hann vill fresta og lýsir því yfir með því að haka í þar til gerðan reit að hann telji sig uppfylla skilyrði ákvæðisins fyrir frestun. Skattinum er heimilt að fara sérstaklega fram á að umsækjandi sýni með rökstuðningi og gögnum að við verulega rekstrarörðugleika sé að glíma, svo sem með hliðsjón af lækkun á virðisaukaskattsskyldri veltu, og að skilyrði ákvæðis fyrir frestun séu að öðru leyti uppfyllt.

Umsókn þarf að hafa borist í síðasta lagi á eindaga viðkomandi greiðslutímabils og hægt er að sækja um frestun á allt að þremur gjalddögum. Umsóknin tekur bæði til frestunar á gjalddaga afdreginnar staðgreiðslu og staðgreiðslu tryggingagjalds. Ekki verður sótt um frestun að liðnum eindaga.

  • Dæmi: Umsókn vegna gjalddaga 1. apríl þarf að berast í síðasta lagi 15. apríl

Skattinum er heimilt að hafna umsókn um greiðslufrestun telji hann skilyrðum ekki fullnægt.

Frestun staðgreiðsluskila á ekki við um opinbera aðila, þ.e. aðila sem fara með ríkis- eða sveitarstjórnarvald og gildir ekki um staðgreiðslu skatts samkvæmt lögum um fjársýsluskatt, nr. 165/2011.

Athygli er vakin á að afgreiðsla Skattsins á greiðslufrestun felur ekki í sér staðfestingu á því að skilyrði hennar hafi verið uppfyllt á afgreiðsludegi.

Skila á skilagreinum vegna staðgreiðslu með sama hætti og áður. Greiðslufresturinn felur því ekki í sér frest á skilum skilagreina samkvæmt lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda.

Álag á staðgreiðslu

Leiði síðari skoðun Skattsins á umsóknum í ljós að skilyrði greiðslufrestunar hafi ekki verið til staðar skal launagreiðandi sæta álagi til viðbótar upphæð skilafjárins í samræmi við upphaflega gjalddaga og eindaga hvers greiðslutímabils sem greiðslu var frestað fyrir. Launagreiðandi og forsvarsmenn hans skulu ekki sæta öðrum viðurlögum.

Frestun greiðslna til sumars 2021

Ef launagreiðandi, sem hefur frestað greiðslum á árinu 2020, verður fyrir miklu tekjufalli á rekstrarárinu 2020 samanborið við fyrra rekstrarár, getur hann óskað eftir auknum fresti og dreifingu þeirra greiðslna sem áður hefur verið frestað, fram til 15. dags mánaðanna júní, júlí og ágúst 2021. Óska þarf eftir auknum fresti og greiðsludreifingu hjá Skattinum fyrir 15. janúar 2021. Við afgreiðslu umsóknar skal Skatturinn m.a. líta til virðisaukaskattsskila umsækjanda á árinu 2020 og umfangs starfseminnar að öðru leyti.

Leiðbeiningar fyrir umsókn

Útbúinn hefur verið rafrænn farvegur fyrir umsóknir um frestun á gjalddögum staðgreiðslu og tryggingagjalds. Hér að neðan eru leiðbeiningar um hvernig hægt er að bera sig að við að sækja um.


Innskráning á þjónustusíðu

Fyrsta skrefið er að skrá sig inn á þjónustusíðu Skattsins með rafrænum skilríkjum, veflykli staðgreiðslu eða varanlegum aðalveflykli.

Hjá flestum launagreiðendum ætti að birtast kassi líkt og hér til hliðar á forsíðu þjónustusíðu eftir innskráningu.
Að finna umsókn í valmynd

Einnig má finna umsóknina í valmynd síðunnar, undir Vefskil > Staðgreiðsla > Umsókn um greiðslufrest.
Umsókn um frestun

Umsóknin er í tveimur þrepum.

Fyrst er farið yfir þau skilyrði sem eru fyrir frestun og nafn launagreiðanda birt til að forðast misskilning.

Staðfesta þarf með haki í viðeigandi reit að öll skilyrði fyrir frestun séu til staðar hjá launagreiðanda.Uppfyllir ekki skilyrði

Eftir að umsækjandi hefur hakað við að öll skilyrði séu uppfyllt er kannað hvort hann hefur staðið í skilum með opinber gjöld og hvort þau byggjast á áætlun. Skuldi hann umtalsverð opinber gjöld eða hefur ekki skilað lögboðnum skilagreinum síðustu þrjú ár fær hann þessa síðu þar sem honum er bent á að bæta úr annmörkum áður en lengra er haldið.


Að velja tímabil

Í þrepi tvö eru valin þau þrjú tímabil sem óskað er eftir að fresta.

Mögulegt er að velja strax öll þrjú tímabilin eða velja aðeins eitt eða tvö í fyrstu umferð.

Ekki skiptir máli hvort launagreiðandi sækir um greiðslufrest fyrir eða eftir skil á tímabili, svo framarlega sem sótt er um fyrir eindaga.

Heimilt er að breyta umsókn eftir að henni hefur verið skilað inn allt fram að eindaga valins tímabils.


Staðfesting sem PDF-skjal

Eftir skil fær umsækjandi kvittun. Ef hann smellir á hnappinn „Sækja kvittun sem pdf skjal“ er hann sendur á samskiptasíðu þar sem kvittunin er geymd.
Staðfesting á samskiptasíðu

Í samskiptum koma fram allar kvittanir fyrir skilum umsókna, þ.e. saga umsókna og breytingar á þeim.


Kvittun sótt á samskiptasíðu

Þegar kvittunin er opnuð má sækja umsóknina í PDF-skjali stimplaða (rafrænt undirritaða) af Skattinum.

Eigi að sannreyna uppruna skjalsins frá Skattinum má gera það á slóðinni rsk.is/sannreyna.

Information in English

Postponement of due dates for withholding tax and payroll tax

According to a recently approved Act of Law from the Alþingi on amendments to a number of Acts to respond to the economic effects of the coronavirus pandemic, employers may apply for a postponement of up to three payments.

These must be due to deducted withholding taxes on wages and payroll taxes with a due date from 1 April up to and including 1 December 2020.

The postponement of due dates and final due date payments may be requested to 15 January 2021 on the fulfillment of certain conditions.

An application site for the postponement of due dates has been launched on the service website of the Tax Authorities

Conditions for postponement

Operating difficulties

The employer suffers significant operating difficulties during 2020 due to the sudden and unforeseen loss of income that results from a national and international general downturn.

More detailed information on the conditions in question are discussed in the committee opinion of the Economic Affairs and Trade Committee regarding the matter.

The significant operating difficulties criterion is not considered fulfilled if dividends are allocated or own shares are purchased in 2020 or if the withdrawals of owners within 2020 exceed their calculated remuneration.

No arrears with public charges and reporting

The employer may not be in arrears with public charges, taxes and tax fines which had a final due date of 31 December 2019, and levied taxes and charges may not be based on estimates due to defaults of tax returns and reports, including PAYE (pay-as-you-earn) returns and VAT tax reports to Iceland Revenue, for the past three years.

The application for postponement must be submitted to the Iceland Revenue in good time

The employer must have applied for postponement of returns on the service pages of Iceland Revenue no later than on the final due date of the payment period in question (application submitted). The application shall be accompanied by a declaration from the employer to the effect that the conditions of the postponement are met. Postponement applications can be submitted on the service website of Iceland Revenue. The payer uses the application form to select the dates on which he wishes to postpone due date payments and declares, by selecting the appropriate field, that he believes that he fulfils the conditions of the provision for postponement. The tax authorities may specifically request that the applicant show, by means of reasoning and data, that there are significant operating difficulties, such as with reference to the decrease in VAT-liable turnover, and that the conditions of the provision for postponement are in other respects met.

The application must be submitted at the very latest on the final due date of the payment period in question. It is possible to apply for postponement of up to three due dates. The application applies both to the postponement of deducted withholding tax and to the payment of payroll taxes. No application for postponement can be submitted if the final due date has passed.

  • Example: Application relating to due date on 1 April must be submitted at the latest on 15 April.

Iceland Revenue may reject your application for payment postponement if it is of the opinion that the requirements are not met.

The postponement of withholding taxes does not apply to public bodies, i.e. entities that exercise state or municipal powers, and does apply to the payment of taxes according to the Act on Financial Management Tax No. 165/2011.

Attention is brought to the fact that the tax authorities' processing of the payment postponement does not mean that its conditions have been met on the date of processing.

Periodic declaration reports on withholding tax must be submitted in the same manner as before. The payment postponement does not include any postponement of periodic declaration reports according to the Act on Public Dues Withheld at Source.

Surcharge on withholding tax

In the event that an examination by Iceland Revenue of the application subsequently reveals that the conditions for payment postponement were not met, the employer shall be subjected to a surcharge in addition to the amount of the due payment in accordance with the original due date and final due date of each payment for which payment was postponed. The employee and his representatives shall not be subjected to further penalties.

Postponement of payments to summer 2021

If an employer who has postponed payments in 2020 suffers significant loss of income in 2020 compared to earlier operating years, he can request further postponement and distribution of the payments that have previously been postponed, until the 15th day of the months June, July and August 2021. Further postponement and payment distribution must be applied for from Iceland Revenue before 15 January 2021. When processing the application, Iceland Revenue shall, among other things, take account of the VAT returns of the applicant in 2020 and the scope of the operation in other respects.

Application instructions

A web-based solution has been prepared for applications for the postponement of payments of withholding taxes and payroll taxes. Below are instructions on how to apply for the postponement.

Services website log-in

The first step is to register into the services website of Iceland Revenue using electronic ID, withholding tax password or permanent main web key.

A box such as the one shown here should appear for most employers on the front page of the service website after registration.
Finding the application in the menu

The application can also be found in the menu under Vefskil > Staðgreiðsla > Umsókn um greiðslufrest (Web returns > Withholding tax > Application for payment postponement).Application for postponement

The application is in two parts.

The first reviews the conditions that must be met to postpone payments, and the name of the employer is displayed to avoid misunderstandings.

Select the appropriate fields indicating that all conditions for postponement have been met.Does not meet requirements

After the applicant has indicated that all requirements have been met, an examination is made of whether he is in arrears with public levies and whether they are based on estimates. If the employer owes a significant amount in public levies or has not submitted the mandatory periodic declaration reports during the past three years, the employer will be directed to this page where he is advised to remedy the situation before continuing.


Selecting a period

The three periods for which postponement is requested are selected in step two.

You can select all three periods immediately or simply select one or two to begin with. It makes no difference whether an employer applies for postponement before or after returns during a period, so long as the application is submitted before the final due date.

The application can be changed after it has been submitted up to the final due date of the selected period.


Confirmation as PDF document

After submission, the applicant will receive a receipt. Clicking on the button “Sækja kvittun sem pdf skjal” (get receipt in .pdf) transfers the applicant to a communications website where the receipt is stored.
Confirmation on communications page

The communication page contains all receipts for submitted application, i.e. the application history and information about any changes made.


Getting a receipt from the communications website

When the receipt is opened, the application may be retrieved in a .pdf document stamped (electronically signed) by Iceland Revenue.

The origin of the document from Iceland Revenue may be verified on rsk.is/sannreyna.
Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum