Rafræn skilríki á farsíma

  • Skilríki á síma

Rafræn skilríki í farsíma virka í nær öllum tegundum síma, hvort sem það er snjallsími eða eldri farsími.

Skilríkið er vistað á SIM-kort símans þíns. Til þess að nota það þarf einungis farsíma, engin önnur tæki. Þá velur þú PIN númer sem þú stimplar inn í símann í hvert sinn sem þú notar rafræna skilríkið þitt.  

Sjá upplýsingar um rafræn skilríki á island.is

Hér fyrir neðan er stutt myndband sem sýnir hvernig rafræn skilríki á farsíma virka til að auðkenna sig inn á vef, en sama virkni er notuð til að undirrita skjöl með rafrænum hætti.

Skjáskot úr kynningarmyndbandi um rafræn skilríki 

Hvar fæ ég nýtt SIM kort?

Ef SIM-kortið styður ekki rafræn skilríki skaltu leita til þíns símafyrirtækis eða til endursöluaðila og fá kortinu skipt. Þú getur líka kannað hvort hægt sé að fá kortið sent heim.

Athugaðu að hafa með þér ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini þegar virkja á rafræn skilríki, og auðvitað símann. 

Komið hafa upp vandamál við nokkrar tegundir GSM síma við að setja upp rafræn skilríki, hér má sjá lista yfir þá síma

Setja upp rafræn skilríki í SIM kort símans

Áður en rafrænt skilríki er notað þarf að virkja það, en það er hægt að gera á afgreiðslustöðum skilríkjanna. 

Sjá lista yfir skráningarstöðvar

Þú hefur meðferðis gilt skilríki (vegabréf, ökuskírteini, nafnskírteini) og skrifar undir samning í tengslum við ný skilríki. Þú velur jafnframt eitt 4-8 stafa PIN númer til að nota á skilríkinu.

Komið hafa upp vandamál við nokkrar tegundir GSM síma við að setja upp rafræn skilríki, hér má sjá lista yfir þá síma

Það er einfalt, þægilegt og öruggt að nota rafræn skilríki á farsíma


Einfalt
Þú þarft aðeins að muna eitt PIN númer, sem þú velur sjálf(ur).  

Þægilegt
Þú þarft engan kortalesara og því virka skilríkin líka á spjaldtölvu.  

Öruggt
PIN númerið er hvergi geymt miðlægt. Skilríki í síma eru öruggasta auðkenningin sem er í boði fyrir almenning.

 

Rafræn skilríki fyrir undir 18 ára

Einstaklingar undir 18 ára aldri geta fengið rafræn skilríki hvort sem er á farsíma eða á korti.

Umsækjandi þarf í viðurvist foreldra eða forsjáraðila að framvísa þarf gildu skilríki (vegabréf, ökuskírteini, nafnskírteini gefið út af Sýslumönnum) og skrifa þarf undir samning í tengslum við ný skilríki.  Foreldri eða forsjáraðili þarf jafnframt að framvísa skilríki (vegabréf, ökuskírteini, nafnskírteini gefið út af Sýslumönnum) og skrifa undir með umsækjandanum.

 

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum