Beinir skattar

Ákvarðandi bréf nr. 005/2000

25.1.2000

Innheimta ríkissjóðs fyrir aðra skilaskylda aðila. Fjármagnstekjuskattur.

25. janúar 2000 T-Ákv. 00-005 is 2000-01-0719

Af gefnu tilefni vill ríkisskattstjóri gera grein fyrir þeim reglum sem gilda við skil á fjármagnstekjuskatti þegar um er að ræða innheimtu sem skilaskyldir aðilar samkvæmt 3. gr. laga nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, hafa með höndum fyrir aðra skilaskylda aðila sem eru jafnframt rétthafar teknanna. Sem dæmi um slíkt er t.a.m. þegar ríkissjóður tekur að sér að innheimta vaxtaberandi kröfur fyrir sveitarfélög. Ríki og sveitarfélög teljast vera skilaskyldir aðilar samkvæmt nefndri 3. gr. laganna. Í slíkum tilvikum ber ríkissjóði að draga staðgreiðslu af vaxtatekjum og skila í ríkissjóð. Skil á slíkum afdregnum skatti skulu gerð með greiðsluseðli í janúar á eftir tekjuári. Er gjalddagi þann 15. janúar og eindagi 15 dögum síðar.

Hvað varðar aðrar fjármagnstekjur en þær sem ríkissjóður innheimtir fyrir aðra eða þær sem dregin hefur verið staðgreiðsla af samkvæmt framangreindum lögum, svo sem eins og afföllum, gengishagnaði, söluhagnaði hlutabréfa og vaxtatekjum af eigin lánaumsýslu og kröfuinnheimtu, skal gerð grein fyrir þeim með framtali (RSK. 1.07) sem skilað skal innan þess frests sem gildir um framtal lögaðila, þ.e. 31. maí á eftir tekjuári, sbr. 3. mgr. 93. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt. Álagning fer síðan fram samhliða annarri álagningu þinggjalda lögaðila.

Ríkisskattstjóri.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum