Beinir skattar

Ákvarðandi bréf nr. 021/1999

16.11.1999

Verðlagning greiðslumarks við sölu á bújörð.

16. nóvember 1999 T-Ákv. 99-021 is

Í bréfi yðar, sem móttekið var hjá ríkisskattstjóra þann 12. apríl1999, óskið þér eftir svari við því hvort fjárbónda sé heimilt að verðleggja sérstaklega greiðslumark sitt við sölu á jörð sinni og bústofni.

Í þessu sambandi vill ríkisskattstjóri benda á að skv. l. mgr. 31. gr. A. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, sætir stofnkostnaður við kaup á framleiðslurétti í landbúnaði niðurfærslu með jöfnum fjárhæðum á fimm árum. Um söluhagnað framleiðsluréttar í landbúnaði fer eftir 14. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt. sbr. 3. málsl. 3. gr. sömu laga. Sala bújarðar ásamt bústofni og greiðslumarki telst vera hvort tveggja sala fyrnanlegrar eignar. þ.e. mannvirkja. og sala ófyrnanlegra en niðurfæranlegra réttinda. þ.e. sala framleiðsluréttarins. Í þeim tilvikum sem um er að ræða slíka sölu er það beinlínis æskilegt að verð hvers hluta um sig sé sérstaklega tilgreint.

Að lokum vill ríkisskattstjóri biðjast velvirðingar á þeim drætti sem orðið hefur á afgreiðslu þessa máls.

Ríkisskattstjóri.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum