Beinir skattar

Ákvarðandi bréf nr. 013/1999

24.9.1999

Fyrirspurn um skattalega meðferð skipta á hlutabréfum.

24. september 1999 T-Ákv. 99-013 is

Með vísan til fyrirspurnarbréfs yðar, dagsett þann 8. sept. 1999 vill embætti ríkisskattstjóra benda á eftirfarandi atriði;

Samkvæmt lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, gildir sú meginregla að þegar hlutabréf eða hvers konar lausafé skiptir um eigendur þá er það verðmæti sem færist á milli metið á raunvirði. Skiptum á hlutabréfum ber að jafna við sölu þeirra og kaup.

Telja verður að þegar eitt félag eignast hlutdeild í öðru og endurgjaldið sem flyst á milli er í hlutabréfaformi þá er um sölu hlutabréfa að ræða. Meta þarf raunvirði bréfanna svo hægt sé að reikna út hugsanlegan söluhagnað eða eftir atvikum sölutap og ákvarða skattalega meðferð.

Ríkisskattstjóri.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum