Beinir skattar

Ákvarðandi bréf nr. 011/1999

10.8.1999

Staðgreiðsla vegna hagnaðar útlendings af sölu íslenskra hlutabréfa.

10. ágúst 1999 T-Ákv. 99-011 is

Með bréfi, dags. 11. júní 1999, móttekið hjá embætti ríkisskattstjóra þann 14. júní sl., er óskað eftir áliti ríkisskattstjóra á skattalegri meðferð hagnaðar af sölu íslenskra hlutabréfa þegar móttakandi söluhagnaðarins ber hér á landi takmarkaða skattskyldu, sbr. 7.t1. 3. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt. Til upplýsinga skal bent á eftirfarandi;

Samkvæmt A. lið 2. gr. laga nr. 45/1987, tekur staðgreiðsla opinberra gjalda til þeirra sem skattskyldir eru hér á landi samkvæmt ákvæðum 2., 3., 6. og 7. tl. 3. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, sbr. ákvæði 2. og 3. tl. 71. gr. sömu laga. Af þessu má leiða að þeir sem bera hér takmarkaða skattskyldu samkvæmt ofangreindri upptalningu eru hér staðgreiðsluskyldir af tekjum af íslenskum hlutabréfum.

Samkvæmt 6. tl. 4. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda,telst sá sem ber takmarkaða skattskyldu hér á landi skv. 3. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt og nýtur tekna sem um getur í 6. tl. 5. gr. staðgreiðslulaga vera launamaður samkvæmt lögunum. Samkvæmt 6. tl. 5. gr. ofangreindra laga teljast greiðslur til aðila sem bera takmarkaða skattskyldu hér á landi og getið er um í 2., 3., 6., og 7. tl. 3. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt, til launa samkvæmt staðgreiðslulögunum.

Með vísan til þess sem að framan greinir telst umboðsmaður hins erlenda aðila vera launagreiðandi í skilningi 7. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda. Launagreiðandi ber samkvæmt 22. gr. sömu laga ábyrgð á þeim opinberu gjöldum sem hann hefur haldið eftir eða bar að halda eftir samkvæmt lögunum.

Samkvæmt 6. mgr. 17. gr. laga nr. 75 frá árinu 1981, sbr. 4.gr. laga nr.97/1996, telst hagnaður manns af sölu hlutabréfa, sem hann hefur keypt á árunum 1990-1996 í félögum sem ríkisskattstjóri hefur á söluári bréfanna veitt staðfestingu um að uppfylli skilyrði III. kafla laga nr. 9/1984 og viðkomandi hefur átt hlutabréfin í full fjögur ár, ekki til skattskyldra tekna. Einnig segir í ákvæðinu að hámark skattfrjáls hagnaðar sé kr. 341.377.

Um hagnað umfram skattfrjálst hámark og um hagnað af sölu hlutabréfa,sem maður hefur keypt á árinu 1989 eða fyrr (eða á árinu 1997 eða síðar), fer eftir ákvæðum 1. mgr. 17. gr.

Með hliðsjón af því sem segir í 4. mgr. 67. gr. laga nr. 75/1981, sbr.4.t1.l.mgr. 71. gr sömu laga, um endanlega álagningu og það sem segir í 2. tl. 1. mgr. 71. gr. sömu laga er það álit ríkisskattstjóra að ofangreint ákvæði um skattfrelsi söluhagnaðar eigi ekki við um þá aðila sem bera hér á landi takmarkaða skattskyldu.

Í 20. gr. staðgreiðslulaga kemur fram að launagreiðanda ber að skila afdreginni staðgreiðslu til gjaldheimtu eða annars innheimtuaðila í því umdæmi sem launagreiðandi á lögheimili.

Ríkisskattstjóri.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum