Beinir skattar

Ákvarðandi bréf nr. 010/1999

10.8.1999

Skattlagning á núvirtum lífeyri

10. ágúst 1999 T-Ákv. 99-010 is

Með fyrirspurnarbréfi, dags. 26. júní 1999, móttekið hjá embætti ríkisskattstjóra þann 29.júní sl., er óskað eftir áliti ríkisskattstjóra á skattalegri meðferð á núvirtum lífeyri.

Fram kemur í bréfinu að lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins hafi borist fyrirspurn frá sjóðsfé­lögum, sem fengið hafa núvirta leiðréttingu á lífeyrisgreiðslum vegna fyrri ára, um það hvort slíkar síðbúnar lífeyrisgreiðslur skuli skattlagðar eins og hverjar aðrar tekjur og af þeim dregin staðgreiðsla eins og um lífeyri eða launatekjur væri að ræða eða hvort líta eigi á þá hækkun sem verður á lífeyri fyrir liðinn tíma sem fjármagnstekjur, sem greiða beri fjármagnstekjuskatt af.

Samkvæmt A. lið 7. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, eru lífeyrisgreiðslur taldar til skattskyldra tekna og skattlagðar samkvæmt 67. gr. sömu laga. Telja verður að slíkar síðbúnar lífeyrisgreiðslur falli undir ofangreint ákvæði tekjuskattslaganna og slíkar greiðslur verði því skattlagðar eins og hverjar aðrar tekjur.

Ríkisskattstjóri.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum