Beinir skattar

Ákvarðandi bréf nr. 009/1999

3.6.1999

Sala eigin hlutabréfa. Hagnaður telst ekki til skattskyldra tekna.

3. júní 1999 T-Ákv. 99-009 is

Með bréfi dagsettu 24. mars sl. er óskað eftir áliti ríkisskattstjóra á því hvort um skattskyldan söluhagnað sé að ræða þegar félag kaupir og selur eigin hlutabréf.

Við sölu á eigin hlutabréfum er félag að hækka eigið fé með sambærilegum hætti og við útgáfu á nýju hlutafé. Þar er ekki um skattskyldar tekjur að ræða þó hlutafé sé greitt inn á yfirgengi.

Ríkisskattstjóri telur að ekki sé um skattskyldan hagnað að ræða í þessu tilviki. Með því að kaupa aftur til sín eigin hlutabréf er félagið á hinn bóginn að lækka eigið fé.

Niðurstaða ríkisskattstjóra um skattaleg viðhorf í slíkum tilvikum á sér stoð í lögum nr. 144/1994 um ársreikninga. Reglur laga um ársreikninga gera einnig ráð fyrir því að eigin hlutir skuli færðir til lækkunar á eigin fé en í 34. gr. þeirra laga segir: „Eigin hlutir skulu færðir til lækkunar á heildarhlutafé. Þó er heimilt að færa eigin hluti, sem keyptir hafa verið á síðustu tveimur reikningsárum, til eignar enda hafi þeirra verið aflað í þeim tilgangi að selja þá aftur.

Það er því aðeins heimilt en ekki skylt að eignfæra eigin hluti sem keyptir hafa verið á síðustu tveimur reikningsárum og ætlaðir eru til endursölu. Kaup og sala hlutabréfa í eigin félagi felur ekki í sér kaup og sölu á raunverulegri „eign

. Þessi eign hefur engan hagrænan tilgang þar sem hún mun ekki skila neinum framtíðartekjum.

Við athugun málsins kannaði ríkisskattstjóri m. a. ákvæði 1. málsl.5. mgr. 17. gr. laga nr. 75/1981, eins og honum var breytt með lögum nr. 95/1998. Þar segir svo: „Lögaðilar, sbr. 1. mgr. 2. gr., geta farið fram á að fresta tekjufærslu söluhagnaðar af sölu hlutabréfa, þar á meðal skiptum á hlutabréfum, annarra en eigin bréfa, um tvenn áramót frá söludegi.

Ríkisskattstjóri telur að ákvæði þetta eitt og sér leiði ekki til ótvíræðrar skattskyldu á hagnað söluverðs eigin bréfa ef það er hærra en kaupverð.

Með vísan til framanritaðs er það niðurstaða ríkisskattstjóra aðkaup og sala eigin hlutabréfa myndi hvorki skattskyldan söluhagnað né skattalegt sölutap hjá hlutafélagi.

Ríkisskattstjóri.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum