Óbeinir skattar

Ákvarðandi bréf nr. 1042/2003

6.10.2003

Virðisaukaskattur - rekstur hafna.

6. október 2003
G-Ákv. 03-1042

Í tilefni af gildistöku nýrra hafnalaga nr. 61/2003 þann 1. júlí sl. og breytinga á lögum um virðisaukaskatt nr. 50/1988 varðandi virðisaukaskattsskyldu hafna hefur ríkisskattstjóri tekið saman leiðbeiningar um virðisaukaskatt af rekstri hafna. Í leiðbeiningunum sem dagsettar eru í dag, 6. október 2003, er gerð grein fyrir:

  • skattskyldusviði virðisaukaskatts með starfsemi hafna í huga,
  • virðisaukaskattsskyldu hafna,
  • við hvaða aðstæður skattskyldum höfnum ber að innheimta virðisaukaskatt og hvenær ekki,
  • skattverði virðisaukaskatts,
  • skyldum varðandi reikningaútgáfu,
  • reglum um virðisaukaskatt vegna tjónabóta.

Leiðbeiningarnar fylgja bréfi þessu og er þess vænst að NN komi leiðbeiningunum á framfæri við þær hafnir sem mynda sambandið. Athygli er vakin á því að leiðbeiningarnar er að finna á tölvutæku formi á upplýsingavef ríkisskattstjóra (www.rsk.is), ásamt bréfi þessu undir liðnum ákvarðandi bréf (óbeinir skattar) og einar sér undir liðnum skattar og gjöld - virðisaukaskattur - leiðbeiningar.

Ríkisskattstjóri

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum