Óbeinir skattar

Ákvarðandi bréf nr. 985/2001

1.11.2001

Breytingar á lögum og reglugerðum

1. nóvember 2001
G-Ákv. 01-985

Bréf þetta geymir yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið frá 16. janúar 2001 á lögum og reglugerðum á sviði virðisaukaskatts, þ.e. frá síðasta yfirlitsbréfi ríkisskattstjóra, G-ákv 968/01. Engar breytingar hafa á þessum tíma verið gerðar á skilagjaldi, vörugjaldi, búnaðargjaldi og iðnaðarmálagjaldi.

Virðisaukaskattur – lagabreytingar:

Nr. 57/2001 Um tímabundna endurgreiðslu 2/3 hluta virðisaukaskatts til þeirra sem hafa leyfi til farþegaflutninga í atvinnuskyni.

Virðisaukaskattur – reglugerðarbreytingar:

Nr. 540/2001 Ný reglugerð. Um tímabundna endurgreiðslu 2/3 hluta virðisaukaskatts vegna kaupa eða leigu hópferðabifreiða.
Nr. 541/2001 Ný reglugerð. Um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna sölu hópferðabifreiða úr landi.
Nr. 741/2001 Breyting á reglugerð nr. 667/1995, um framtal og skil á virðisaukaskatti. Breyting varðar rafræn skil á virðisaukaskatti.

Virðisaukaskattur - reglubreytingar

 Nr. 165/2001  Nýjar reglur. Um endurgreiðslu virðisaukaskatts til Norræna fjárfestingarbankans.

Unnið er að endurútgáfu prentaðs laga- og reglugerðarsafns virðisaukaskatts o. fl. gjalda. Í framhaldinu verður lagasafnið uppfært á netinu.

Ríkisskattstjóri

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum