Óbeinir skattar

Ákvarðandi bréf nr. 882/1998

8.10.1998

Virðisaukaskattur af óefnislegum réttindum/sala á afsetningarrétti

8. október 1998
G-Ákv. 98-882

Vísað er til bréfs yðar, dags. 26. ágúst 1998, þar sem spurst er fyrir um, hvort innheimta beri virðisaukaskatt af afsetningarrétti.

Til svars erindinu skal tekið fram að skattskylda samkvæmt lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, nær til hvers konar vöru og verðmæta, svo og vinnu og þjónustu, nema hún sé sérstaklega undanþegin í lögunum. Framsal óefnislegra réttinda er meðal þeirra viðskipta sem skattskyld eru samkvæmt þessum meginreglum. Gildir það að mati ríkisskattstjóra m.a. um sölu á framleiðslurétti, sem er ákveðinn eftir verðmæti eða magni framleiddra eininga (t.d. framleiðslurétti í landbúnaði), á hagnýtingu einkaleyfa og viðskiptavild.

Samkvæmt ofanrituðu er því sala á afsetningarrétti, þ.e. sölurétti eða loforði um sölu á ákveðnu magni af afurðum, skattskyld skv. virðisaukaskattslögum.

Ríkisskattstjóri

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum