Óbeinir skattar

Ákvarðandi bréf nr. 874/1998

18.8.1998

Útleiga skips og áhafnar - virðisaukaskattur

18. ágúst 1998
G-Ákv. 98-874

Vísað er til bréfs yðar. dags. 20. júlí 1998, þar sem þér óskið álit ríkisskattstjóra á því, hvort yður beri að innheimta og standa skil á virðisaukaskatti vegna leigu báts og áhafnar í yðar eigu.

Í bréfi yðar kemur fram að þér hafið leigt bát yðar ásamt áhöfn og tækjum til sýnatöku á vegum Hafrannsóknarstofnunar.

Sala og útleiga loftfara og skipa er undanþegin skattskyldri veltu skv. 6. tölul. 12. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Er þá einungis átt við þegar skip er leigt sérstaklega ásamt föstu fylgifé, þ.e. án annarrar þjónustu.

Í yðar tilviki er ekki um það að ræða að báturinn sé leigður heldur er um sölu á þjónustu til Hafrannsóknarstofnunar að ræða, þ.e.a.s. þér takið að yður það verkefni að veiða sýni fyrir stofnunina undir stjórn manns frá þeim.

Umrædd þjónusta fellur því ekki undir umrætt undanþáguákvæði né önnur undanþáguákvæði virðisaukaskattslaga og ber yður því að  innheimta og standa skil á virðisaukaskatti vegna þeirrar þjónustu.

Ríkisskattstjóri

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum