Auglýsingar

Auglýsing ríkisskattstjóra nr. 3/2010

28.10.2010

Um álagningu opinberra gjalda á lögaðila árið 2010

Álagningu opinberra gjalda á árinu 2010 er lokið á alla lögaðila sem skattskyldir eru samkvæmt I. kafla laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum, og aðra sem lagt er á í samræmi við VIII. – XIV kafla tilvitnaðra laga. Jafnframt er álagningu lokið á lögaðila, sem skattskyldir eru af fjármagnstekjum samkvæmt ákvæði 4. mgr. 71. gr. laganna.

Álagningarseðlar eru nú aðgengilegir á þjónustuvef ríkisskattstjóra á www.rsk.is og www. skattur.is

Álagningarskrár, sem sýna álagða skatta á lögaðila í viðkomandi sveitarfélagi, liggja frammi á skattstofum eða á sérstaklega auglýstum stöðum dagana 28. október til 11. nóvember að báðum dögum meðtöldum.

Kærufresti vegna álagningar þeirra gjalda, sem hér um ræðir, lýkur mánudaginn 29. nóvember 2010.

Álagningarskrár eru lagðar fram samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 98. gr. framangreindra laga.

28. október 2010

Skúli Eggert Þórðarson
ríkisskattstjóri

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum