Bindandi álit

Bindandi álit, frávísun nr. 3/00

17.11.2000

Frávísun: Greiðsla grunngjalds.

Reykjavík, 17. nóvember 2000

Efni: Beiðni um bindandi álit - Frávísun.

Þann 30. október sl. móttók ríkisskattstjóri beiðni yðar um bindandi álit og hlaut hún númerið ..... í bókum embættisins.

Í 1. mgr. 7. gr. laga nr. 91/1998, um bindandi álit í skattamálum segir:

"Til að mæta þeim kostnaði sem ríkisskattstjóri hefur af gerð bindandi álita skal greiða gjald er miðast við þá vinnu sem hann hefur af gerð álits í hverju tilviki. Þegar beiðni um álit er lögð fram skal greiða grunngjald að fjárhæð 10.0000 kr. Viðbótargjald sem miðast við umfang máls fer eftir gjaldskrá sem fjármálaráðherra setur, en gjaldið má ekki nema hærri fjárhæð en 40.000 kr."

Þann 7. nóvember var yður sent bréf þess efnis að beiðnin yrði ekki tekin fyrir hjá embættinu fyrr en grunngjald hefði verið greitt. Bréf þetta var ítrekað með tölvupósti þann 13. október sl. og gefinn frestur til 16. nóvember 2000 til að inna greiðsluna af hendi.

Greiðsla grunngjalds skv. 1. mgr. 7. gr. laga nr. 91/1998, um bindandi álit í skattamálum hefur ekki verið greitt. Með vísan til þess er beiðni yðar vísað frá.

Ríkisskattstjóri

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum