Breytingasaga: 2011

Fyrirsagnalisti

23.12.2011 : Staðgreiðsla

Vegna fyrirspurna um fjársýsluskatt sem tekur gildi 1. janúar 2012 þykir rétt að upplýsa þá sem málið varðar um fyrstu drög að breytingum á vefþjónustu staðgreiðslu:
Í kaflann Launamenn verður bætt við valkvæmu svæði: StofnTilFjarsysluskatts.
Í kaflann Skilagrein verður bætt við tveim valkvæmum svæðum: HeildStofnTilFjarsysluskatts og Fjarsysluskattur.
Vonast er til að testumhverfi verði tilbúið fyrir lok janúar en að lýsingar verði tilbúnar eitthvað fyrr.

21.12.2011 : Gagnaskil

Opnað hefur verið fyrir gagnaskil vegna framtals 2012, tekjuárs 2011. Helstu breytingar eru þessar:
Bætt hefur verið við tveim reitum á launamiða, reit 210 og 220. Í reit 210 skal tilgreina arð af hlutafé sem er greiddur sem laun og í reit 220 skal tilgreina stjórnarlaun.
Tekinn hefur verið í notkun nýr miði, fjármagnstekjumiði. Þeir aðilar sem hafa greitt fjármagnstekjur skulu skila þessum miða og tilgreina þar sundurliðun fyrir þá aðila sem hafa móttekið þær og þá staðgreiðslu sem haldið hefur verið eftir.
Reitum 210 og 220 og fjármagnstekjumiða er ekki hægt að skila í textaskrá.

28.11.2011 : Framtalsgögn

Breytingar vegna framtals 2012 hafa verið settar í leiðbeiningarnar. Helstu breytingar eru:
Nota skal greidda vexti sem stofn til vaxtabóta.
Vegna breytinga á meðhöndlun gengismunar hefur verið bætt inn tveim svæðum í kaflann InnstaedurInnlendar.
Bætt hefur verið inn nýjum kafla í lýsinguna: Breytingar og ábendingar vegna framtals 2012. Þar eru tíundaðar helstu breytingar ásamt ábendingum um nokkur atriði sem ástæða þykir til að árétta.

26.10.2011 : Takmörkuð skattskylda

Ný vefþjónusta vegna takmarkaðrar skattskyldu verður tekin upp frá og með janúar 2012. Sett hefur verið upp testumhverfi fyrir þá aðila sem munu nýta sér þennan skilamáta. Ekki verður tekið við csv skrám frá 2012. Tekið verður við skrám samkvæmt núgildandi XML sniði eitthvað fram eftir árinu 2012 frá þeim aðilum sem þurfa á því að halda.

2.2.2011 : Framtalsgögn

Leiðbeiningar vegna afskrifta á lánum endurskrifaðar og gerðar skýrari. Nú þarf að skila fjárhæðum afskrifta/lækkana allra lána óháð forsendum lækkunarinnar eða tilefni lántökunnar.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum