Breytingar vegna FATCA og fleira

Breytingar vegna FATCA og fleira

8.4.2016

Í framtalsgögn hefur verið bætt inn nýjum kafla, Skil á upplýsingum vegna FATCA. Þar kemur fram hvaða köflum skal skila og hvaða atriðum skal skila í hverjum kafla.

Nánari upplýsingar um FATCA skil má finna á rsk.is/fatca og irs.gov/fatca.

XML prófun á uppruna auðkenni hefur verið breytt þannig að það má einungis innihalda bókstafi og tölustafi auk bandstriks (-), kommu (,) og punkts (.). Það má ekki innihalda autt bil (whitespace). Mælt er gegn því að íslenskir stafir séu í svæðinu í FATCA skilum.

Í FATCA skilum til Bandaríkjanna er uppruna auðkenni notað sem reikningsnúmer.

Uppruna auðkenni verður að vera einkvæmt innan hvers kafla.



Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum