Gagnaskil

21.12.2011

Opnað hefur verið fyrir gagnaskil vegna framtals 2012, tekjuárs 2011. Helstu breytingar eru þessar:
Bætt hefur verið við tveim reitum á launamiða, reit 210 og 220. Í reit 210 skal tilgreina arð af hlutafé sem er greiddur sem laun og í reit 220 skal tilgreina stjórnarlaun.
Tekinn hefur verið í notkun nýr miði, fjármagnstekjumiði. Þeir aðilar sem hafa greitt fjármagnstekjur skulu skila þessum miða og tilgreina þar sundurliðun fyrir þá aðila sem hafa móttekið þær og þá staðgreiðslu sem haldið hefur verið eftir.
Reitum 210 og 220 og fjármagnstekjumiða er ekki hægt að skila í textaskrá.

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum