Um afrúningar

23.1.2013

Komið hefur fyrirspurn um hvernig skal haga afrúningum þegar bankar, launagreiðendur og aðrir aðilar skila útreiknuðum fjárhæðum til ríkisskattstjóra. Það upplýsist hér með að skattar og gjöld eru hækkuð upp ef aukastafir í útreikningi  eru > eða = 0,5. Eitthvað er um að fjárhæðir séu lækkaðar niður á næstu krónu og ekki hækkaðar á 0,5 krónum.  Þetta kemur sjaldnast að sök vegna þess að í flestum tilvikum er um að ræða fjárhæðir sem ekki eru endanlegar (til dæmis staðgreiðsla). Rétt þykir þó að benda þeim aðilum sem skila staðgreiðslu vegna takmarkaðrar skattskyldu á að það hefur verið mikið um athugasemdir í svarskeytum vegna mismuna upp á eina krónu.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum