Staðgreiðsla, vefþjónusta

Ný vefþjónusta frá janúar 2017

Skil á staðgreiðslu frá og með árinu 2017 breytist þannig að gerð er krafa um eftirtalin svæði í sundurliðun launamanna:
Persónuafsláttur.
Persónuafsláttur maka.
Þar af launafjárhæð í skattþrepi 1 (af heildarlaunum).
Þar af launafjárhæð í skattþrepi 2 (af heildarlaunum).
Þar af launafjárhæð í skattþrepi 3 (af heildarlaunum).

Í skilagrein er gerð krafa um tvö ný svæði:
Tölvupóstfang launagreiðanda.
Fjöldi launamanna.

Athugið að svæðið id í skilagrein og sundurliðun er ekki notað í nýju vefþjónustunni en það er í lagi að hafa það til staðar.

Nýja vefþjónustan leyfir ekki þau kerfisheiti sem hafa verið notuð fram til þessa svo gefa þarf út ný kerfisheiti fyrir þau kerfi sem munu nota nýju þjónustuna. Sækja skal um ný kerfisheiti hjá hugbunadur@skatturinn.is

Slóð á vefþjónustuna er https://vefur.rsk.is/ws/Stadgreidsla/StadgreidslaService.svc

Slóð á prófunarþjónustuna er https://vefurp.rsk.is/ws/Stadgreidsla/StadgreidslaService.svc

Fjársýsluskattur

Lýsing á vefþjónustu staðgreiðslu hefur verið uppfærð og bætt í hana lýsingu á skilum fjársýsluskatts. Upplýsingar um viðbætur í XML skjöl voru settar í breytingasögu 23.12.2011. Því til viðbótar hefur bæst við svæðið EnginnFjarsysluskattur í skilagrein og undirkafli í skilagildi vefþjónustunnar þar sem er kvittun fyrir skilum á fjársýsluskatti.

Þeir sem eru að uppfæra launakerfi vegna fjársýsluskatts er sérstaklega bent á að uppfæra hjá sér web reference.

Lýsing þessi er fyrst og fremst ætluð tæknifólki sem sér um að setja upp samskipti við vefþjónustur fyrir skil á staðgreiðslu launamanna til ríkisskattstjóra. Þrátt fyrir það má gera ráð fyrir að almennir notendur geti haft eitthvað gagn af henni.

Í breytingasögu má finna upplýsingar um breytingar sem gerðar hafa verið á þessari lýsingu ásamt öðrum tæknilýsingum ríkisskattstjóra. Breytingasagan er aðgengileg sem efnisstraumur (Atom) sem hægt er að tengjast og fá skilaboð þegar henni er breytt.
Nánari upplýsingar má fá hjá hugbunadur@skatturinn.is

Lýsing á vefþjónustu

Slóðin á vefþjónustuna er: https://vefur.rsk.is/ws/Stadgreidsla/StadgreidslaService.svc

Eftirtaldar vefþjónustuaðgerðir eru í boði:

Heiti aðgerðar Lýsing aðgerðar
SendaSkilagrein Senda inn skilagrein.
VilluprofaSkilagrein Villuprófa skilagrein.
NaIForsendurTimabils Sækja forsendur tímabils.

Vefþjónustuaðgerðin NaITimabilOgForsendur er úrelt, nota skal NaIForsendurTimabils í staðinn.

Prófanir og uppsetning

Til þess að hefja prófanir þarf að setja upp launagreiðanda í testumhverfi og að fá veflykil staðgreiðslu fyrir hann. Oftast er kennitala hlutaðeigandi hugbúnaðarhúss notuð við prófanir. Einnig þarf að skrá útgáfustreng hlutaðeigandi kerfis ef hann er ekki þegar til staðar.
Slóð á prófanir er https://vefurp.rsk.is/ws/Stadgreidsla/StadgreidslaService.svc
Þegar prófunum er lokið er útgáfustrengur settur í raunumhverfi og slóðinni breytt í slóð raunþjónustunnar.

Skilagrein og sundurliðun

Þessi aðgerð tekur við skilagreininni eins og hún er skilgreind í Data Contract vefþjónustunnar ásamt sundurliðun, krafa stofnuð hjá RB og kvittun skilað. Kvittunin kemur í XML formi í kaflanum Svar. Þar má meðal annars finna stakið PDFKvittun en það inniheldur kvittunina í PDF formi. Þegar skilað er fjársýsluskatti verður til sérstakur undirkafli SvarFjarsysluskattur. Hann er sambærilegur við kaflann Svar.

XML snið (schema) er aðgengilegt á vefnum í prófunar- og rekstrarumhverfi.

XML snið staðgreiðslu.

XML snið staðgreiðslu í prófun.

Dæmi um XML skjal til skila á staðgreiðslu.

Dæmi um XML skjal með svari.

Upplýsingar um launagreiðanda:

XML heiti Lýsing svæðis Nánari lýsing og villuprófun
KennitalaLaunagr Kennitala launagreiðanda. Skal vera gild kennitala. Launagreiðandi skal vera á launagreiðendaskrá ríkisskattstjóra.
Timabil Mánuður skilagreinar í forminu ÁÁÁÁMM.
Veflykill Veflykill frá ríkisskattstjóra til aðgangsstýringar. Hér skal tilgreina veflykil staðgreiðslu.
Tegund Tegund sendingar. Setja skal 1 í svæðið.
ForritUtgafa Útgáfustrengur forrits sendanda. Kerfisheiti launakerfis t.d. LaunakerfiX 1.0. RSK úthlutar þessum streng, ekki er hægt að nota vefþjónustuna nema gildur strengur sé skilgreindur. Lengd strengsins skal vera 5 til 30 stafir.
Nýtt kerfisheiti tekur gildi frá og með 2017.
Tolvupostfang
Tölvupóstfang launagreiðanda
Tilgreina skal hér tölvupóstfang tengiliðs launagreiðanda.
Skal vera gilt tölvupóstfang.

Kafli Sundurlidun:

Kaflinn samanstendur af jafnmörgum undirköflum Launamenn og þeir eru margir.

XML heiti Lýsing svæðis Villuprófun
Kennitala Kennitala launamanns. Skal vera gild kennitala.
Starfshlutfall Starfshlutfall í %.
Isat95 Atvinnuvegaflokkun Hagstofu Íslands (Isat2003). Svæðið skal innihalda Isat 2008 þrátt fyrir heitið Isat95.
Istarf95 Númer samkvæmt íslenskri starfaflokkun ISTARF 95. Nánar er fjallað um starfaflokkun á heimasíðu Hagstofu Íslands.
Reiknadendurgjald Hér skal færa reiknað endurgjald. Einstaklingur í rekstri skal færa hér reiknað endurgjald.
Stakinu má sleppa.
Laun Fjárhæð staðgreiðsluskyldra launa þar með talið hlunnindi og fríðindi sem ekki eru sérstaklega undanþegin staðgreiðslu. Ekki skal færa hér staðgreiðsluskylda dagpeninga né staðgreiðsluskyldan ökutækjastyrk. Ekki skal draga iðgjald í lífeyrissjóð frá launum heldur færa það sérstaklega í hlutaðeigandi svæði.
Stadgr_dagpen Fjárhæð staðgreiðsluskyldra dagpeninga í samræmi við matsreglur ríkisskattstjóra. Athuga skal að hér er einungis átt við dagpeninga sem ber að standa skil á staðgreiðslu af en ekki þann hluta sem heimilt er að halda utan staðgreiðslu.
Stakinu má sleppa.
Stadgr_okut Fjárhæð staðgreiðsluskylds ökutækjastyrks í samræmi við matsreglur ríkisskattstjóra. Athuga skal að hér er einungis átt við ökutækjastyrk sem ber að standa skil á staðgreiðslu af en ekki þann hluta sem heimilt er að halda utan staðgreiðslu.
Stakinu má sleppa.
Greitt_i_lifeyrissjod Fjárhæð sú sem dregin hefur verið af launum vegna iðgjalds í lífeyrissjóð. Hér skal færa bæði lögbundið iðgjald og viðbótariðgjald. Hér skal ekki færa mótframlag launagreiðanda.
StadgreidslaLaunam Fjárhæð skilaskyldrar staðgreiðslu af launagreiðslum til starfsmanns á greiðslutímabilinu.
Bifreidahlunnindi Rofi fyrir bifreiðahlunnindi Hér skal setja 1 ef bifreiðahlunnindi eru hluti af launum, annars skal setja hér 0.
Stakinu má sleppa.
Tharaf_gr_sereignarsparnadur Fjárhæð útgreidds séreignarsparnaðar. Hér skal færa þann hlut launagreiðslna sem er útgreiðsla á séreignarsparnaði. þessi fjárhæð er einnig tilgreind í launafjárhæð. Fjárhæðin er þar af tala og má ekki vera hærri en laun.
Stakinu má sleppa.
StofnTilFjarsysluskatts Stofn til fjársýsluskatts Hjá þeim sem eiga að standa skil á fjársýsluskatti samkvæmt lögum 165/2011 skal setja hér fjárhæð launa og annarra greiðslna sem mynda stofn til fjársýsluskatts.
Stakinu má sleppa.
 Personuafslattur Nýttur persónuafsláttur launamanns á tímabili.
Skal vera jákvæð tala (ekki mínus). Ef verið er að bakfæra eða leiðrétta skilagrein skal svæðið hafa sama formerki og launafjárhæð.
 PersonuafslatturMaka Nýttur persónuafsláttur maka á tímabilinu. Skal vera jákvæð tala (ekki mínus). Ef verið er að bakfæra eða leiðrétta skilagrein skal svæðið hafa sama formerki og launafjárhæð.
Stakinu má sleppa.
 TharafThrep1 Þar af launafjárhæð í skattþrepi 1 (af heildarlaunum).
Samtala allra þrepa skal vera sama fjárhæð og heildarlaun, það er Laun + Stadgr_dagpen + Stadgr_okut – Greitt_i_lifeyrissjod
 TharafThrep2 Þar af launafjárhæð í skattþrepi 2 (af heildarlaunum).
 
 TharafThrep3 Þar af launafjárhæð í skattþrepi 3 (af heildarlaunum).
Frá árinu 2017 eru tvö skattþrep. þrep 1 og 2. Frá þeim tíma skal skattþrep 3 innihalda 0.

Kafli Skilagrein:


XML heiti Lýsing svæðis Villuprófun
FjoldiLaunamanna
Fjöldi launamanna í sendingunni
Verður að passa við fjölda launamanna í sundurliðun. Hér átt við fjölda staka í sendingunni ekki fjölda kennitalna. Ef sami launamaður kemur fyrir tvisvar er hann talinn vera tveir launamenn.
Stadgreidsla_heild Samtals staðgreiðsla.
Stadgreidsla_laun Samtals staðgreiðsla af launum.
Stadgreidsla_endurgj Samtals staðgreiðsla af reiknuðu endurgjaldi.
Tryggingagjald Tryggingagjald til greiðslu.
Heildar_laun Heildarlaun skilagreinarinnar.
Reiknad_endurgj Samtals reiknað endurgjald.
Engin_laun Engin laun greidd á tímabilinu. Hér skal setja 1 ef engin laun hafa verið greidd, annars skal vera 0 í svæðinu. Þegar eingöngu er skilað fjársýsluskatti skal setja 1 í þetta svæði.
HeildStofnTilFjarsysluskatts Stofn til fjársýsluskatts Hjá þeim sem eiga að standa skil á fjársýsluskatti samkvæmt lögum 165/2011 skal setja hér heildar fjárhæð launa og annarra greiðslna sem mynda stofn til fjársýsluskatts.
Fjarsysluskattur Fjársýsluskattur Hér kemur fjársýsluskattur reiknaður af stofni til fjársýsluskatts.
EnginnFjarsysluskattur Enginn fjársýsluskattur til greiðslu á tímabilinu. Þetta svæði er fyrir gjaldskylda aðila. Hér skal setja 1 ef enginn fjársýsluskattur er til greiðslu á tímabilinu. Ef fjársýsluskattur er til greiðslu er svæðinu sleppt eða sett 0 í það.

Villuprófa skilagrein

Þessi aðgerð tekur við skilagreininni eins og hún er skilgreind í Data Contract vefþjónustunnar ásamt sundurliðun, Skilað er villum og ábendingum ef við á. Ef engar villur finnast er skilað niðurstöðutölum. Lýsingu á XML skjali má finna í kaflanum skilagrein og sundurliðun.

Athuga skilríki

Þessi aðgerð er í vinnslu og er ekki virk.

Ná í forsendur tímabils

Kallað er á þessa vefþjónustuaðgerð með tímabili (ári og mánuði).
Aðgerðin skilar forsendum, fjárhæð persónuafsláttar, skattprósentum, prósentu tryggingagjalds og fjársýsluskatts.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum