Takmörkuð skattskylda

Eftirfarandi er lýsing á vefþjónustu sem tekur við skilagrein og sundurliðun vegna takmarkaðrar skattskyldu á Íslandi. Um er að ræða tvenns konar skil á staðgreiðslu:
a) Vegna þeirra aðila sem bera takmarkaða skattskyldu samkvæmt 3., 6. og 8. tölul. 3. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, og laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda. Nánari lýsingu má finna í leiðbeiningum með eyðublaði RSK 5.41
b) Vegna þeirra aðila sem bera takmarkaða skattskyldu samkvæmt 7. tl. 3. gr. laga nr. 90/2003 og skv. ákvæðum í lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda. Nánari lýsingu má finna í leiðbeiningum með eyðublaði RSK 5.44

Um staðgreiðslu skatta launþega sem falla undir 1. og 2. tölul. 3. gr. tekjuskattslaga gilda almennar reglur og skil á staðgreiðslu þeirra samkvæmt venjulegum staðgreiðsluskilum vegna launþega.

Lýsing þessi er aðallega ætluð tæknifólki sem sér um að setja upp sendingu upplýsinga til ríkisskattstjóra. Þó svo að hér sé um að ræða tæknilega lýsingu geta almennir notendur hugsanlega haft eitthvað gagn af henni.
Í breytingasögu má finna upplýsingar um breytingar sem gerðar hafa verið á þessari lýsingu ásamt öðrum tæknilýsingum ríkisskattstjóra. Breytingasagan er aðgengileg sem efnisstraumur (Atom) sem hægt er að tengjast og fá skilaboð þegar henni er breytt.
Þeir aðilar sem ekki nýta sér vefþjónustuna geta skráð skilagrein og sundurliðun á þjónustusíðu ríkisskattstjóra. Nota skal veflykil staðgreiðslu við innskráningu.
Nánari upplýsingar má fá hjá hugbunadur@skatturinn.is

Breytingar í janúar 2014 vegna RSK 5.44

Fallið hefur frá því að vera með sérstaka vefþjónustuaðgerð fyrir skil samkvæmt eyðublaði RSK 5.44. Bætt hefur verið við vefþjónustuaðgerðir RSK 5.41 þeim svæðum sem nauðsynleg eru vegna þessarar breytingar. Einnig hefur verið bætt inn nýju svæði, ISINflokkur. Þetta svæði er valkvæmt en mælst er til þess að það verði alltaf útfyllt þegar um er að ræða skráð verðbréf. Nánari lýsingu á einstökum svæðum má finna undir kaflanum Skilagrein RSK 5.41.

Lýsing á vefþjónustu

Vefþjónustan tekur við XML skjali sem er sannreynt á móti XML sniði (schema). Ef það uppfyllir kröfur sniðsins eru gögnin villuprófuð. Eftirtaldar villur valda því að vinnslan er stöðvuð og einungis villuboðum er skilað:
XML villa.
Veflykill passar ekki við kennitölu sendanda.
Útgáfustrengur forrits (stak ForritHeiti) finnst ekki.

Ef engar af ofangreindum villum eru til staðar er hægt að vinna úr XML skjalinu. Þá er skilað XML skjali með villuboðum, ef einhver eru ásamt útreiknaðri staðgreiðslu. Eftirtaldar villur valda því að sendingunni er hafnað:
Skjalið inniheldur kennitölu sem ekki finnst í Þjóðskrá.
Heildarfjárhæð skilagreina tímabils er neikvæð (mínus).
Heildarupphæð greiðslu eða staðgreiðslu stemmir ekki við summu greiðslna.
Annars er skjalið móttekið og stofnuð krafa hjá Reiknistofu bankanna. Vinnslan reiknar staðgreiðslu fyrir allar greiðslur og skilar sérstöku staki fyrir hana í kafla Greidslur. Ef mismunur er á skilaðri staðgreiðslu og reiknaðri staðgreiðslu kemur athugasemd í greiðslustakið. Í samtölustakið kemur einnig heildartala fyrir reiknaða staðgreiðslu ásamt athugasemd ef ekki stemmir. Heildarfjárhæð reiknaðrar staðgreiðslu er alltaf notuð þegar krafa er stofnuð.

Í svarinu eru þessi stök sem skila útreikningi (sjá XML snið fyrir svar):
ProsentaStadgreidslu inniheldur útreiknaða prósentu staðgreiðslu samkvæmt tvísköttunarsamningi og/eða undanþágu.
ReiknudStadgreidsla skilar fjárhæð staðgreiðslu sem er reiknuð samkvæmt prósentunni.

Þessi skjöl innihalda lýsingar og snið fyrir villupróf:

Lýsing í mæltu máli.
XML snið.

Slóðin á vefþjónustuna er: https://vefur.rsk.is/ws/StadgreidslaTSK/Skilagrein.svc
Gerður hefur verið sérstakur kafli með lýsingu og dæmum til þess að auðvelda forritun á móti vefþjónustunni.

Eftirtaldar vefþjónustuaðgerðir eru í boði:

Heiti aðgerðar Lýsing aðgerðar
SendaSkilagrein541 Sendir XML skjal samkvæmt lýsingu Skilagrein541, skilar skjali samkvæmt lýsingu Skilagrein541Svar og uppfærir hlutaðeigandi töflur. Einnig er skilað upplýsingum um kröfu ásamt kvittun fyrir móttöku.
ReiknaOgVilluprofa541 Sendir XML skjal samkvæmt lýsingu Skilagrein541 og skilar skjali samkvæmt lýsingu Skilagrein541Svar

Prófanir

Til þess að hefja prófanir þarf notandi að hafa veflykil staðgreiðslu í testumhverfi. Einnig þarf að skrá útgáfustreng ef hann er ekki þegar til staðar.
Slóðin á testþjónustuna er: https://vefurp.rsk.is/ws/StadgreidslaTSK/Skilagrein.svc

Skilagrein RSK 5.41

Skilagrein RSK 5.41 er skilað fyrir þá aðila sem bera takmarkaða skattskyldu samkvæmt 3., 6. og 8. tölul. 3. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt.

Aðgerðin ReiknaOgVilluprofa541 skilar upphaflegu skjali ásamt villuboðum, athugasemdum og reiknaðri staðgreiðslu í stökunum XmlVillur, Villubod og ReiknudStadgreidsla. Hentugt getur verið að nota þess aðgerð til að reikna staðgreiðslu áður en skilagrein er send. Aðgerðin SendaSkilagrein541 skilar sömu gögnum auk upplýsinga um kröfu og kvittun í stakinu Svar.

XML snið (schema) fyrir skil á staðgreiðslu.
XML snið (schema) fyrir svar með villuboðum og athugasemdum.

Dæmi um XML skjal með skilagrein og sundurliðun.
Dæmi 1 um svar.
Dæmi 2 um svar.

Yfirkafli Greidandi:

Svæðisheiti Lýsing svæðis Villuprófun
Tekjuar Ártal skilagreinar. Ártalið á við það ár sem greiðslur hafa átt sér stað. TegNum_4. Svæðið skal vera 4 á lengd og innihalda einungis tölustafi. Stakið verður að vera til staðar.
Timabil Mánuður skilagreinar. Ártal og mánuður mynda tímabil. Hér er átt við það tímabil sem greiðslur hafa átt sér stað. TegManudur. Svæðið skal vera 2 á lengd og innihalda númer mánaðar.
Veflykill Veflykill frá RSK til aðgangsstýringar. Hér skal tilgreina veflykil staðgreiðslu. TegString_6_20. Svæðið skal vera 6 til 20 stafir á lengd. Stakið verður að vera til staðar.
ForritUtgafa Útgáfustrengur forrits sendanda. TegString_5_30. Nafn og útgáfunúmer upprunaforrits t.d. LaunakerfiX 1.0. RSK úthlutar þessum streng, ekki er hægt að nota vefþjónustuna nema gildur strengur sé skilgreindur. Lengd strengsins skal vera 5 til 30 stafir.
KennitalaGreidanda Hér skal tilgreina kennitölu greiðanda/sendanda. TegKennitala. Svæðið verður að vera útfyllt og 10 stafir að lengd. Kennitalan verður að vera til í Þjóðskrá.
Athugasemdir Allt að 200 stafa texti sem getur innihaldið upplýsingar sem sendandi vill koma á framfæri við RSK. Hér er æskilegt að tilgreina nafn, símanúmer og tölvupóstfang sendanda. Dæmi um texta:
Tengliður: Jón Jónsson, sími: 6677889, tölvupóstfang: jon.jonsson@stofnun.is.
TegString_1_200. Svæðið skal vera 1 til 200 stafir á lengd. Stakinu má sleppa.
Það er leyfilegt að tilgreina þetta stak oft (maxOccurs="unbounded").
Hér eru tilgreind þau tvö stök sem tilheyra yfirkafla Samtolur:
SamtalsGreidslur Heildarfjárhæð greiðslna í sendingunni. TegUpphaedHeil. Svæðið skal innihalda tölustafi og má vera mínus tala. Stakið verður að vera til staðar.
SamtalsStadgreidsla Heildarfjárhæð staðgreiðslu í sendingunni. TegUpphaedHeil. Svæðið skal innihalda tölustafi og má vera mínustala. Stakið verður að vera til staðar.

Yfirkafli Vidtakandi:

Svæðisheiti Lýsing svæðis Villuprófun
KennitalaVidskiptamanns 10 stafa kennitala framteljanda/viðskiptamanns. TegKennitala. Kennitalan er villuprófuð frekar við innlestur í gagnagrunn RSK. Annaðhvort þetta stak eða undirkaflinn ErlendurAdili verður að vera til staðar (XML choice).
ErlendurAdili Undirkafli með upplýsingum um erlendan aðila. Þennan undirkafla skal einungis tilgreina fyrir aðila sem ekki hafa íslenska kennitölu. Annaðhvort verður þessi undirkafli að vera til staðar eða stakið KennitalaVidskiptamanns(XML choice).
Hér koma stök undirkaflans ErlendurAdili. Athugið að undirkaflinn er einungis tilgreindur þegar viðskiptamaður er erlendur og á ekki íslenska kennitölu. Þegar þessi kafli er tilgreindur má ekki tilgreina kennitölu.
Nafn Nafn erlends aðila. TegString_1_70. Athugað er hvort svæðið sé 1 til 70 stafir á lengd. Stakið verður að vera til staðar ef yfirkafli þess er tilgreindur.
EigandiGreidslu Hér skal setja J ef viðtakandi greiðslu er raunverulegur eigandi (beneficial owner). Ef viðtakandi er milligönguaðili er sett N í svæðið. TegString_J_N. Athugað er hvort svæðið innihaldi J eða N. Stakið verður að vera til staðar ef yfirkafli þess er tilgreindur.
Tin Skattkennitala, TIN (Tax Identification Number) eins og hún er gefin út í heimalandi viðskiptamanns. TegString_0_20. Athugað er hvort svæðið sé 0 til 20 stafir á lengd. Stakinu má sleppa.
OECDkodi OECD kóði viðtakanda greiðslu:
01: Einstaklingur.
02: Hlutafélag eða einkahlutafélag.
03: Sameignarfélag.
04: Samtök önnur en tilgreind eru í 02 eða 03.
05: Ríkis- eða alþjóðastofnun.
06: Annað.
07: Óþekkt.
TegString_OECD. Athugað er hvort svæðið innihaldi eitt af gildunum sem tilgreind eru í dálkinum hér við hliðina. Stakið verður að vera til staðar ef yfirkafli þess er tilgreindur.
Gata Heiti götu og húsnúmer og/eða heiti húss. TegString_1_70. Athugað er hvort svæðið sé 1 til 70 stafir á lengd. Stakið verður að vera til staðar ef yfirkafli þess er tilgreindur.
Borg Borg eða bær ásamt póstnúmeri. Póstnúmer kemur ýmist á undan eða eftir borg eða bæ. Gert er ráð fyrir að það sé skrá með sama hætti og tíðkast í heimalandinu. Dæmi: Bristol BS9 3BH, 21228 Malmö. TegString_1_35. Athugað er hvort svæðið sé 1 til 35 stafir á lengd. Stakið verður að vera til staðar ef yfirkafli þess er tilgreindur.
Fylki Hér má tilgreina hérað, sýslu eða fylki eða nýta þetta svæði ef heimilisfang er mjög langt. TegString_0_35. Athugað er hvort svæðið sé 0 til 35 stafir á lengd. Stakinu má sleppa.
Land Hér skal setja tveggja stafa landkóða heimilisfesturíkis viðskiptamanns samkvæmt staðli ISO 3166. TegLandKodi: Stakið verður að innihalda gildan landkóða. Stakið verður að vera til staðar.

Kafli Greidsla:

Svæðisheiti Lýsing svæðis Villuprófun
UpprunaAudkenni Einkvæmt auðkenni færslunnar eins og hún er skráð hjá sendanda. Ef hægt er að auðkenna hana með banka, höfuðbók og reikningsnúmeri má setja hér banka, höfuðbók og númer í forminu BBBBHHNNNNNN. Annars má tilgreina hér númer greiðslu/verðbréfs/bankareiknings eða hverja þá auðkenningu sem gefur færslunni einkvæmt númer eða auðkenni. TegString_1_30. Þetta stak er eigind (attribute) og verður þar af leiðandi að vera til staðar. Það skal vera 1 til 30 stafir á lengd.
TegundGreidslu Hér skal tilgreina tegund þeirrar greiðslu sem innt er af hendi. Ef um er að ræða fleiri en eina tegund skal endurtaka undirkaflann Greidsla eins oft og þörf er á. Nákvæma skilgreiningu á einstökum gildum má finna í lýsingu á eyðublaði RSK 5.41 TegTegundGreidslu. Svæðið skal vera 3 tölustafir og verður að vera til staðar. Lista yfir leyfileg gildi má finna í XML sniðinu (schema).
Upphaed Upphæð greiðslu. TegUpphaedHeil. Svæðið skal innihalda tölustafi og má vera mínustala. Stakið verður að vera til staðar.
Stadgreidsla Afdregin staðgreiðsla TegUpphaedHeil. Svæðið skal innihalda tölustafi og má vera mínustala. Stakið verður að vera til staðar.
ISINflokkur Þegar um er að ræða skráð verðbréf skal setja hér ISIN númer þess. TegString12. Svæðið skal vera 12 stafir á lengd.
Hér koma upplýsingar sem eiga við eyðublað RSK 5.44. Ekki þarf að tilgreina svæðin nema um sé að ræða útgreiðslu á arði eða sölu hlutabréfa. Þegar um er að ræða útgreiðslu á arði er nóg að tilgreina kennitölu hlutafélags og dagsetningu arðgreiðslu. Ef um er að ræða sölu hlutabréfa þarf að tilgreina öll svæðin. Athugið að fjárhæðirnar (nafnverð, söluverð og kaupverð) verða allar að hafa sama formerki, allar plús eða allar mínus.
KtHlutafelags Kennitala hlutafélags þess sem verið er að greiða út arð eða verið að selja hlutabréf. Þetta svæði skal alltaf tilgreina þegar um er að ræða hlutabréf. TegKennitala. Kennitalan er villuprófuð frekar við innlestur í gagnagrunn RSK.
Dagsetning Dagsetning arðgreiðslu eða dagsetning sölu hlutabréfa. Þetta svæði skal alltaf tilgreina þegar um er að ræða hlutabréf. TegDagsetning: Dagsetningin er villuprófuð frekar við innlestur í gagnagrunn RSK.
Nafnverd Nafnverð hlutabréfa eða fjöldi hluta. Þetta svæði verður að vera fyllt út þegar um er að ræða sölu hlutabréfa. TegUpphaedHeil. Svæðið skal innihalda tölustafi og má vera mínustala.
Soluverd Söluverð hlutabréfa. Þetta svæði verður að vera fyllt út þegar um er að ræða sölu hlutabréfa. TegUpphaedHeil. Svæðið skal innihalda tölustafi og má vera mínustala.
Kaupverd Upphaflegt kaupverð hlutabréfa. Þetta svæði verður að vera fyllt út þegar um er að ræða sölu hlutabréfa. Söluverð - kaupverð á að vera sama fjárhæð og er í upphæð greiðslu. TegUpphaedHeil. Svæðið skal innihalda tölustafi og má vera mínustala.
Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum