Alþjóðlegar þvingunaraðgerðir og frysting fjármuna

Tilkynningarskyldir aðilar skv. lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka bera allnokkrar skyldur á grundvelli þeirra laga sem og annarra laga. Ein slík skylda er að frysta fjármuni þegar um vissa aðila og vissar aðstæður er að ræða en um það verður fjallað hér. Sú skylda er til komin á grundvelli laga um frystingu fjármuna og skráningu aðila á lista yfir þvingunaraðgerðir við fjármögnun hryðjuverka og útbreiðslu gereyðingarvopna.

Markmið laganna er að hindra fjármögnun hryðjuverka og útbreiðslu og fjármögnun gereyðingarvopna. Í þeim tilgangi er mælt fyrir um frystingu fjármuna og efnahagslegs auðs (hér eftir „fjármuna“) í samræmi við tilteknar þvingunaraðgerðir sem ákveðnar eru af öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á grundvelli 41. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna, af alþjóðastofnunum eða af ríkjahópum til að viðhalda friði og öryggi og/eða til að tryggja virðingu fyrir mannréttindum og mannfrelsi.

Hver er skylda tilkynningarskyldra aðila varðandi alþjóðlegar þvingunaraðgerðir?

Skylda tilkynningarskyldra aðila er í meginefnum þríþætt:

  • Viðhafa eftirlit með því hvort viðskiptamenn þeirra séu á listum yfir alþjóðlegar þvingunaraðgerðir (hér eftir „listar“) með því að hafa viðeigandi verkferil í þeim tilgangi. Þá er mikilvægt að starfsfólk sé upplýst um viðkomandi verkferil og tryggt sé að það starfi eftir honum.
  • Sé viðskiptamaður skráður á lista, skal frysta fjármuni.
  • Tilkynna eigendum fjármuna, utanríkisráðuneytinu og ríkisskattstjóra um frystingu fjármuna.

Eftirlit með því hvort að viðskiptamenn séu á listum yfir alþjóðlegar þvingunaraðgerðir

Uppfærðir listar

Við eftirlit með því hvort viðskiptamaður er skráður á lista, skal gæta þess að kanna viðskiptamann í samræmi við nýjustu útgáfu lista Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins.

Listar yfir alþjóðlegar þvingunarráðstafanir

Listar yfir alþjóðlegar þvingunarráðstafanir er að finna á eftirfarandi vefsíðum:

Listi Sameinuðu þjóðanna 

Listi Stjórnarráðs Íslands 

Listi Evrópusambandsins

 

Mælt er með því að tilkynningarskyldir aðilar skrái sig rafrænt hjá stjórnarráðinu til að fá tilkynningar um allar nýjustu uppfærslur. Ábyrgð á því að tryggja að listinn sé uppfærður og innihaldi réttar upplýsingar hvílir ávallt hjá tilkynningarskyldum aðilum. Skráning fer fram á áskriftarvef stjórnarráðsins. Er þá valinn flokkurinn „Þvingunaraðgerðir – breytingar á landalista“ undir fyrirsögninni „Annað“.

Uppfletting á viðskiptamönnum – Skráð ríki, einstaklingar, lögaðilar og hópar/samtök

Skylda tilkynningarskyldra aðila til að fletta upp í listum tekur til núverandi viðskiptamanna sem hluti af reglubundnu eftirliti og nýrra (mögulegra) viðskiptamanna sem hluti af framkvæmd áreiðanleikakönnunar.

Tilkynningarskyldir aðilar skulu reglulega skima viðskiptamannagrunn sinn gagnvart listum (einnig viðskiptamenn sem teljast “óvirkir” í viðskiptum) til að kanna hvort jákvæðar niðurstöður komi upp þegar flett er upp ríki, nafni eða heiti.

Ef það kemur jákvæð svörun á lista er tilkynningarskyldum aðilum skylt að grípa til viðeigandi og réttmætra ráðstafana til að staðfesta að viðskiptamaðurinn sé í reynd sá aðili sem kemur upp á listanum.

Staðfesting upplýsinga

Ef ástæða er til að ætla að viðskiptamaðurinn sé á lista en það liggja ekki fyrir trúverðugar upplýsingar eða gögn til að staðfesta sannjákvæða svörun, er mælt með því að hinn tilkynningarskyldi aðili hafi samband við utanríkisráðuneytið og afli frekari gagna til að staðfesta fyrirliggjandi grun, ef slík gögn eru til.

Viðskiptamaður er skráður á lista: Frysting fjármuna

Skylda að frysta fjármuni

Komi í ljós að viðskiptamaður er skráður á lista, er tilkynningarskyldum aðila skylt að frysta fjármuni sem eru í eigu viðskiptamanns á lista hvort sem það eignarhald er til komið með beinum eða óbeinum hætti. Þetta tekur einnig til þess þegar viðskiptamaðurinn hefur fjármunina í sinni vörslu eða stýrir þeim. 

Markmið frystingar fjármuna er að koma í veg fyrir hvers konar fjármagnsflutning, svo sem afhendingu fjármuna, úttektir, millifærslu, eignarskráningu sem og önnur viðskipti og hindra þannig að aðilar á listum yfir þvingunaraðgerðir fái greiðslur í hendur eða geti nýtt fjármuni með öðrum hætti.

Fjármunir og efnahagslegur auður

Fjármunir:

Hvers kyns eignir og ágóði, þ.m.t.:

• Reiðufé, ávísanir, peningakröfur, víxlar, póstávísanir og aðrir greiðslugerningar.

• Hvers konar inneignir hjá aðilum, inneignir á reikningum, skuldir og fjárskuldbindingar.

• Skráðir og óskráðir fjármálagerningar og skuldagerningar sem verslað er með í og/eða utan kauphallar, þ.m.t. hlutabréf og hlutir, skírteini fyrir verðbréfum, skuldabréf, lán, ábyrgðir, skuldaviðurkenningar og afleiðusamningar.

• Vextir, arðgreiðslur eða aðrar tekjur eða verðmæti sem rekja má til eða myndast af eignum.

• Lánsviðskipti, réttur til skuldajöfnunar, tryggingar, áfangatryggingar eða aðrar slíkar fjárskuldbindingar.

• Ábyrgðir, farmbréf og reikningar.

• Skjöl sem færa sönnur á hlutdeild í fjármunum.

• Hvers konar gerningar til að fjármagna útflutning.

Efnahagslegur auður:

Hvers kyns eignir, efnislegar jafnt sem óefnislegar, færanlegar eða ófæranlegar, sem eru ekki fjármunir en unnt er að nota til að afla fjármuna, vöru eða þjónustu.

Hvaða fjármuni skal frysta?

Ef að viðskiptamaðurinn á hluta fjármunanna, þá tekur frystingin til viðkomandi fjármuna í heild sinni. Sem dæmi má nefna að ef að viðskiptamaðurinn á 50% eða meira í félagi ber að frysta allar eigur félagsins.

Ef að fjármunir eru hjá aðila sem kemur fram fyrir hönd viðskiptamannsins, nær frysting einnig til þeirra fjármuna.

Þar sem að skylt er að frysta fjármuni sem viðskiptamaður á með beinum eða óbeinum hætti (hefur yfirráð yfir tilteknum eignum) þarf hinn tilkynningarskyldi aðili að framkvæma rannsókn og afla gagna til að finna eignir viðskiptamannsins. Slík rannsókn felur m.a. í sér eftirfarandi:

Kanna beint og óbeint eignarhald

Meta skal hvort að félag er í eigu eða lýtur stjórn/yfirráða viðskiptamanns sem er skráður á lista. Hér skal m.a. líta til eftirfarandi atriða:

a. Bein eignarráð viðskiptamanns sem skráður er á lista:

Þegar viðskiptamaðurinn á meira en 50% í félagi.

b. Óbein eignarráð/yfirráð viðskiptamanns sem skráður er á lista þegar við á. Slík könnun getur m.a. falið í sér eftirfarandi:

  • Þegar viðskiptamaðurinn á a.m.k. meirihluta hlutafjár eða ræður a.m.k. meirihluta atkvæða í félagi.
  • Þegar viðskiptamaðurinn er framkvæmdastjóri eða stjórnarmaður félags.
  • Þegar viðskiptamaður hefur önnur yfirráð yfir félagi en getið er hér að ofan;

         - hefur rétt til að tilnefna eða setja af meirihluta stjórnar félags,
         - getur gert samninga við aðra, s.s. hluthafa og/eða félagið sjálft um að hann fari einn eða með hluthöfum með a.m.k. meirihluta atkvæðisréttar í félaginu eða
         - samþykktir félagsins kveða á um slíkan rétt

Kanna viðskiptasögu viðskiptamanns

Tilkynningarskyldir aðilar skulu rannsaka og greina viðskiptasögu viðskiptamanns sem er skráður á lista og varðveita skýrslu um slíka rannsókn.

Kanna tengda aðila

Tilkynningarskyldur aðili skal afla frekari gagna til finna aðila sem tengjast viðskiptamanni sem skráður er á lista, ef einhverjir eru. Mikilvægt er að ganga úr skugga um hvort tengdir aðilar séu til staðar og skoða fjármuni í þeirra eigu, skyldi vera tilefni til frekari frystingar fjármuna.

Greina viðskiptasögu tengdra aðila. Slík greining getur upplýst um aðrar eignir viðskiptamanns sem er skráður á lista, s.s. í gegnum félög eða annað eignarhald.

Hvað er tengdur aðili?

Í þessu sambandi er tengdur aðili:

  1. Einstaklingur sem kemur fram fyrir hönd eða sem er undir stjórn viðskiptamanns sem er skráður á lista.
  2. Einstaklingur sem á hlutdeild í eða sem styður starfsemi og áætlanir um beitingu kjarnorkuvopna.
  3. Einstaklingur/ar sem viðskiptamaðurinn deilir eignarhaldi með.
  4. Raunverulegur eigandi eigna í eigu viðskiptamanns sem er skráður á lista.

Kanna gögn um aðila sem tengjast frystum fjármunum

Tilkynningarskyldir aðilar skulu afla frekari gagna um aðila sem mögulega tengjast frystum fjármunum og skoða hverjir geta stýrt þeim aðrir en viðskiptamaðurinn sjálfur.

Tilkynna um frystingu fjármuna

Tilkynningarskyldum aðilum er skylt að tilkynna eigendum fjármuna, utanríkisráðuneytinu og ríkisskattstjóra um frystingu fjármuna.

Í tilkynningarskyldunni felst að veita skal þar til bærum stjórnvöldum, án tafar allar upplýsingar sem myndu greiða fyrir því að unnt sé að framfylgja þeim þvingunaraðgerðum sem gilda hér á landi.

Tilkynningar um frystingu fjármuna og aðrar upplýsingar sem tengjast framkvæmd laga um alþjóðlegar þvingunaraðgerðir og frystingu fjármuna skulu, eftir því sem við á, sendar til:

Vanræksla á að uppfylla skyldur samkvæmt lögum um alþjóðlegar þvingunaraðgerðir eða lögum um frystingu fjármuna getur varðað viðurlögum, m.a. í formi dagsekta eða stjórnvaldssekta.

Ítarefni

Skammstafanir

Lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018 (pþl.)
Financial action task force (FATF)
Tilkynningarskyldir aðilar (TA)
Skrifstofa fjármálagreiningar lögreglu (SFL)
Ríkisskattstjóri (RSK)
Fjármálaeftirlitið (FME)
Ríkislögreglustjóri (RLS)

Fræðsluefni fyrir tilkynningarskylda aðila

l. liður 1. mgr. 2. gr. pþl. Endurskoðendur, skattaráðgjafar og aðilar sem færa bókhald eða sinna bókhaldsþjónustu.

m. liður 1. mgr. 2. gr. pþl. Lögmenn, í vissum tilvikum. http://www.fatf-gafi.org/media/fatf/documents/reports/ML%20and%20TF%20vulnerabilities%20legal%20professionals.pdf

http://www.fatf-gafi.org/media/fatf/documents/reports/RBA%20Legal%20professions.pdf

https://www.lawsociety.org.uk/support-services/documents/iba-aml-typologies-report/

https://www.anti-moneylaundering.org

n. og o. liðir 1. mgr. 2. gr. pþl. Fasteigna- fyrirtækja- og skipasalar og jafnframt leigumiðlarar

http://www.fatf-gafi.org/media/fatf/documents/reports/ML%20and%20TF%20through%20the%20Real%20Estate%20Sector.pdf

p. liður 1. mgr. 2. gr. pþl. Listmunasalar, listmunamiðlarar, gallerí og uppboðshús

q. liður 1. mgr. 2. gr. pþl. Aðilar á sviði fjárvörslu og fyrirtækjaþjónustu

r. liður 1. mgr. 2. gr. pþl. Einstaklingar og lögaðilar sem í atvinnuskyni eiga viðskipti í reiðufé yfir 10.000 evrur.

Eðalmálmar: http://www.fatf-gafi.org/media/fatf/documents/reports/ML-TF-risks-vulnerabilities-associated-with-gold.pdf

Eðalsteinar: http://www.fatf-gafi.org/media/fatf/documents/reports/ML-TF-through-trade-in-diamonds.pdf

s. liður 1. mgr. 2. gr. pþl. Happdrætti og fjársafnanir

http://www.fatf-gafi.org/media/fatf/documents/reports/Vulnerabilities%20of%20Casinos%20and%20Gaming%20Sector.pdf

Fyrirlestur starfsmanna RSK um peningaþvætti 28. maí 2019 (Opnast á youtube.com)

Almennt efni um peningaþvætti

Lög 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Lög 64/2019 um frystingu fjármuna og skráningu aðila á lista yfir þvingunaraðgerðir í tengslum við fjármögnun hryðjuverka og útbreiðslu gereyðingarvopna

Tilmæli FATF - International standards on combating money laundering and the financing of terrorism & proliferation

Skýrsla FATF - Money laundering/terrorist financing risks and vulnerabilities associated with gold

Skýrsla ríkislögreglustjóra um áhættumat vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka

 

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum