Skyldur tilkynningarskyldra aðila

Áhættumat

Samkvæmt 5. gr. pþl. skulu tilkynningarskyldir aðilar gera áhættumat á rekstri sínum og viðskiptum. Matið skal innihalda skriflega greiningu og mat á hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og skal m.a. taka mið af áhættuþáttum sem tengjast viðskiptamönnum, viðskiptalöndum eða svæðum, vörum, þjónustu, viðskiptum, tækni og dreifileiðum. Við gerð áhættumats ber tilkynningarskyldum aðilum að hafa áhættumat RLS til hliðsjónar, sbr. 4. gr. pþl. Áhættumat skal taka mið af stærð, eðli og umfangi á starfsemi tilkynningarskyldra aðila og margbreytileika starfseminnar. Varðandi gerð áhættumats er vísað í reglugerð ráðherra um framkvæmd áhættumats.

Tilkynningarskylda

Samkvæmt 21. gr. pþl. skulu tilkynningarskyldir aðilar, starfsmenn þeirra og stjórnendur tilkynna skrifstofu skrifstofu fjármálagreiningar lögreglu tímanlega um grunsamleg viðskipti og fjármuni sem grunur leikur á að rekja megi til refsiverðrar háttsemi þ.e. þegar grunur leikur á peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka. Tilkynningarskyldum aðilum er enn fremur skylt að gera skriflegar skýrslur um öll grunsamleg og óvenjuleg viðskipti sem eiga sér stað í starfsemi þeirra. Um varðveislu slíkra gagna fer skv. 28. gr. pþl.

Leiðbeiningar til tilkynningarskyldra aðila

Váþættir í starfsemi endurskoðenda

Váþættir í starfsemi fasteignasala

Váþættir í starfsemi lögmanna

Váþættir í starfsemi þar sem mikið er um reiðufjárnotkun

Váþættir varðandi veðmál og spilakassa

Áreiðanleikakönnun

Samkvæmt 7. gr. pþl. er óheimilt að bjóða upp á nafnlaus viðskipti. Komi í ljós að viðskiptamaður sé þegar í nafnlausum viðskiptum skal þess krafist að hann sanni á sér deili og afla skal upplýsinga um raunverulegan eiganda skv. 10. gr., liggi þær upplýsingar ekki þegar fyrir.

Niðurstöður áhættumats skal nota til að leggja mat á hversu ítarlega áreiðanleikakönnun skuli framkvæma, að teknu tilliti til ófrávíkjanlegra ákvæða, og til að ákveða fyrirkomulag reglubundins eftirlits með samningssamböndum. Eingöngu verður heimilt að framkvæma einfalda áreiðanleikakönnun í þeim tilvikum sem áhættumat sýnir fram á minni áhættu en almennt er.

Í 13. gr. pþl. eru tilgreind þau tilvik þegar tilkynningarskyldum aðilum er skylt að framkvæma aukna áreiðanleikakönnun. Slík áreiðanleikakönnun skal framkvæmd þegar um er að ræða: a) viðskipti við aðila sem staðsettur er í ríki sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins eða FATF hafa skilgreint sem áhættusöm eða ósamvinnuþýð ríki, sbr. 6. gr., b) millibankaviðskipti eða millibankaviðskipti við skelbanka eins og hugtökin eru skilgreind í 3. gr. pþl., og c) viðskipti við einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla. Aukin áreiðanleikakönnun samkvæmt framangreindu er ófrávíkjanleg nema 2. mgr. ákvæðisins eigi við. Jafnframt er tilkynningarskyldum aðilum skylt að framkvæma aukna áreiðanleikakönnun í öðrum tilvikum en þeim sem að framan greinir ef áhættumat skv. 4 eða 5. gr. gefur til kynna mikla áhættu.

Varðandi gerð áreiðanleikakönnunar er vísað í reglugerð ráðherra um framkvæmd áreiðanleikakönnunar, aukinnar áreiðanleikakönnunar og einfaldaðrar áreiðanleikakönnunar skv. III. kafla pþl. Þar er m.a. fjallað um hvaða þætti áreiðanleikakönnun skal uppfylla þegar tilkynningarskyldum aðilum er heimilt að framkvæma einfaldaða áreiðanleikakönnun og hvaða viðbótarkröfur skuli gera við aukna áreiðanleikakönnun.

Ábyrgðarmaður og þjálfun starfsmanna

Samkvæmt 34. gr. pþl. er tilkynningarskyldum aðilum skylt að tilnefna einn úr hópi stjórnenda sem sérstakan ábyrgðarmann sem að jafnaði annast tilkynningar í samræmi við 21. gr. pþl. og hefur skilyrðislausan aðgang að áreiðanleikakönnun viðskiptamanna, viðskiptum eða beiðnum um viðskipti ásamt öllum þeim gögnum sem skipt geta máli vegna tilkynninga. Tilkynna skal skrifstofu fjármálagreiningar lögreglu um tilnefningu ábyrgðarmanns. Ábyrgðarmaður skal sjá til þess að innleiddar séu stefnur, reglur og verkferlar sem stuðli að samræmdum starfsaðferðum og góðri framkvæmd laga þessara í starfsemi tilkynningarskyldra aðila.

Í samræmi við 33. gr. pþl. skulu tilkynningarskyldir aðilar sjá til þess að starfsmenn þeirra, þar á meðal umboðsmenn, dreifingaraðilar og starfsmenn útibúa, hljóti sérstaka þjálfun í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og öðlist viðeigandi þekkingu á ákvæðum pþl., reglugerðum og reglum sem settar eru á grundvelli þeirra. Þjálfunin skal taka mið af áhættu, eðli og stærð tilkynningarskylds aðila.

Skráningarskylda

Eftirtaldir aðilar eru skráningarskyldir hjá RSK, sbr. 36. gr. pþl.:

 1. Aðilar á sviði fjárvörslu og fyrirtækjaþjónustu
 2. Aðilar sem færa bókhald eða sinna bókhaldsþjónustu fyrir þriðja aðila
 3. Skattaráðgjafar
 4. Aðilar sem selja eðalmálma og –steina.
 5. Listmunasalar og –miðlarar, þar á meðal listmunagallerí og uppboðshús

Væntingar eftirlitsaðila til tilkynningarskyldra aðila

Væntingar eftirlitsaðila gagnvart tilkynningarskyldum aðilum vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Til að tryggja skilvirkt eftirlit þurfa að vera til staðar traustir stjórnunarhættir, öflug áhættuvitund og árangursrík framkvæmd stefnu, stýringar og verkferla

Traustir stjórnarhættir

 • Yfirsýn og þátttaka af hálfu stjórnar og framkvæmdarstjórnar vegna stefnu stýringar verkferla
 • Sjálfstæð og skilvirk regluvarsla og innri endurskoðun
 • Skilvirkt ferli fyrir tilkynningar

Öflug áhættuvitund

 • Skýr ábyrgð á áhættu tengdri peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, þ.á.m. af hálfu starfsmanna í framlínu
 • Fullnægjandi leiðbeiningar til að takast á við sértæka áhættu vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka.
 • Sérsniðin þjálfunaráætlun fyrir allar þrjár varnir lögaðila

Árangursrík framkvæmd

 • Reglubundnar athuganir; sjálfstæð staðfesting á uppruna fjármagns og uppruna auðs viðskiptavina sem fela í sér mikla áhættu
 • Viðvarandi áhættumiðað eftirlit til samræmis við þá áhættu sem viðskiptavinur hefur í för með sér
 • Öflugt kerfi til að stýra áhættuþáttum

Fræðsluefni frá stýrihópi um varnir gegn peningaþvætti o.fl.

Almannaheillafélög - góðir starfshætti

Áhættumat

Áreiðanleikakönnun  

Áhættusöm ríki  

Ábyrgðarmaður  

Þjálfun starfsmanna  

Alþjóðlegar þvingunaraðgerðir

Ítarefni

Skammstafanir

Lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018 (pþl.)
Financial action task force (FATF)
Tilkynningarskyldir aðilar (TA)
Skrifstofa fjármálagreiningar lögreglu (SFL)
Ríkisskattstjóri (RSK)
Fjármálaeftirlitið (FME)
Ríkislögreglustjóri (RLS)

Fræðsluefni fyrir tilkynningarskylda aðila

l. liður 1. mgr. 2. gr. pþl. Endurskoðendur, skattaráðgjafar og aðilar sem færa bókhald eða sinna bókhaldsþjónustu.

m. liður 1. mgr. 2. gr. pþl. Lögmenn, í vissum tilvikum. http://www.fatf-gafi.org/media/fatf/documents/reports/ML%20and%20TF%20vulnerabilities%20legal%20professionals.pdf

http://www.fatf-gafi.org/media/fatf/documents/reports/RBA%20Legal%20professions.pdf

https://www.lawsociety.org.uk/support-services/documents/iba-aml-typologies-report/

https://www.anti-moneylaundering.org

n. og o. liðir 1. mgr. 2. gr. pþl. Fasteigna- fyrirtækja- og skipasalar og jafnframt leigumiðlarar

http://www.fatf-gafi.org/media/fatf/documents/reports/ML%20and%20TF%20through%20the%20Real%20Estate%20Sector.pdf

p. liður 1. mgr. 2. gr. pþl. Listmunasalar, listmunamiðlarar, gallerí og uppboðshús

q. liður 1. mgr. 2. gr. pþl. Aðilar á sviði fjárvörslu og fyrirtækjaþjónustu

r. liður 1. mgr. 2. gr. pþl. Einstaklingar og lögaðilar sem í atvinnuskyni eiga viðskipti í reiðufé yfir 10.000 evrur.

Eðalmálmar: http://www.fatf-gafi.org/media/fatf/documents/reports/ML-TF-risks-vulnerabilities-associated-with-gold.pdf

Eðalsteinar: http://www.fatf-gafi.org/media/fatf/documents/reports/ML-TF-through-trade-in-diamonds.pdf

s. liður 1. mgr. 2. gr. pþl. Happdrætti og fjársafnanir

http://www.fatf-gafi.org/media/fatf/documents/reports/Vulnerabilities%20of%20Casinos%20and%20Gaming%20Sector.pdf

Fyrirlestur starfsmanna RSK um peningaþvætti 28. maí 2019 (Opnast á youtube.com

Almennt efni um peningaþvætti

Lög 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Tilmæli FATF - International standards on combating money laundering and the financing of terrorism & proliferation

Skýrsla FATF - Money laundering/terrorist financing risks and vulnerabilities associated with gold

Skýrsla ríkislögreglustjóra um áhættumat vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum