Félög í frístundabyggð

Félög í frístundabyggð starfa skv. lögum nr. 75/2008 um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús og er hægt að fá nánari upplýsingar um félagsformið hjá Landssambandi sumarhúsaeigenda.

Eftir að félagið hefur verið stofnað er sótt um kennitölu hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra með því að fylla út eyðublað 17.01 og skila inn ásamt afriti af samþykktum félagsins. Samþykktir skulu dagsettar og undirritaðar af stjórn félagsins.

Hægt er að koma í með umsókn í afgreiðslu okkar, senda í pósti eða skanna inn og senda í tölvupósti á fyrirtaekjaskra@rsk.is

 Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum