Starfsmannafélög

Starfsmannafélög fyrirtækja, stofnana og annarra vinnustaða geta sótt um skráningu og kennitölu í fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra.

Þegar búið er að stofna félagið er sótt um skráningu með því að fylla út eyðublað 17.01 og er því skilað inn ásamt samþykktum félagsins.  Sýnishorn af samþykktum er að finna hér.

Samþykktir verða að vera dagsettar og undirritaðar af stjórn félagsins. 

Hægt er að koma með umsókn í afgreiðslu okkar, senda í pósti eða skanna inn og senda í tölvupósti á fyrirtaekjaskra@rsk.is

Umsóknir eru teknar fyrir vikulega.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum