Áhersluatriði í eftirlit með félögum sem beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS)

30.10.2018

Eftirlit ársreikningaskrár með félögum sem beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS) við gerð reikningsskila sinna mun í samráði við Verðbréfaeftirlit Evrópu (European Securities and Markets Authority) beinast að eftirfarandi þáttum:

  • Innleiðingu á staðlinum IFRS 15: Tekjur af samningum við viðskiptavini.
  • Innleiðingu á staðlinum IFRS 9: Fjármálagerningar.
  • Upplýsingar um vænt áhrif af innleiðingu staðalsins IFRS 16: Leigusamningar.

Til viðbótar við almenn áhersluatriði í eftirliti ársins mun verða lögð áhersla á upplýsingagjöf í skýrslu stjórnar og ófjárhagslega upplýsingagjöf.

Ársreikningaskrá hvetur forsvarsmenn félaga sem beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum og endurskoðendur þeirra til að kynna sér meðfylgjandi fréttatilkynningu og yfirlýsingu frá Verðbréfaeftirliti Evrópu.


Áskrift að IFRS tilkynningum

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum