Samanburðarhæfni í reikningsskilum fjármálafyrirtækja

5.12.2013

European Securities and Market Authority (ESMA) hefur birt nýja skýrslu um samanburðarhæfi og gæði upplýsinga í reikningsskilum fjármálafyrirtækja.

Skýrslan var birt 18. nóvember 2013 á vef ESMA og inniheldur niðurstöður könnunar á reikningsskilavenjum fjármálafyrirtækja á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) ásamt fréttatilkynningu um efni hennar. Í skýrslunni, sem nær til reikningsársins 2012, er einnig farið yfir tillögur sem miðast að því að auka gegnsæi nokkurra lykilþátta í reikningsskilum fjármálafyrirtækja.

Ársreikningaskrá hvetur þá sem koma að samningu reikningsskila fjármálafyrirtækja til að kynna sér efni skýrslunnar. Fréttatilkynningu, ásamt skýrslunni, er að finna á heimasíðu ESMA undir liðnum "Investment and Reporting".


Áskrift að IFRS tilkynningum

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum