Slit annarra félagsforma

Hlutafélög

Hlutafélagi verður aðeins slitið annað hvort með skilanefnd eða með gjaldþrotaskiptum.  Þó getur hlutafélagaskrá afskráð hlutafélög, telji hún sig hafa upplýsingar um það, m.a. frá ársreikningaskrá, að hlutafélag hafi hætt störfum, félag sé án starfandi stjórnar, endurskoðanda eða skoðunarmanns eða það sinnir ekki tilkynningaskyldu sinni til skrárinnar. Einnig er ráðherra skylt að sjá til þess að bú félags sé tekið til skipta við sérstakar aðstæður í samræmi við 107. gr. hfl.

Kosning skilanefndar

Hafi hluthafar, er ráða minnst yfir 2/3 heildarhlutafjár félagsins tekið ákvörðun á hluthafafundi að félaginu skuli slitið skal félagsstjórn láta gera efnahags- og rekstrarreikning félagsins. Reikningi þessum skal fylgja álitsgerð löggilts endurskoðanda um hvort eignir félagsins hrökkvi fyrir skuldum þess. Innan mánaðar frá þeim hluthafafundi skal halda nýjan hluthafafund þar sem reikningarnir skulu lagðir fram. Komi þar fram að eignir félagsins hrökkvi fyrir skuldum skal á fundinum kosin skilanefnd. Í skilanefnd skulu kosnir hið minnsta tveir en hið mesta fimm menn. Hið minnsta einn skilanefndarmaður skal vera héraðsdóms- eða hæstaréttarlögmaður eða löggiltur endurskoðandi. Skilanefnd skal síðan tilkynna hlutafélagaskrá ákvörðun um slit félagsins og kosningu sína og óska eftir löggildingu hlutafélagaskrár á starfi sínu. Er löggilding hefur fengist tekur skilanefnd við réttindum og skyldum félagsstjórnar og framkvæmdastjóra.

Þegar skilanefnd hefur verið löggilt, skal hún láta birta tvisvar í Lögbirtingablaði auglýsingu um félagsslitin, ásamt áskorun til lánardrottna um að þeir lýsi kröfum sínum á hendur félaginu til skilanefndar innan tveggja mánaða frá því auglýsingin birtist í fyrsta sinn.

Þegar skilanefnd hefur lokið úthlutun til hluthafa eða lagt fé á geymslureikninga, skal hún tilkynna hlutafélagaskrá um lok starfa sinna og afhenda henni lokareikninga félagsins, úthlutunargerð, kvittanir þeirra er tóku við greiðslum og skilríki fyrir geymslureikningum, (svo og öll skjöl og bækur félagsins). Er félagið að því loknu afskráð úr hlutafélagaskrá.

Þegar skilanefnd hefur lokið störfum sínum skal hún auglýsa í Lögbirtingablaði um lok starfa sinna og hver málalok urðu.

Gjaldþrotaskipti

Félagsstjórn er skylt að afhenda bú félags til gjaldþrotaskipta eftir því sem mælt er fyrir um í ákvæðum laga um gjaldþrotaskipti en þar segir að skuldari geti krafist að bú verði tekið til gjaldþrotaskipta ef hann getur ekki staðið í fullum skilum við lánardrottna sína þegar kröfur þeirra falla í gjalddaga og ekki verður talið sennilegt að greiðsluörðugleikar hans muni líða hjá innan skamms tíma.

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Sjálfseignarstofnun í atvinnurekstri

Samkvæmt 36. gr. laga um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur nr. 33/1999, skal um slit slíkra félaga farið eftir ákvæðum XIII. kafla laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög. Þó er ekki hægt að slíta sjálfseignarstofnun sem stundar atvinnurekstur með einföldum slitum þar sem engir hluthafar eru til staðar í sjálfseignarstofnun. Þeir möguleikar sem eru því til staðar eru annars vegar skilanefndir fyrir þær stofnanir sem eiga fyrir skuldum sínum en annars gjaldþrotaskipti.

Kosning skilanefndar

Ákvörðun um slit skal tekin í samræmi við samþykktir umræddar sjálfseignarstofnunar í atvinnurekstri.

Eigi sjálfseignarstofnun í atvinnurekstri fyrir öllum skuldum sínum er hægt að kjósa félaginu skilanefnd. Í skilanefnd skulu kosnir hið minnsta tveir en hið mesta fimm menn. Hið minnsta einn skilanefndarmaður skal vera héraðsdóms- eða hæstaréttarlögmaður eða löggiltur endurskoðandi. Skilanefnd skal síðan tilkynna hlutafélagaskrá ákvörðun um slit félagsins og kosningu sína og óska eftir löggildingu hlutafélagaskrár á starfi sínu. Er löggilding hefur fengist tekur skilanefnd við réttindum og skyldum félagsstjórnar og framkvæmdastjóra.

Þegar skilanefnd hefur verið löggilt, skal hún láta birta tvisvar í Lögbirtingablaði auglýsingu um félagsslitin, ásamt áskorun til lánardrottna um að þeir lýsi kröfum sínum á hendur félaginu til skilanefndar innan tveggja mánaða frá því auglýsingin birtist í fyrsta sinn.

Þegar skilanefnd hefur lokið störfum, skal hún tilkynna hlutafélagaskrá um lok starfa sinna og afhenda henni lokareikninga félagsins, úthlutunargerð, kvittanir þeirra er tóku við greiðslum og skilríki fyrir geymslureikningum, (svo og öll skjöl og bækur félagsins). Er félagið að því loknu afskráð úr hlutafélagaskrá.

Þegar skilanefnd hefur lokið störfum sínum skal hún auglýsa í Lögbirtingablaði um lok starfa sinna og hver málalok urðu.

Gjaldþrotaskipti

Félagsstjórn er skylt að afhenda bú félags til gjaldþrotaskipta eftir því sem mælt er fyrir um í ákvæðum laga um gjaldþrotaskipti en þar segir að skuldari geti krafist að bú verði tekið til gjaldþrotaskipta ef hann getur ekki staðið í fullum skilum við lánardrottna sína þegar kröfur þeirra falla í gjalddaga og ekki verður talið sennilegt að greiðsluörðugleikar hans muni líða hjá innan skamms tíma.

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Samvinnufélög

Samvinnufélagi skal slíta ef:

  1. Ályktun þar af lútandi er samþykkt af tveimur lögmætum félagsfundum í röð og henni er fylgjandi eigi færri en 2/3 atkvæðisbærra fundarmanna.
  2. Félagsaðilar verða færri en fimmtán eða færri en þrír ef um samvinnusamband er að ræða eða ef félagið fullnægir ekki ákvæðum laga um samvinnufélög.
  3. Félagsstjórn er skylt að afhenda bú félagsins til gjaldþrotaskipta samkvæmt ákvæðum gjaldþrotalaga.
  4. Félagið vanrækir að senda samvinnufélagaskrá tilkynningar sem því er skylt samkvæmt ákvæðum laga um samvinnufélög.
  5. Félaginu skal slíta í samræmi við ákvæði samþykkta þess.
  6. Endurskoðaðir og samþykktir ársreikningar hafa ekki verið sendir ársreikningaskrá fyrir þrjú síðustu reikningsár, sbr. ákvæði laga um ársreikninga um skil á ársreikningum.

Þegar félagsslit eru ákveðin skv. 1. og 5. lið hér að ofan getur félagsfundur annað hvort afhent félagsbúið héraðsdómara til meðferðar eða kosið skilanefnd til þess að fara með mál félagsins meðan á félagsslitum stendur.

Kosning skilanefndar

Eigi samvinnufélag fyrir öllum skuldum sínum er hægt að kjósa félaginu skilanefnd. Í skilanefnd skulu kosnir hið minnsta tveir en hið mesta fimm menn. Hið minnsta einn skilanefndarmaður skal vera héraðsdóms- eða hæstaréttarlögmaður eða löggiltur endurskoðandi. Skilanefnd skal síðan tilkynna hlutafélagaskrá ákvörðun um slit félagsins og kosningu sína og óska eftir löggildingu hlutafélagaskrár á starfi sínu. Er löggilding hefur fengist tekur skilanefnd við réttindum og skyldum félagsstjórnar og framkvæmdastjóra.

Þegar skilanefnd hefur verið löggilt, skal hún láta birta tvisvar í Lögbirtingablaði auglýsingu um félagsslitin, ásamt áskorun til lánardrottna um að þeir lýsi kröfum sínum á hendur félaginu til skilanefndar innan tveggja mánaða frá því auglýsingin birtist í fyrsta sinn.

Þegar skilanefnd hefur lokið störfum, skal hún tilkynna hlutafélagaskrá um lok starfa sinna og afhenda henni lokareikninga félagsins, úthlutunargerð, kvittanir þeirra er tóku við greiðslum og skilríki fyrir geymslureikningum, (svo og öll skjöl og bækur félagsins). Er félagið að því loknu afskráð úr hlutafélagaskrá.

Þegar skilanefnd hefur lokið störfum sínum skal hún auglýsa í Lögbirtingablaði um lok starfa sinna og hver málalok urðu.

Gjaldþrotaskipti

Félagsstjórn er skylt að afhenda bú félags til gjaldþrotaskipta eftir því sem mælt er fyrir um í ákvæðum laga um gjaldþrotaskipti en þar segir að skuldari geti krafist að bú verði tekið til gjaldþrotaskipta ef hann getur ekki staðið í fullum skilum við lánardrottna sína þegar kröfur þeirra falla í gjalddaga og ekki verður talið sennilegt að greiðsluörðugleikar hans muni líða hjá innan skamms tíma.

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Útibú erlendra félaga á Íslandi

Útibúi erlends félags verður slitið með einfaldri tilkynningu til fyrirtækjaskrár, undirritaðri af útibússtjóra.

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum