Félög til almannaheilla

Félög til almannaheilla sem starfa skv. lögum nr. 110/2021 eru skráð í almannaheillafélagaskrá Skattsins.

Félög til almannaheilla sem starfa samkvæmt ofangreindum lögum teljast þau félög sem stofnað er til eða starfrækt eru í þeim tilgangi að efla afmörkuð málefni til almannaheilla samkvæmt samþykktum sínum.

Skráning félags til almannaheilla í almannaheillafélagaskrá er valkvæð og er ætluð þeim félögum þar sem stærð, umfang eða eðli starfseminnar felur í sér þær skyldur og réttindi sem í lögunum er kveðið á um.

Athygli er vakin á að almenn félagasamtök sem þegar eru skráð í fyrirtækjaskrá geta að uppfylltum skilyrðum laganna farið fram á að samtökin verði skráð sem félag til almannaheilla í almannaheillafélagaskrá. Skal félagið þá skila inn nýjum samþykktum, tilkynningu um stjórn, varastjórn og aðra þá sem geta skuldbundið félagið. Einnig skal tilkynnt um endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtæki eða skoðunarmenn eða trúnaðarmenn úr hópi félagsmanna.

RSK 17.10 - Tilkynning um breytingu félagasamtaka í félag til almannaheilla

Sýnishorn af samþykktum fyrir félag til almannaheilla 

Skráning

Skila þarf inn stofngögnum til almannaheillafélagaskrár og greiða skráningargjald, sjá gjaldskrá.

Afgreiðslutími umsóknar um skráningu er almennt um tíu til fjórtán virkir dagar frá því að gögn eru lögð inn til almannaheillafélagaskrár séu þau fullnægjandi og greiðsla eða greiðslukvittun fylgi gögnunum. Hægt er að senda skannað eintak af stofngögnum á netfangið fyrirtaekjaskra@skatturinn.is . Ekki er nauðsynlegt að skila inn frumritum af stofngögnum.

Skylt er að skrá raunverulega eigendur félaga til almannaheilla og skal tilkynning um þá fylgja stofngögnum félagsins.

Í þeim tilvikum þar sem ekki er hægt að skrá raunverulegan eiganda lögaðila á grundvelli eignarhalds skal sá einstaklingur, einn eða fleiri, sem stjórnar starfsemi lögaðilans teljast raunverulegur eigandi. Það má skrá stjórn í heild, að hluta eða framkvæmdastjóra. Það er undir félaginu komið að meta hvaða einstaklingur það er, einn eða fleiri sem í raun stjórnar starfsemi félagsins. Þegar aðili er skráður raunverulegur eigandi á grundvelli stjórnunar þýðir það ekki að aðilinn sé „raunverulegur eigandi“ í samræmi við almenna málvenju. Félagið verður ekki talið hans eign í skilningi eignarréttar og skráningunni fylgir engin skattaleg ábyrgð eða skylda. Skráning raunverulegra eigenda felur ekki í sér aukna ábyrgð á viðkomandi einstaklinga umfram þá ábyrgð sem þegar fylgir því að starfa í félögum.

Eyðublöð og sýnishorn af nauðsynlegum stofngögnum
Tilkynning um stofnun félags til almannaheilla RSK 17.09 (Útfyllanlegt)
Tilkynning um raunverulega eigendur RSK 17.28
(Útfyllanlegt)
Samþykktir Word (Sýnishorn)
Stofnsamningur Word (Sýnishorn)
Stofnfundargerð Word (Sýnishorn)

Skráning félags til almannaheilla í almannaheillafélagaskrá leiðir ekki sjálfkrafa til þess að félagið sé jafnframt skráð eða talið uppfylla skilyrði fyrir skráningu á almannaheillaskrá, sbr. 9. tölul. 4. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt, sbr. einnig 7. tölul. A-liðar 30. gr. og 2. tölul. 31. gr. sömu laga, og er að uppfylltum skilyrðum heimilt að óska eftir slíkri skráningu sérstaklega, sjá nánar

Ítarefni

Lög

 Lög um félög til almannaheilla nr. 110/2021

Sjá nánar lög um skráningu raunverulegra eigenda nr. 82/2019

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum