Skráð trú- og lífsskoðunarfélög

Sýslumaðurinn á Norðurlandi  eystra annast skráningu og eftirlit með skráðum trúfélögum og lífsskoðunarfélögum á grundvelli laga nr. 108/1999. Hægt er nálgast nánari upplýsingar á heimasíðu sýslumanna.

Eftir að sýslumaður hefur skráð trúfélag eða lífsskoðunarfélag er sótt um kennitölu hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra með því að fylla út eyðublað 17.01 og skila inn ásamt samþykktum (lögum) félagsins, undirrituðum af stjórn og staðfestingu sýslumanns á skráningu.

Hægt er að koma með umsókn í afgreiðslu okkar, senda í pósti eða skanna inn og senda í tölvupósti á fyrirtaekjaskra@rsk.is

Allar breytingar á þegar skráðum trúfélögum og lífsskoðunarfélögum skal tilkynna til sýslumannsins á Norðurlandi eystra og í kjölfarið til fyrirtækjaskrár, tilkynningar til fyrirtækjaskrár þurfa að vera staðfestar af sýslumanni.

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?


Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum