Innheimtukostnaður

Við vanskilainnheimtu leggur innheimtumaður ríkissjóðs út fyrir ýmsum kostnaði við innheimtuaðgerðir. Innheimtukostnaðurinn leggst við skuldir gjaldanda. Fjárhæðirnar eru ákveðnar í lögum eða gjaldskrám. Þó krafa falli niður við skattbreytingu verður gjaldandi alltaf að greiða útlagðan kostnað við innheimtu. Kostnaðurinn fellur á kröfuna við móttöku sýslumanns og héraðsdóms á beiðnum um innheimtuaðgerðir.

 GjaldFjárhæð Athugasemd 
 Kostnaður vegna sérstakrar greiðsluáskorunar--Sjá: gjaldskrá fyrir stefnuvotta
 Beiðni um aðfararheimild hjá héraðsdómi20.000 kr. 
 Fjárnámsbeiðni til sýslumanns13.000 kr. Fyrir hvert fjárnám
 Nauðungarsölubeiðni fasteignar40.000 kr. 
 Nauðungarsölubeiðni lausafjár13.000 kr. 
 Kostnaður vegna beiðni um gjaldþrotaskipti20.000 kr. 

Athugið að upphæðir nefndar hér að ofan gætu hafa breyst, nýjustu upphæðir er að finna í gjaldskrám:

Upplýsingar um gjaldtöku dómstóla.
Upplýsingar um gjaldtöku sýslumanna.

Auk kostnaðar við innheimtuaðgerðir leggjast dráttarvextir á vanskilakröfur.

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Lög um aukatekjur ríkissjóðs
Lög nr. 150/2019 um innheimtu opinberra skatta og gjalda

Síðast yfirfarið / breytt febrúar 2020

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum