Allir skattar og gjöld

Skattar og gjöld

Aðflutningsgjöld, staðgreitt í tolli (TC)

Hægt er að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Það er meginregla að sá sem flytur vöru til landsins skal greiða af henni aðflutningsgjöld (tolla, virðisaukaskatt og ýmis önnur gjöld) nema annað sé tekið fram í tollskrá eða lögum.

Ekki má afhenda vöru nema aðflutningsgjöld hafi verið greidd.

Vanskil

Heimilt er að stöðva tollafgreiðslu innflytjanda ef hann er í vanskilum með aðflutningsgjöld, dráttarvexti og annan kostnað.

Aðflutningsgjöld eru tryggð með lögveði í innfluttri vöru.

Lög og reglur

Tollalög nr. 88/2005

Áfengisgjald (AF og AI)

Hægt er að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Áfengisskýrslum skal skilað samhliða greiðslu.

Áfengisgjald skiptist í:

  • Áfengisgjald af innlendri framleiðslu
  • Áfengisgjald af innflutningi

Áfengisgjald af innlendri framleiðslu (AF)

Uppgjörstímabil, gjalddagar og eindagar

Hvert uppgjörstímabil vegna innlendrar framleiðslu er einn mánuður, frá 1. hvers mánaðar til loka hans.

Gjalddagi er annar virkur dagur eftir lok uppgjörstímabils. Þá skal gjaldandi ótilkvaddur greiða innheimtumanni ríkissjóðs áfengisgjald ásamt því að skila inn þar til gerðri áfengisgjaldsskýrslu. Gjalddagi og eindagi er sá sami.

Beri lögbundinn gjalddaga upp á helgidag færist gjalddagi á næsta virka dag.

Dráttarvextir og álag

Ef ekki er greitt á gjalddaga skal aðili sæta álagi til viðbótar því gjaldi sem honum ber að standa skil á. Álag er 1% fyrir hvern byrjaðan dag eftir gjalddaga, þó ekki hærra en 10%. Auk þess reiknast dráttarvextir frá gjalddaga hafi ekki verið greitt innan mánaðar frá gjalddaga.

Vanskil

Sé gjald ekki greitt á gjalddaga er framleiðanda synjað um frekari greiðslufrest á meðan vanskil vara.

Ef um er að ræða ítrekuð eða stórfelld vanskil á greiðslu áfengisgjalds, álags eða dráttarvaxta getur Ríkisskattstjóri án fyrirvara látið stöðva tollafgreiðslu á öðrum vörum til gjaldanda eða látið lögreglu stöðva atvinnurekstur hans.
Nánari upplýsingar um innheimtuaðgerðir

Áfengisgjald af innflutningi skráðra aðila (AI)

Heimilt er að veita gjaldfrest á áfengisgjaldi í einn mánuð. Greiðslufrestur er ekki veittur til annarra en skráðra áfengisinnflytjenda.

Uppgjörstímabil, gjalddagar og eindagar

Hvert uppgjörstímabil vegna innflutnings er einn mánuður, frá 1. hvers mánaðar til loka hans. Gjalddagi er annar virkur dagur eftir lok uppgjörstímabils. Gjalddagi og eindagi er sá sami.

Beri lögbundinn gjalddaga upp á helgidag færist gjalddagi á næsta virka dag.

Dráttarvextir

Ef ekki er greitt á gjalddaga skal aðili sæta álagi til viðbótar því gjaldi sem honum ber að standa skil á. Álag er 1% fyrir hvern byrjaðan dag eftir gjalddaga, þó ekki hærra en 10%. Auk þess reiknast dráttarvextir frá gjalddaga hafi ekki verið greitt innan mánaðar frá gjalddaga.

Vanskil

Sé gjald ekki greitt á gjalddaga er innflytjanda synjað um frekari greiðslufrest á meðan vanskil vara.

Ef um er að ræða ítrekuð eða stórfelld vanskil á greiðslu áfengisgjalds, álags eða dráttarvaxta getur ríkisskattstjóri án fyrirvara látið stöðva tollafgreiðslu á öðrum vörum til gjaldanda eða látið lögreglu stöðva atvinnurekstur hans.
Nánari upplýsingar um innheimtuaðgerðir

Lög og reglur

Lög nr. 96/1995, um gjald af áfengi og tóbaki
Reglugerð nr. 505/1998, um áfengisgjald

Bifreiðagjald (BK)

Greiðsluseðlar eru sendir út við álagningu 1. janúar og 1. júlí.

Ef ekki er greitt samkvæmt útsendum greiðsluseðlum er hægt að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Uppgjörstímabil, gjalddagar og eindagar

Bifreiðagjald er greitt tvisvar á ári. Gjalddagi fyrra tímabils (1. janúar - 30. júní) er 1. janúar og eindagi 15. febrúar. Gjalddagi seinna tímabils (1. júlí - 31. desember) er 1. júlí og eindagi 15. ágúst. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga ef greitt er eftir eindaga.

Beri lögbundinn gjalddaga upp á helgidag færist gjalddagi á næsta virkan dag.

Niðurfellingar

Niðurfelling eða leiðrétting á bifreiðagjaldi fer fram hjá ríkisskattstjóra.

Þó er þeim sem njóta örorkubóta/umönnunarbóta og telja sig eiga rétt á niðurfellingu bifreiðagjalds bent á að hafa samband við fulltrúa Tryggingastofnunar sem síðan sendir upplýsingar til ríkisskattstjóra um rétt til niðurfellingar.

Úrvinnslugjald

Frá 1. janúar 2003 var úrvinnslugjald lagt á allar bifreiðar nýrri en 15 ára. Úrvinnslugjald er lagt á allar bifreiðar og engar undanþágur eru veittar frá gjaldskyldunni. Gjaldskylda fellur niður frá og með upphafi fyrsta gjaldtímabils eftir að greitt hefur verið úrvinnslugjald af ökutækinu í full 15 ár og fyrir bifreiðar sem eru eldri en 25 ára í upphafi gjaldárs. Samgöngustofa greiðir út skilagjald þegar bifreið er afskráð og henni skilað til förgunar.

Eigendaskipti

Við eigendaskipti bifreiðar er bifreiðagjald endurgreitt til seljanda í hlutfalli við þann tíma sem eftir er af gjaldtímabilinu og flyst gjaldskylda jafnframt frá þeim tíma yfir á kaupanda vegna þess sem eftir er af gjaldtímabilinu, með eindaga 15 dögum síðar. Miðað er við skráða dagsetningu eigendaskipta í ökutækjaskrá Samgöngustofu.

Óheimilt er að skrá eigendaskipti að bifreið nema gjaldfallið bifreiðagjald hafi verið greitt. Ef tilkynnt er um eigendaskipti án greiðslu bifreiðagjalds fara eigendaskipti í bið.

Með því að skrá inn dagsetningu eigendaskipta í reiknivél bifreiðagjalds er hægt að sjá skiptingu gjaldsins milli seljanda og kaupanda.

Vanskil

Heimild er fyrir afklippingum skráningarnúmera vegna vanskila á bifreiðagjaldi, samanber 5. grein laga númer 39/1988.
Nánari upplýsingar um innheimtuaðgerðir

Lög og reglur

Lög um bifreiðagjald

Reglugerð um úrvinnslugjald

Erfðafjárskattur (EF)

Ef ekki er greitt inn á reikning sýslumanns er hægt að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Vinsamlegast tilgreinið kennitölu dánarbús sem tilvísun með greiðslum sem lagðar eru inn á reikninginn.

Gjalddagar og eindagar

Gjalddagi er tíu dögum eftir að sýslumaður tilkynnir erfingjum um áritun erfðafjárskýrslu. Eindagi er mánuði eftir gjalddaga. Ef erfðafjárskattur er hækkaður fellur viðbótarfjárhæðin í gjalddaga tíu dögum eftir að gjaldanda var tilkynnt um hækkunina.

Dráttarvextir

Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga ef ekki er greitt innan mánaðar frá gjalddaga.

Innheimta

Erfingjar eru ábyrgir fyrir greiðslu erfðafjárskatts, einn fyrir alla og allir fyrir einn, þannig að hægt er að ganga að hverjum þeirra sem er til innheimtu allrar skuldarinnar, sbr. 3. mgr. 15. gr. laga um erfðafjárskatt.

Vanskil

Nánari upplýsingar um innheimtuaðgerðir

Lög og reglur

Lög nr. 14/2004 um erfðafjárskatt

Eftirlitsgjald áfengisleyfa (AL)

Ef ekki er greitt samkvæmt útsendum greiðsluseðlum er hægt að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Vinsamlegast setjið tilvísunina AL með greiðslum sem lagðar eru inn á reikninginn.

Þeir sem hafa leyfi til innflutnings og heildsölu með áfengi og tóbak þurfa að greiða árlegt eftirlitsgjald fyrir áfengisleyfi að fjárhæð 11.000 kr. Framleiðendur áfengis þurfa einnig að greiða árlegt eftirlitsgjald að fjárhæð 107.000 kr.

Lög og reglur

Lög um aukatekjur ríkissjóðs nr. 88/1991

Reglugerð um framleiðslu, innflutning og heildsölu áfengis í atvinnuskyni nr. 828/2005

Eftirlitsgjald Fjármálaeftirlits (FE)

Hægt er að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Vinsamlegast setjið tilvísunina FE með greiðslum sem lagðar eru inn á reikninginn.

Uppgjörstímabil, gjalddagar og eindagar

Uppgjörstímabil eru þrjú á ári. Gjalddagi fyrsta tímabilsins er 1. febrúar og eindagi 15. febrúar. Gjalddagi annars tímabilsins er 1. maí og eindagi 15. maí. Gjalddagi þriðja tímabilsins er 1. september og eindagi 15. september.

Uppgjörstímabil Gjalddagi Eindagi
01 1. febrúar 15. febrúar
02 1. maí 15. maí
03 1. september 15. september

Ákveðnar undantekningar eru þó frá þessari greiðsluskiptingu. Nemi álagt eftirlitsgjald 300.000 kr. eða lægri fjárhæð er það innheimt í einni greiðslu 1. febrúar. Sama gildir um eftirlitsgjald á fjármálafyrirtæki sem stýrð eru af slitastjórn eða bráðabirgðastjórn skv. lögum um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002.

Dráttarvextir

Sé eftirlitsgjald greitt eftir eindaga hverrar greiðslu reiknast dráttarvextir á greiðsluna frá gjalddaga í samræmi við vaxtalög.

Innheimta

Fjármálaeftirlitið innheimtir gjaldið.

Vanskil

Heimilt er að afturkalla starfsleyfi eftirlitsskylds aðila vanræki hann að greiða gjaldið, enda séu liðnir sex mánuðir frá fyrsta gjalddaga í vanskilum.

Lög og reglur

Lög nr. 99/1999 um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi

Eftirlitsgjöld v/geislavarna (EG)

Hægt er að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Vinsamlegast setjið tilvísunina EG með greiðslum sem lagðar eru inn á reikninginn.

Uppgjörstímabil, gjalddagar og eindagar

Greiða skal eftirlitsgjald samkvæmt gjaldskrá frá ráðherra. Leyfis- og eftirlitsgjöld falla í gjalddaga við útgáfu reiknings með eindaga 30 dögum síðar.

Dráttarvextir

Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga sé gjaldið ekki greitt á eindaga.

Lög og reglur

Lög nr. 44/2002 um geislavarnir

Gjaldskrá Geislavarna ríkisins birt í B-deild stjórnartíðinda

Endurgreiðsla virðisaukaskatts (VA-H)

Hægt er að fá endurgreitt með innleggi í banka. Nánari upplýsingar fást hjá Ríkisskattstjóra í síma 442-1000 eða á netfangi innheimta[hja]skatturinn.is .

Ef endurgreiða þarf ofgreiðslur er hægt að greiða inn á reikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Senda þarf skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Eigendur íbúðarhúsnæðis geta fengið endurgreiddan hluta virðisaukaskatts vegna vinnu á byggingarstað íbúðarhúsnæðis. Umsóknir um endurgreiðslur ásamt reikningum og greiðslukvittunum eru sendar til ríkisskattstjóra. Eyðublað RSK 10.18 er vegna endurbóta og viðhalds, og RSK 10.19 er vegna nýbygginga á íbúðarhúsnæði.

Sjá einnig:
Um virðisaukaskatt og endurgreiðslu

Uppgjörstímabil, gjalddagar og eindagar

Uppgjörstímabil eru sex á ári, tveir mánuðir í senn. Umsóknir vegna endurbóta og viðhalds eru afgreiddar í þeirri röð sem þær berast ríkisskattstjóra. Umsóknir vegna nýbygginga eru afgreiddar á almennum gjalddögum virðisaukaskatts; 5. apríl (janúar / febrúar), 5. júní (mars / apríl), 5. ágúst (maí / júní), 5. október (júlí / ágúst), 5. desember (september / október) og 5. febrúar (nóvember / desember).

Dráttarvextir

Hafi inneign ekki verið endurgreidd innan mánaðar reiknast inneignarvextir frá gjalddaga.
Dráttarvextir reiknast á ofgreiðslur.

Vanskil

Hefðbundnar innheimtuaðgerðir eru vegna ofgreiðslna.
Nánari upplýsingar um vanskil

Endurgreiðsla v/ 18. gr. og ofgreiðslu (SM)

Ríkisskattstjóri getur endurgreitt afdregna staðgreiðslu vegna sérstakra aðstæðna gjaldanda hafi gjaldandi sannanlega greitt hærri staðgreiðslu en honum bar miðað við væntanlega álagða skatta og gjöld, sbr. 18. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda. Sjá nánar hér

Innheimtumenn ríkissjóðs sjá um að skuldajafna og/eða endurgreiða viðkomandi inneign eftir að úrskurður ríkisskattstjóra liggur fyrir.

Umsókn og umsóknarfrestur

Hægt er að sækja um endurgreiðslu staðgreiðslu á eyðublaðinu RSK 5.09 á tímabilinu 1. október til 1.mars.

Lög og reglur

Lög nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda.

Fjármagnstekjuskattur (FT)

Hægt er að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Skilagreinum skal skilað samhliða greiðslu.

 

Skilaskyldir aðilar á staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts skulu greiða afdregna staðgreiðslu ársfjórðungslega, þ.e. janúar-mars, apríl-júní, júlí-september og október-desember ár hvert. Skilagreinum skal skilað rafrænt á þjónustuvef ríkisskattstjóra, www.skattur.is, með aðallykli lögaðila eða skilalykli fagaðila. Gildir þetta eingöngu um afdregna staðgreiðslu en ekki greiðslu fjármagnstekjuskatts af eigin tekjum. 

Nánari upplýsingar og leiðbeiningar um fjármagnstekjuskatt

 

Uppgjörstímabil, gjalddagar og eindagar

Greiðslutímabil er þrír mánuðir, þ.e. janúar-mars, apríl-júní, júlí-september og október-desember. Gjalddagar eru 20. apríl, 20. júlí, 20. október og 20. janúar og er eindagi 15 dögum síðar.

Dráttarvextir og álag

Ef ekki hefur verið greitt á eindaga reiknast álag á höfuðstól, 1% fyrir hvern dag eftir eindaga, þó aldrei hærra en 10%. Ef ekki er greitt á 1. degi næsta mánaðar eftir eindaga reiknast dráttarvextir frá gjalddaga.

Vanskil

Auk hefðbundinna innheimtuaðgerða er heimilt að stöðva atvinnurekstur vegna skuldar í afdregnum fjármagnstekjuskatti.

Nánari upplýsingar um vanskil

Lög og reglur

Lög nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur
Lög nr. 90/2003, um tekjuskatt

Fjársýsluskattur (SF)

Hægt að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Gjaldflokkurinn inniheldur álag á laun og þóknanir þeirra stofnana sem tilgreindar eru í lögum og falla undir skattskylda aðila.

Uppgjörstímabil, gjalddagar og eindagar

Gjalddagi er fyrsti dagur hvers mánaðar, eindagi er fjórtán dögum síðar (virkur dagur).

Dráttarvextir

Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga.

Vanskil

Heimilt er að stöðva atvinnurekstur vegna skulda á fjársýsluskatti.

Fésekt ársreikningaskrár RSK (ZA)

Hægt er að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Álagning fésektar

Skila skal ársreikningi til ársreikningaskrár ríkisskattstjóra í seinasta lagi 31. ágúst ár hvert fyrir árið á undan. Sé ársreikningi ekki skilað sendir ársreikningaskrá áskorun til félags um að skila inn ársreikningi. Sé ekki brugðist við áskorun er lögð fésekt á félagið sem nemur 600.000 kr. Sektarfjárhæðin lækkar um 90% sé skilað innan 30 daga frá dagsetningu sektarákvörðunar, 60% lækkun ef ársreikningi er skilað innan tveggja mánaða og 40% lækkun ef skilað er innan þriggja mánaða frá dagsetningu sektarákvörðunar en ef er skilað eftir að þrír mánuðir eru liðnir stendur sektarfjárhæðin óbreytt í 600.000. kr.

Innheimta

Ríkisskattstjóri annast innheimtu fésektarinnar.

Vanskil

Nánari upplýsingar um innheimtuaðgerðir

Lög og reglur

Lög nr. 3/2006 um ársreikninga

Reglugerð nr. 664/2008 um ársreikningaskrá, skil og birtingu ársreikninga

Gistináttaskattur (GN)

Hægt er að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Í þennan gjaldflokk er færður gistináttaskattur fyrir hverja selda gistináttaeiningu.

Uppgjörstímabil og gjalddagar

Gjalddagi er 5. dagur annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.

Uppgjörstímabil eru þau sömu og uppgjörstímabil í virðisaukaskatti, janúar - febrúar, mars - apríl, maí - júní, júlí - ágúst, september - október, nóvember - desember.

Dráttarvextir og álag- eindagi

Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga sé ekki greitt innan mánaðar frá gjalddaga. Sé gistináttaskatti ekki skilað á réttum tíma skal skattskyldur aðili sæta álagi til viðbótar skatti samkvæmt skýrslu um fjölda seldra gistináttaeininga. Álag er eitt prósent af þeirri fjárhæð sem vangreidd er fyrir hvern byrjaðan dag eftir gjalddaga, þó verður það ekki hærra en tíu prósent.

Vanskil

Heimilt er að stöðva atvinnurekstur vegna skulda á gistináttaskatti.

Gjöld Þjóðskrár (FM)

Hægt er að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Vinsamlegast setjið tilvísunina FM með greiðslum sem lagðar eru inn á reikninginn.

Vanskil

Nánari upplýsingar um innheimtuaðgerðir

Greiðslufrestur í tolli (KA)

Á árinu 2016 voru tímabundið í gildi lengri greiðslufrestir (fleiri gjalddagar) á aðflutningsgjöldum, sbr. ákvæði til bráðabirgða nr. XIV við Tollalög nr. 88/2005. Þær reglur féllu úr gildi þann 31. desember 2016.

Frá og með 1. janúar 2017 tóku fyrri reglur um uppgjörstímabil og gjalddaga aðflutningsgjalda gildi (TA gjald).

Ef ekki er greitt samkvæmt útsendum greiðsluseðlum er hægt að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Heimild til greiðslufrests í tolli

Aðilar sem skráðir eru á virðisaukaskattsskrá skulu njóta greiðslufrests á aðflutningsgjöldum.

Uppgjörstímabil, gjalddagar og eindagar

Samkvæmt bráðabirgðaákvæði í tollalögum nr. 88/2005 verða uppgjörstímabil aðflutningsgjalda á árinu 2016 eins og hér greinir:

Uppgjörstímabil er tveir mánuðir og gjalddagi fyrri helmings af gjöldunum er 15. dagur næsta mánaðar eftir lok uppgjörstímabils en gjalddagi síðari helmingsins er 5. dagur annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.

Uppgjörstímabil Gjalddagi

Mars og apríl (Fyrri helmingur)

Mars og apríl (Seinni helmingur)

15. maí

5. júní

Maí og júní (Fyrri helmingur)

Maí og júní (Seinni helmingur)

15. júlí

5. ágúst

Júlí og ágúst (Fyrri helmingur)

Júlí og ágúst (Seinni helmingur)

15. september

5. október

September og október (Fyrri helmingur)

September og október (Seinni helmingur)

15. nóvember

5. desember

Nóvember og desember (Fyrri helmingur)

Nóvember og desember (Seinni helmingur)

15. janúar

5. febrúar

Gjalddagi og eindagi er sá sami, það er 15. dagur næsta mánaðar eftir lok uppgjörstímabils fyrir fyrri helming gjaldanna og 5. dagur annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils fyrir síðari helming gjaldanna. Beri lögbundinn gjalddaga upp á helgidag færist gjalddagi á næsta virka dag.

Dráttarvextir

Dráttarvextir reiknast frá og með gjalddaga.

Vanskil

Sé gjald ekki greitt á gjalddaga er innflytjanda synjað um frekari greiðslufrest á meðan vanskil vara. Heimilt er að stöðva tollafgreiðslu innflytjanda ef hann er í vanskilum með aðflutningsgjöld, dráttarvexti og annan kostnað.

Tollalög nr. 88/2005

Hér eru nánari upplýsingar um innheimtuaðgerðir

Greiðslufrestur í tolli (TA)

Ef ekki er greitt samkvæmt útsendum greiðsluseðlum er hægt að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Heimild til greiðslufrests í tolli

Aðilar sem skráðir eru á virðisaukaskattsskrá skulu njóta greiðslufrests á aðflutningsgjöldum ef þeir eru í skilum við ríkissjóð. Réttur til greiðslufrests tekur til aðflutningsgjalda af vörum sem eru fluttar inn í atvinnuskyni.

Uppgjörstímabil, gjalddagar og eindagar

Þegar greiðslufrestur er veittur er hvert uppgjörstímabil tolls og annarra aðflutningsgjalda tveir mánuðir, janúar og febrúar, mars og apríl, maí og júní, júlí og ágúst, september og október og nóvember og desember.

Uppgjörstímabil er tveir mánuðir og gjalddagi er 15. dagur næsta mánaðar.

Uppgjörstímabil Gjalddagi
Janúar og febrúar 15. mars
Mars og apríl 15. maí
Maí og júní 15. júlí
Júlí og ágúst 15. september
September og október 15. nóvember
Nóvember og desember 15. janúar næsta árs

Gjalddagi og eindagi er sá sami, það er 15. dagur næsta mánaðar eftir lok uppgjörstímabils. Beri lögbundinn gjalddaga upp á helgidag færist gjalddagi á næsta virka dag.

Heimild til að fresta gjalddaga skuldfærðs virðisaukaskatts

Ríkisskattstjóra er heimilt, á grundvelli umsóknar, að fresta gjalddaga skuldfærðs virðisaukaskatts fram að uppgjöri virðisaukaskatts fyrir sama uppgjörstímabil, samanber 1. og 2. mgr. 24. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, enda sé aðili að jafnaði með lægri útskatt en innskatt þar sem verulegur hluti veltunnar er undanþeginn virðisaukaskatti samkvæmt. 1. mgr. 12. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Heimild, útgefin af ríkisskattstjóra, skal gilda í 12 mánuði í senn.

Frestun gjalddaga skuldfærðs virðisaukaskatts er einnig heimil, á grundvelli umsóknar, vegna innflutnings aðila á vörum sem verða nýttar við samningsbundna uppbyggingu varanlegra rekstrarfjármuna sem notaðir verða til að afla tekna í atvinnurekstri.

Frestun gjalddagans á einungis við um virðisaukaskattinn en greiða þarf aðra skatta á réttum gjalddögum.

Dráttarvextir

Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga.

Vanskil

Tollstjóri synjar þeim sem nýtur heimildar til skuldfærslu aðflutningsgjalda um frekari greiðslufrest á aðflutningsgjöldum ef hann gerir ekki skil á þeim á tilskildum tíma. Jafnframt er tollstjóra heimilt að synja um frekari greiðslufrest ef sá sem hans nýtur gerir ekki skil á öðrum ríkissjóðsgjöldum en aðflutningsgjöldum á tilskildum tíma. Heimilt er að stöðva tollafgreiðslu innflytjanda ef hann er í vanskilum með aðflutningsgjöld, dráttarvexti og annan kostnað.

Hér eru nánari upplýsingar um innheimtuaðgerðir

Lög og reglur

Tollalög nr. 88/2005

Lög nr. 50/1988, um virðisaukaskatt

Jarðarafgjöld (JA)

Ef ekki er greitt samkvæmt útsendum greiðsluseðlum er hægt að leggja inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Jarðarafgjald er gjald sem er greitt fyrir ábúð og leigu ríkisjarða.

Gjalddagar og eindagar

Gjalddagi allra samninga er 15. mars ár hvert og eindagi er ákvarðaður í samningi.

Dráttarvextir

Samkvæmt lögum er jarðeiganda heimilt að krefjast dráttarvaxta skv. lögum nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu hafi ábúandi ekki gert skil á jarðarafgjaldi innan 30 sólarhringa frá gjalddaga. Um annað getur þó verið samið í samningi jarðareiganda við ábúanda.

Lög og reglur

Ábúðarlög nr. 80/2004

Kílómetragjald og sérstakt kílómetragjald (BÞ)

Hægt er að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Uppgjörstímabil, gjalddagar og eindagar

Uppgjörstímabil eru tvö á ári. Eigandi eða umráðamaður ökutækis á kílómetragjaldi skal mæta með ökutækið til álesturs tvisvar á ári, 1.–15. júní og 1.–15. desember. Gjalddagar eru 1. janúar og 1. júlí ár hvert og eindagar 15. febrúar og 15. ágúst. Ef ekki er greitt á eindaga reiknast dráttarvextir frá gjalddaga.

Álestrartímabil Gjalddagi Eindagi
01 1. júní - 15. júní 1. júlí 15. ágúst
02 1. desember – 15.desember 1. janúar 15. febrúar

Innheimta og vanskil

Auk hefðbundinna innheimtuúrræða fylgir kílómetragjaldi og sérstöku kílómetragjaldi lögveð í þeirri bifreið sem gjöldin eru lögð á. Lögveð vegna kílómetragjalds fylgir ökutækinu í fjögur ár frá gjalddaga. Heimilt er að fjarlægja skráningarnúmer bifreiða ef kílómetragjald er ekki greitt. Óheimilt er að skoða ökutæki ef vanskil er í kílómetragjaldi.
Nánari upplýsingar um innheimtuaðgerðir

Lög og reglur

Lög nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald o.fl.

Reglugerð nr. 274/2006, um skilyrði undanþágu frá greiðslu olíugjalds og um greiðslu sérstaks kílómetragjalds

Reglugerð nr. 599/2005, um ökumæla, verkstæði, álestraraðila og eftirlitsaðila kílómetragjalds 

Reglugerð nr. 751/2003, um skráningu ökutækja 

Kröfur að utan, barnabætur (UB)

Hægt er að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Vinsamlegast sendið skýringuna UB með greiðslum sem lagðar eru inn á reikninginn.

Á grundvelli Norðurlandasamnings frá 1989 um aðstoð í skattamálum, innheimtir ríkisskattstjóri skattakröfur frá hinum Norðurlöndunum, m.a. vegna ofgreiddra barnabóta.

Vanskil

Bregðist gjaldandi ekki við sérstakri greiðsluáskorun og greiðir kröfuna hefst hefðbundið innheimtuferli eins og um íslenska skattkröfu væri að ræða.
Nánar um innheimtuaðgerðir

Lög og reglur

Samningur frá 1989 milli Norðurlanda um aðstoð í skattamálum

Lög nr. 46/1990, um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Norðurlanda um aðstoð í skattamálum.

Kröfur að utan, bifreiðagjöld (UK)

Hægt er að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Vinsamlegast sendið skýringuna UK með greiðslum sem lagðar eru inn á reikninginn.

Á grundvelli Norðurlandasamnings frá 1989 um aðstoð í skattamálum, innheimtir ríkisskattstjóri skattakröfur frá hinum Norðurlöndunum, m.a. vegna bifreiðagjalda í vanskilum.

Vanskil

Bregðist gjaldandi ekki við sérstakri greiðsluáskorun og greiðir kröfuna hefst hefðbundið innheimtuferli eins og um íslenska skattkröfu væri að ræða.
Nánar um innheimtuaðgerðir

Lög og reglur

Samningur frá 1989 milli Norðurlanda um aðstoð í skattamálum

Lög nr. 46/1990, um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Norðurlanda um aðstoð í skattamálum.

Kröfur að utan, launagreiðandi (UA)

Hægt er að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Vinsamlegast sendið skýringuna UA með greiðslum sem lagðar eru inn á reikninginn.

Á grundvelli Norðurlandasamnings frá 1989 um aðstoð í skattamálum, innheimtir ríkisskattstjóri skattakröfur frá hinum Norðurlöndunum, m.a. vegna krafna á hendur launagreiðenda sem eru í vanskilum.

Vanskil

Bregðist gjaldandi ekki við sérstakri greiðsluáskorun og greiðir kröfuna hefst hefðbundið innheimtuferli eins og um íslenska skattkröfu væri að ræða.
Nánar um innheimtuaðgerðir

Lög og reglur

Samningur frá 1989 milli Norðurlanda um aðstoð í skattamálum

Lög nr. 46/1990, um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Norðurlanda um aðstoð í skattamálum.

Kröfur að utan, opinber gjöld (UL)

Hægt er að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Vinsamlegast sendið skýringuna UL með greiðslum sem lagðar eru inn á reikninginn.

Á grundvelli Norðurlandasamnings frá 1989 um aðstoð í skattamálum, innheimtir ríkisskattstjóri skattakröfur frá hinum Norðurlöndunum, m.a. vegna opinberra gjalda í vanskilum.

Vanskil

Bregðist gjaldandi ekki við sérstakri greiðsluáskorun og greiðir kröfuna hefst hefðbundið innheimtuferli eins og um íslenska skattkröfu væri að ræða.
Nánar um innheimtuaðgerðir

Lög og reglur

Samningur frá 1989 milli Norðurlanda um aðstoð í skattamálum

Lög nr. 46/1990, um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Norðurlanda um aðstoð í skattamálum.

Kröfur að utan, tollagjöld (UT)

Hægt er að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Vinsamlegast sendið skýringuna UT með greiðslum sem lagðar eru inn á reikninginn.

Á grundvelli Norðurlandasamnings frá 1989 um aðstoð í skattamálum, innheimtir ríkisskattstjóri skattakröfur frá hinum Norðurlöndunum, m.a. vegna tollagjalda í vanskilum.

Vanskil

Bregðist gjaldandi ekki við sérstakri greiðsluáskorun og greiðir kröfuna hefst hefðbundið innheimtuferli eins og um íslenska skattkröfu væri að ræða.
Nánar um innheimtuaðgerðir

Lög og reglur

Samningur frá 1989 milli Norðurlanda um aðstoð í skattamálum

Lög nr. 46/1990, um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Norðurlanda um aðstoð í skattamálum.

Kröfur að utan, tryggingagjald (UG)

Hægt er að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Vinsamlegast sendið skýringuna UG með greiðslum sem lagðar eru inn á reikninginn.

Á grundvelli Norðurlandasamnings frá 1989 um aðstoð í skattamálum, innheimtir ríkisskattstjóri skattakröfur frá hinum Norðurlöndunum, m.a. vegna tryggingagjalds í vanskilum.

Vanskil

Bregðist gjaldandi ekki við sérstakri greiðsluáskorun og greiðir kröfuna hefst hefðbundið innheimtuferli eins og um íslenska skattkröfu væri að ræða.
Nánar um innheimtuaðgerðir

Lög og reglur

Samningur frá 1989 milli Norðurlanda um aðstoð í skattamálum

Lög nr. 46/1990, um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Norðurlanda um aðstoð í skattamálum.

Kröfur að utan, virðisaukaskattur (UV)

Hægt er að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Vinsamlegast sendið skýringuna UV með greiðslum sem lagðar eru inn á reikninginn.

Á grundvelli Norðurlandasamnings frá 1989 um aðstoð í skattamálum, innheimtir ríkisskattstjóri skattakröfur frá hinum Norðurlöndunum, m.a. vegna virðisaukaskatts í vanskilum.

Vanskil

Bregðist gjaldandi ekki við sérstakri greiðsluáskorun og greiðir kröfuna hefst hefðbundið innheimtuferli eins og um íslenska skattkröfu væri að ræða.
Nánar um innheimtuaðgerðir

Lög og reglur

Samningur frá 1989 milli Norðurlanda um aðstoð í skattamálum

Lög nr. 46/1990, um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Norðurlanda um aðstoð í skattamálum.

Launaafdráttur

Hægt er að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 7649 540269-6029

Sundurliðanir skal senda án tafar til Ríkisskattstjóra á netfang 7649[hja]skatturinn.is .

Öllum launagreiðendum er skylt að kröfu innheimtumanna að halda eftir af launum til greiðslu á opinberum gjöldum starfsmanna sinna utan staðgreiðslu (eftirágreiddir skattar skv. álagningarseðli).

Skila ber greiðslum ásamt sundurliðun eigi síðar en 6 dögum eftir útborgun launa. Hægt er að senda sundurliðunarblað á 7649[hja]skatturinn.is .

Athugið að tilkynna breytingar á starfsmannahaldi til ríkisskattstjóra á ofangreint netfang.

Lög og reglur

Lög nr. 150/2019, um innheimtu opinberra skatta og gjalda 

Reglugerð nr. 240/2020, um launaafdrátt

Launagreiðendur vanskil (KV)

Hægt að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Vinsamlegast setjið tilvísunina KV með greiðslum sem lagðar eru inn á reikninginn.

Vanskil

Nánari upplýsingar um innheimtuaðgerðir

Lyfjaeftirlitsgjald (LE)

Hægt er að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Gjalddagar og eindagar

Lyfjaeftirlitsgjald er lagt á árlega eftir á. Gjalddagi skal vera 30 dögum eftir dagsetningu reiknings.

Dráttarvextir

Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga sé ekki greitt á eindaga.

Lög og reglur

Lyfjalög nr. 93/1994

Olíugjald (VD)

Hægt er að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Vinsamlegast setjið tilvísunina VD með greiðslum sem lagðar eru inn á reikninginn.

Uppgjörstímabil, gjalddagar og eindagar

Uppgjörstímabil olíugjalds er einn mánuður. Gjalddagi er 15. dagur annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils. Eindagar eru sömu og gjalddagar. Beri gjalddaga upp á helgidag eða almennan frídag færist hann yfir á næsta virka dag á eftir.

Uppgjörstímabil Gjalddagi/eindagi
01 janúar 15. mars
02 febrúar 15. apríl
03 mars 15. maí
04 apríl 15. júní
05 maí 15. júlí
06 júní 15. ágúst
07 júlí 15. september
08 ágúst 15. október
09 september 15. nóvember
10 október 15. desember
11 nóvember 15. janúar
12 desember 15. febrúar

Dráttarvextir

Sé olíugjald ekki greitt á gjalddaga skal greiða dráttarvexti frá og með gjalddaga.

Vanskil

Nánari upplýsingar um innheimtuaðgerðir

Lög og reglur

Lög nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald

Reglugerð nr. 597/2005, um framtal og skil olíugjalds

Reglugerð nr. 274/2006, um skilyrði undanþágu frá greiðslu olíugjalds og um greiðslu sérstaks kílómetragjalds 

Reglugerð nr. 283/2005, um litun á gas- og dísilolíu

Reglugerð nr. 395/2005, um endurgreiðslu 80% olíugjalds af olíu vegna rekstrar almenningsvagna í áætlunarferðum

Opinber gjöld, dreifing greiðslna (AX)

Neðangreindur reikningur er eingöngu ætlaður fyrir launagreiðendur sem greiða opinber gjöld starfsmanna:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 7649 540269-6029

Sundurliðanir skal senda til ríkisskattstjóra á netfangið 7649[hja]skatturinn.is.

Launagreiðendur eru skyldir til að halda eftir af launum launþega til greiðslu opinberra gjalda þeirra og samsköttunaraðila skv. 11. gr. laga nr. 150/2019, um innheimtu opinberra skatta og gjalda. Greiðslur frá launagreiðendum vegna launaafdráttar fara inn á gjaldflokk AX, þaðan er þeim síðan dreift á þing- og sveitarsjóðsgjöld (AB) einstakra gjaldenda.

Reikningar Tollstjóra (RC)

Ef ekki er greitt samkvæmt útsendum greiðsluseðlum er hægt að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Reikningar Tollstjóra eru m.a. gefnir út vegna námskeiða sem haldin eru í Tollskóla ríkisins, farmverndarinnsigla, leyfisgjalda sem lögð eru á bílaleigur, vinnu tollvarða utan afgreiðslutíma, bráðabirgðatollafgreiðslu, tolleftirlits með förgun á vöru og eftirlits með fríhöfn.

Lög og reglur

Lög nr. 29/1993 um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.

Tollalög nr. 88/2005

Gjaldskrá fyrir innheimtu þjónustugjalda vegna tollafgreiðslu, tolleftirlits o.fl.

Skattsektir skattrannsóknarstjóra (ZR)

Hægt er að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Skattrannsóknarstjóra er heimilt að ákveðnum skilyrðum uppfylltum að gefa aðila kost á að ljúka refsimeðferð máls vegna brota á tekjuskattslögum, virðisaukaskattslögum og staðgreiðslulögum, með því að greiða sekt til ríkissjóðs. Ef mál telst að fullu upplýst og brot varða ekki hærri sektarfjárhæð en 6 milljónum króna getur skattrannsóknarstjóri boðið sakborningi að ljúka málinu með sekt.

Vanskil

Nánari upplýsingar um innheimtuaðgerðir

Lög og reglur

Lög nr. 90/2003, um tekjuskatt

Lög nr. nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda

Lög nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.

Skattsektir yfirskattanefndar (YS)

Hægt er að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Yfirskattanefnd úrskurðar um sektir vegna brota á skattalögum og/eða lögum um bókhald og lögum um ársreikninga í málum sem skattrannsóknarstjóri vísar til nefndarinnar.

Samkvæmt lögum um breytingu á lögum er varða rannsókn og saksókn skattalagabrota (tvöföld refsing, málsmeðferð), nr. 29/2021 leggur yfirskattanefnd ekki lengur á sektir vegna skattalagabrota heldur er hlutverk hennar að úrskurða um kærur vegna ákvörðunar skattrannsóknarstjóra.

Vanskil

Nánari upplýsingar um innheimtuaðgerðir

Lög og reglur

Lög nr. 90/2003, um tekjuskatt

Lög nr. 30/1992, um yfirskattanefnd

Lög nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda

Lög nr. 50/1988, um virðisaukaskatt

Skilagjald á einnota umbúðir (SU)

Hægt er að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Skila þarf inn skilagjaldsskýrslu (TS-101) og senda afrit af henni til Endurvinnslunnar hf.

Uppgjörstímabil, gjalddagar og eindagar

Uppgjörstímabil eru sex á ári, tveir mánuðir í senn. Gjalddagi og eindagi er sá sami, 28. dagur annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils. Beri gjalddaga upp á helgidag eða almennan frídag, færist gjalddagi á næsta virka dag.

Uppgjörstímabil Gjalddagi/eindagi
01 janúar - febrúar 28. apríl
02 mars - apríl 28. júní
03 maí - júní 28. ágúst
04 júlí - ágúst 28. október
05 september - október 28. desember
06 nóvember - desember 28. febrúar

Dráttarvextir og álag

Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga ef ekki er greitt innan mánaðar frá gjalddaga. Ef ekki er greitt á gjalddaga skal aðili sæta álagi til viðbótar því gjaldi sem honum ber að standa skil á. Sama gildir ef skilagjaldsskýrslu hefur ekki verið skilað eða henni er ábótavant og skilagjald því áætlað. Álag er 1% af þeirri upphæð sem vangreidd er fyrir hvern byrjaðan dag eftir gjalddaga, þó ekki hærra en 10%.

Vanskil

Nánari upplýsingar um innheimtuaðgerðir

Lög og reglur

Lög nr. 52/1989, um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur.

Reglugerð nr. 750/2017, um söfnun, endurvinnslu og skilagjald á einnota umbúðir fyrir drykkjarvörur 

Skilagjald ökutækja (BS)

Samgöngustofa, skoðunarstöðvar eða innheimtumenn ríkissjóðs greiða út skilagjald þegar bifreið er afskráð og henni skilað til förgunar. Frá skilagjaldinu dragast frá opinber gjöld sem hvíla á bifreiðinni.

Skilagjaldið er að fjárhæð kr. 20.000 (árið 2015).

Lög og reglur

Lög nr. 162/2002, um úrvinnslugjald

Reglugerð nr. 1124/2005, um úrvinnslugjald.

Skipagjöld (KS)

Ef ekki er greitt samkvæmt útsendum greiðsluseðlum er hægt að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Gjalddagar og eindagar

Gjald miðast við skráningu 1. janúar ár hvert og er gjalddagi 1. apríl og eindagi 15. maí ár hvert. Við eigendaskipti ber fyrri eigandi ábyrgð á gjaldinu þar til umskráning hefur farið fram.

Vanskil

Skipagjöldum fylgir lögveð í skipi í tvö ár frá því gjald var kræft samanber 2. gr. laga nr. 3/2021.
Nánari upplýsingar um vanskil.

Lög og reglur

Lög nr. 3/2021, um skipagjald
Lög nr. 132/1999, um vitamál
Reglugerð nr. 587/2002, um gjöld fyrir skoðun, skráningu, mælingu skipa o.fl.

Skipulagsgjald (HB)

Ef ekki er greitt samkvæmt útsendum greiðsluseðlum er hægt að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Skipulagsgjald er greitt í eitt skipti og nemur 0,3% af brunabótamati hverrar húseignar. Nýbygging telst hvert nýreist hús sem virt er til brunabóta, svo og viðbyggingar við eldra hús ef virðingarverð hinnar nýju viðbyggingar nemur a.m.k. 1/5 af verði eldra hússins. Skipulagsgjald af mannvirkjum sem ekki eru virt til brunabóta nemur 0,3% af stofnverði þeirra. Af mannvirkjum sem ekki eru háð byggingarleyfi er ekki greitt skipulagsgjald.

Gjalddagi og eindagi

Skipulagsgjald fellur í gjalddaga þegar brunabótavirðing hefur farið fram eða stofnverð tilkynnt og Fasteignamat ríkisins hefur tilkynnt innheimtumanni ríkissjóðs þær fjárhæðir. Eindagi er mánuði síðar.

Innheimta

Sýslumaður innheimtir skipulagsgjald af húsbyggingum og öðrum gjaldskyldum mannvirkjum í lögsagnarumdæmi sínu. Í umdæmi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu annast ríkisskattstjóri innheimtuna. Gjaldið má innheimta með fjárnámi.

Vanskil

Gjaldinu fylgir lögveð í eigninni og gengur það fyrir öllum öðrum veðböndum er á henni hvíla, samanber 3. mgr. 17. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010. Krefjast má nauðungarsölu á eigninni án undangengins dóms, sáttar eða fjárnáms.
Nánari upplýsingar um vanskil

Lög og reglur

Lög nr. 123/2010, skipulagslög
Reglugerð nr. 737/1997, um skipulagsgjald

Staðgreiðsla, launagreiðandi (SK)

Ef ekki er greitt samkvæmt útsendum gíróseðlum er hægt að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0001 26 25111 540269-6459

Launagreiðanda ber að skila mánaðarlega afdreginni staðgreiðslu opinberra gjalda launþega og tryggingagjaldi af launagreiðslum. Sama gildir um staðgreiðslu af reiknuðu endurgjaldi. Fylla þarf út skilagrein RSK 5.12 mánaðarlega og skila til ríkisskattstjóra ásamt sundurliðun RSK 5.06 eftir því sem við á. Einnig er hægt að skila rafrænt á vef ríkisskattstjóra. Leiðbeiningar um útfyllingu, skatthlutfall o.fl. varðandi staðgreiðslu er að finna á vef ríkisskattstjóra.

Gjalddagar og eindagar

Uppgjörstímabil er almanaksmánuður.
Gjalddagi er 1. dagur næsta mánaðar eftir lok uppgjörstímabils og eindagi 15. þess mánaðar.

Dráttarvextir og álag

Ef afdregin staðgreiðsla er ekki greidd í síðasta lagi á eindaga reiknast álag vegna vanskila samkvæmt ákvæðum 28. greinar laga um staðgreiðslu opinberra gjalda.

Það er 1% á dag fyrir hvern dag eftir eindaga, þó ekki hærra en 10% og til viðbótar álag sem er hið sama og dráttarvextir samkvæmt vaxtalögum fyrir hvern byrjaðan mánuð eftir eindaga.

Vegna vanskila á tryggingagjaldi reiknast dagvextir frá og með gjalddaga hafi eigi verið greitt á eindaga. Álag reiknast ekki á tryggingagjald.

Vanskil

Auk hefðbundinna innheimtuaðgerða er heimilt að stöðva atvinnurekstur vegna skulda á staðgreiðslu opinberra gjalda og tryggingagjalds.
Nánari upplýsingar um vanskil.

Lög og reglur

Lög nr. nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda

Reglugerð nr. 13/2003, um skil á staðgreiðslu útsvars, tekjuskatts og tryggingagjalds

Staðgreiðsla, reiknað endurgjald (SR)

Ef ekki er greitt samkvæmt útsendum gíróseðlum er hægt að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0001 26 25111 540269-6459

Launagreiðanda ber að skila mánaðarlega afdreginni staðgreiðslu opinberra gjalda launþega og tryggingagjaldi af launagreiðslum. Sama gildir um staðgreiðslu af reiknuðu endurgjaldi. Fylla þarf út skilagrein RSK 5.12 mánaðarlega og skila til ríkisskattstjóra ásamt sundurliðun RSK 5.06 eftir því sem við á. Einnig er hægt að skila rafrænt á vef ríkisskattstjóra. Leiðbeiningar um útfyllingu, skatthlutfall o.fl. varðandi staðgreiðslu er að finna á vef ríkisskattstjóra.

Gjalddagar og eindagar

Uppgjörstímabil er almanaksmánuður.
Gjalddagi er 1. dagur næsta mánaðar eftir lok uppgjörstímabils og eindagi 15. þess mánaðar.

Dráttarvextir og álag

Ef afdregin staðgreiðsla er ekki greidd í síðasta lagi á eindaga reiknast álag vegna vanskila samkvæmt ákvæðum 28. greinar laga um staðgreiðslu opinberra gjalda.

Það er 1% á dag fyrir hvern dag eftir eindaga, þó ekki hærra en 10% og til viðbótar álag sem er hið sama og dráttarvextir samkvæmt vaxtalögum fyrir hvern byrjaðan mánuð eftir eindaga.

Vegna vanskila á tryggingagjaldi reiknast dagvextir frá og með gjalddaga hafi eigi verið greitt á eindaga. Álag reiknast ekki.

Vanskil

Auk hefðbundinna innheimtuaðgerða er heimilt að stöðva atvinnurekstur vegna skulda á staðgreiðslu opinberra gjalda og tryggingagjalds.
Nánari upplýsingar um vanskil

Lög og reglur

Lög nr. nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda

Reglugerð nr. 13/2003, um skil á staðgreiðslu útsvars, tekjuskatts og tryggingagjalds

Staðgreiðsla, 38. grein (SQ)

Hægt er að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Gjaldendur geta komist hjá því að greiða álag á tekjuskatt og útsvar vegna annarra tekna en launatekna með því að skila inn staðgreiðslu skv. 38. gr. laga nr. 45/1987. 

Fylla þarf út skilagrein RSK 5.22 og skila til innheimtumanns ríkissjóðs.

Gjalddagar og eindagar

Greiðsla ásamt skilagrein þarf að hafa borist fyrir 31. janúar næstan á eftir staðgreiðsluári. Greiðslur sem berast eftir 31. janúar eru ekki teknar sem greiðsla skv. 38. grein.

Lög og reglur

Lög nr. nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda

Reglugerð nr. 37/1989 um greiðslur skv. 38. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda

Staðgreiðsla, tryggingagjald (SJ)

Hægt er að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0001 26 25111 540269-6459

Launagreiðendur skulu skila tryggingagjaldi mánaðarlega til innheimtumanna ríkissjóðs. Þeir sem starfa við eigin rekstur skulu einnig greiða tryggingagjald. Fylla þarf út skilagrein RSK 5.12 mánaðarlega og skila til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt sundurliðun RSK 5.06 eftir því sem við á. Einnig er hægt að skila rafrænt á vef ríkisskattstjóra. Leiðbeiningar um útfyllingu, skatthlutfall o.fl. varðandi staðgreiðslu er að finna á vef ríkisskattstjóra.

Uppgjörstímabil, gjalddagar og eindagar

Uppgjörstímabil tryggingagjalds í staðgreiðslu er einn mánuður.

Gjalddagi er 1. dagur næsta mánaðar eftir lok uppgjörstímabils og eindagi 15. þess mánaðar. Beri lögbundinn gjalddaga upp á helgidag færist gjalddagi á næsta virka dag.

Dráttarvextir

Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga hafi ekki verið greitt á eindaga.

Álag reiknast ekki.

Vanskil

Heimilt er að stöðva atvinnurekstur vegna skulda á staðgreiðslu tryggingagjalds.
Nánari upplýsingar um innheimtuaðgerðir

Álagt og endurreiknað tryggingagjald

Hægt er að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Uppgjörstímabil, gjalddagar og eindagar

Gjalddagi ógreidds tryggingagjalds sem ríkisskattstjóri ákvarðar vegna hlunninda, og tryggingagjalds, sem undanþegið er staðgreiðslu, er annars vegar 1. júní ár hvert hjá mönnum og eindagi mánuði síðar og hins vegar 1. október ár hvert hjá lögaðilum og eindagi mánuði síðar.

Dráttarvextir

Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga hafi ekki verið greitt á eindaga. Álag reiknast ekki.

Vanskil

Heimilt er að stöðva atvinnurekstur vegna skulda á álögðu tryggingagjaldi.
Nánari upplýsingar um vanskil

Lög og reglur

Lög nr. 113/1990, um tryggingagjald

Lög nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda

Reglugerð nr. 13/2003, um skil á staðgreiðslu útsvars, tekjuskatts og tryggingagjalds

Stjórnvaldssektir (ZS)

Ef ekki er greitt samkvæmt útsendum greiðsluseðli er hægt að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Vinsamlegast setjið tilvísunina ZS með greiðslum sem lagðar eru inn á reikninginn.

Eftirlitsstjórnvöld geta lagt á stjórnvaldssektir. Fjármálaeftirlitið, Samkeppniseftirlitið og Neytendastofa eru dæmi um stjórnvöld sem hafa heimildir í lögum til að leggja á stjórnvaldssektir. Stjórnvaldssekt felur í sér skyldu til að greiða ákveðna fjárhæð til hins opinbera vegna brota á lögum eða stjórnvaldsákvörðunum.

Gjalddagar og eindagar

Nánari upplýsingar um gjalddaga og eindaga stjórnvaldssekta má nálgast hjá stjórnvaldi sem leggur á sektina.

Dráttarvextir

Meginreglan er að sé stjórnvaldssekt ekki greidd innan mánaðar frá sektarákvörðun stjórnvalds skal greiða dráttarvexti af fjárhæð sektarinnar.

Lög og reglur

Tenglarnir vísa í síður á vef Alþingis og opnast í nýjum glugga.
Samkeppnislög nr. 44/2005

Lög nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu

Lög nr. 91/2006 um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn

Lög nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki

Lög nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Lög nr. 110/2007 um kauphallir

Lög nr. 131/1997 um rafræna eignaskráningu verðbréfa

Lög nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði

Lög nr. 32/2005 um miðlun vátrygginga

Lög nr. 56/2010 um vátryggingastarfsemi

Takmörkuð skattskylda (ST)

Tekjuskattur hjá þeim sem bera takmarkaða skattskyldu.

Hægt er að greiða inn á neðangreindan reikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Vinsamlegast setjið tilvísunina ST með greiðslum sem lagðar eru inn á reikninginn.

Skila þarf inn skilagreinum rafrænt (RSK 5.41 eða eftir atvikum RSK 5.44).

Uppgjörstímabil, gjalddagar og eindagar

Uppgjörstímabil er almanaksmánuður.

Gjalddagi er 1. dagur næsta mánaðar eftir lok uppgjörstímabils og eindagi 15. þess mánaðar.

Dráttarvextir og álag

Ef ekki er greitt á gjalddaga skal aðili sæta álagi til viðbótar því gjaldi sem honum ber að standa skil á. Álag er 1% fyrir hvern dag eftir eindaga, þó ekki hærra en 10%. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga hafi ekki verið greitt á fyrsta degi næsta mánaðar eftir eindaga.

Vanskil

Nánari upplýsingar um innheimtuaðgerðir

Lög og reglur

Lög nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda.

Lög nr. 90/2003 um tekjuskatt.

Tollstjóri reikningar (TR)

Ef ekki er greitt samkvæmt útsendum greiðsluseðlum er hægt að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Innheimtumenn leggja gjald á við komur skipa og flugvéla. Fastagjald og afgreiðslugjald eru lögð á í samræmi við lög nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs en vitagjald á grundvelli laga nr. 132/1999, um vitamál.

Lög og reglur

Lög nr. 132/1999, um vitamál

Lög nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs

Tryggingagjald (TG)

Hægt er að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Álagt tryggingagjald samanstendur af leiðréttingum frá staðgreiðslu samkvæmt innsendu launaframtali, tryggingagjaldi vegna tekna utan staðgreiðslu, óuppgerðu tryggingagjaldi í staðgreiðslu og vegna hlunninda.

Umsýslu- og eftirlitsgjald RSK (YA)

Hægt er að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Gjalddagar og eindagar

Gjalddagi er 1. febrúar og eindagi 15. febrúar.

Dráttarvextir

Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga sé greitt eftir eindaga.

Innheimta

Ársreikningaskrá sér um innheimtu gjaldsins og renna tekjur af gjaldinu í ríkissjóð.

Lög og reglur

Lög nr. 3/2006 um ársreikninga

Úrvinnslugjald í tolli (UI)

Hægt er að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Uppgjörstímabil, gjalddagar og eindagar

Uppgjörstímabil eru sex á ári, tveir mánuðir í senn. Gjalddagi og eindagi er sá sami, 28. dagur annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.

Uppgjörstímabil Gjalddagi/eindagi
01 janúar - febrúar 28. apríl
02 mars - apríl 28. júní
03 maí - júní 28. ágúst
04 júlí - ágúst 28. október
05 september - október 28. desember
06 nóvember - desember 28. febrúar

Dráttarvextir

Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga ef ekki er greitt innan mánaðar frá gjalddaga.

Innheimta

Tollstjóri annast álagningu af gjaldskyldum vörum í innflutningi, ríkisskattstjóri annast álagningu vegna innlendrar gjaldskyldrar framleiðslu og álagningu úrvinnslugjalds af ökutækjum. Innheimtumenn ríkissjóðs annast innheimtu úrvinnslugjalds.

Vanskil

Ef gjaldið er ekki greitt á gjalddaga er innflytjanda synjað um frekari greiðslufrest á meðan vanskil vara.
Nánari upplýsingar um innheimtuaðgerðir

Lög og reglur

Lög nr. 162/2002, um úrvinnslugjald

Reglugerð nr. 1124/2005 um úrvinnslugjald

Úrvinnslugjald, innlend framleiðsla (UO)

Hægt er að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Vinsamlegast setjið tilvísunina UO með greiðslum sem lagðar eru inn á reikninginn.

Uppgjörstímabil, gjalddagar og eindagar

Uppgjörstímabil eru sex á ári, tveir mánuðir í senn. Gjalddagi og eindagi er sá sami, 28. dagur annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.

Uppgjörstímabil Gjalddagi/eindagi
01 janúar - febrúar 28. apríl
02 mars - apríl 28. júní
03 maí - júní 28. ágúst
04 júlí - ágúst 28. október
05 september - október 28. desember
06 nóvember - desember 28. febrúar

Dráttarvextir og álag

Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga ef ekki er greitt innan mánaðar frá gjalddaga. Ef ekki er greitt á gjalddaga skal aðili sæta álagi til viðbótar því gjaldi sem honum ber að standa skil á. Sama gildir ef skýrslu hefur ekki verið skilað eða henni er ábótavant. Álag er 1% fyrir hvern byrjaðan dag eftir gjalddaga, þó ekki hærra en 10%.

Innheimta

Ríkisskattstjóri annast álagningu vegna innlendrar gjaldskyldrar framleiðslu og álagningu úrvinnslugjalds af ökutækjum. Innheimtumenn ríkissjóðs annast innheimtu úrvinnslugjalds.

Vanskil

Nánari upplýsingar um innheimtuaðgerðir

Lög og reglur

Lög nr. 162/2002, um úrvinnslugjald

Reglugerð. nr. 1124/2005 um úrvinnslugjald

Vanrækslugjald vegna óskoðaðs ökutækis (BO)

Vanrækslugjald er lagt á ökutæki sem ekki er fært til skoðunar eða endurskoðunar innan tilskilinna tímamarka.

Sýslumaðurinn á Vestfjörðum annast álagningu og innheimtu vanrækslugjalds og veitir nánari upplýsingar. 

Vanrækslugjald vegna óskoðaðs ökutækis er 15.000 kr. Sé gjaldið greitt og ökutæki fært til skoðunar, innan mánaðar frá því að það var lagt á, skal það lækka í 7.500 kr (gjöld árið 2015).

Hafi vanrækslugjald ekki verið greitt innan tveggja mánaða frá álagningu þess hefst innheimtuferli en gjaldið nýtur lögveðs- og lögtaksréttar.

Lög og reglur

Umferðarlög nr. 50/1987

Reglugerð nr. 414/2021 um skoðun ökutækja

Vanskil launagreiðenda utan staðgreiðslu (LV)

Hægt er að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 7649 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 7649[hja]skatturinn.is.

Launagreiðendur eru skyldugir til að halda eftir af launum launþega til greiðslu opinberra gjalda þeirra og samsköttunaraðila skv. 11. gr. laga nr. 150/2019, um innheimtu opinberra skatta og gjalda. Hafi launagreiðandi sannanlega dregið af launum gjaldanda en ekki skilað til innheimtumanns er innheimtunni vegna viðkomandi launaafdráttar beint frá gjaldanda að launagreiðanda. Launþegi þarf að skila inn launaseðli til innheimtumanns sem staðfestir þetta. Vanskil á þing- og sveitarsjóðsgjöldum (AB) hjá launþega eru þá greidd upp, en skuldfærð á móti hjá launagreiðanda í gjaldflokki LV.

Dráttarvextir

Dráttarvextir reiknast frá útborgunardegi hafi launagreiðandi ekki skilað á réttum degi fé sem hann hefur haldið eftir eða bar að halda eftir. 

Vanskil

Nánari upplýsingar um innheimtuaðgerðir

Lög og reglur

Lög nr. 150/2019, um innheimtu opinberra skatta og gjalda

Reglugerð um launaafdrátt nr. 240/2020

Veiðigjald (VR)

Ef ekki er greitt samkvæmt útsendum greiðsluseðlum er hægt að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Greiðslutímabil, gjalddagar og eindagar

Greiðslutímabil veiðigjalda er almanaksmánuður. Gjalddagi er 1. hvers mánaðar vegna veiða þar síðasta mánaðar og eindagi er 14 dögum síðar.

Sem dæmi er gjalddagi vegna veiða í janúar 1. mars og eindagi 15. mars.

Dráttarvextir

Sé veiðigjald ekki greitt innan 14 daga frá gjalddaga skal greiða ríkissjóði dráttarvexti af því sem gjaldfallið er.

Innheimta

Fiskistofa leggur á veiðigjöld en innheimtumenn ríkissjóðs innheimta þau. Ríkisskattstjóri fer með samræmingar- og eftirlitshlutverk við innheimtu þeirra.

Vanskil

Sé veiðigjald ekki greitt á eindaga skal Fiskistofa fella almennt veiðileyfi hlutaðeigandi skips niður.
Kröfum um greiðslu veiðigjalds fylgir lögveð ríkissjóðs í hlutaðeigandi skipi í fjögur ár frá gjalddaga. Lögveðið nær einnig til dráttarvaxta og innheimtukostnaðar ef því er að skipta.
Nánari upplýsingar um innheimtuaðgerðir

Lög og reglur

Lög um veiðigjald, nr. 145/2018

Reglugerð nr. 637/2017, um fjárhæð, álagningu og innheimtu veiðigjalds fiskveiðiárið 2017/2018.

Vinnueftirlitsgjald (VE)

Ef ekki er greitt samkvæmt útsendum greiðsluseðlum er hægt að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Vinnueftirlitsgjald er lagt á af Vinnueftirliti ríkisins.

Gjalddagar og eindagar

Gjalddagi er 1. hvers mánaðar og eindagi síðasti virki dagur sama mánaðar.

Beri lögbundinn gjalddaga upp á helgidag færist gjalddagi á næsta virka dag.

Dráttarvextir

Sé ekki greitt á eindaga reiknast dráttarvextir frá gjalddaga.

Vanskil

Hér eru upplýsingar um vanskil og innheimtuaðgerðir

Vörugjöld af ökutækjum (VF)

Hægt er að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Vörugjald af ökutækjum

Greiða skal í ríkissjóð vörugjald af skráningarskyldum ökutækjum.

Uppgjörstímabil, gjalddagar og eindagar

Vörugjald af innfluttum ökutækjum og öðrum gjaldskyldum vörum skal lagt á við tollafgreiðslu. Innheimtumenn ríkissjóðs annast innheimtu vörugjalds. Að ósk innflytjanda skal fresta innheimtu vörugjalds af skráningarskyldum ökutækjum þar til þau eru skráð samkvæmt umferðarlögum, þó ekki lengur en í tólf mánuði frá tollafgreiðsludegi.

Vanskil

Heimilt er að taka skráningarnúmer af ökutæki vegna vanskila á vörugjaldi. Einnig fylgir vörugjaldi lögveð í viðkomandi ökutækjum.

Nánari upplýsingar um innheimtuaðgerðir

Lög og reglur

Lög nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.
Reglugerð nr. 1100/2006, um vörslu og tollmeðferð vöru
Reglugerð nr. 331/2000, um vörugjald af ökutækjum

Tryggingagjald v/starfa erlendis (TE)

Tryggingagjald vegna starfsmanna með E-101 vottorð sem ráðnir eru til árs eða skemmri tíma til starfa hér á landi.

Hægt er að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Vinsamlegast setjið tilvísunina TE með greiðslum sem lagðar eru inn á reikninginn.

Fylla þarf út skilagrein RSK 5.26 mánaðarlega.

Uppgjörstímabil, gjalddagar og eindagar

Uppgjörstímabil tryggingagjalds vegna starfa erlendis er einn mánuður.

Gjalddagi er 1. dagur næsta mánaðar eftir lok uppgjörstímabils og eindagi 15. þess mánaðar.

Dráttarvextir

Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga hafi ekki verið greitt á eindaga.

Álag reiknast ekki.

Virðisaukaskattur (VA)

Hægt er að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Skilagreinum skal skilað samhliða greiðslu.

Uppgjörstímabil, gjalddagar og eindagar


Almenn skil (tveggja mánaða skil):

Uppgjörstímabil Gjalddagar / Eindagar
08 janúar - febrúar 5. apríl
16 mars - apríl 5. júní
24 maí - júní 5. ágúst
32 júlí - ágúst 5. október
40 september - október 5. desember
48 nóvember - desember 5. febrúar

Beri lögbundinn gjalddaga upp á helgidag færist gjalddagi á næsta virka dag.

Upplýsingar um annars konar uppgjörstímabil er að finna á vef ríkisskattstjóra.

Upplýsingar um rafræn skil virðisaukaskatts eru á vef ríkisskattstjóra.

Dráttarvextir og álag

Ef ekki er greitt á gjalddaga skal aðili sæta álagi til viðbótar því gjaldi sem honum ber að standa skil á. Álag er 1% fyrir hvern byrjaðan dag eftir gjalddaga, þó ekki hærra en 10%. Auk þess reiknast dráttarvextir frá gjalddaga hafi ekki verið greitt innan mánaðar frá gjalddaga.

Leiðréttingarskýrslum ásamt heildargreiðslu (höfuðstóll, álag og dráttarvextir) skal skila til ríkisskattstjóra.

Vanskil

Auk hefðbundinna innheimtuaðgerða er heimilt að stöðva atvinnurekstur vegna virðisaukaskattsskulda.
Nánari upplýsingar um vanskil.

Lög og reglur

Lög nr. 50/1988, um virðisaukaskatt
Reglugerð nr. 248/1990, um virðisaukaskatt af skattskyldri starfsemi opinberra aðila
Reglugerð nr. 449/1990, um endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna við íbúðarhúsnæði
Reglugerð nr. 563/1989, um uppgjör, uppgjörstímabil og skil fiskvinnslufyrirtækja
Reglugerð nr. 667/1995, um framtal og skil á virðisaukaskatti

Vitagjald (VN)

Ef ekki er greitt samkvæmt útsendum greiðsluseðlum er hægt að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Gjalddagar

Vegna íslenskra skipa skal greiða vitagjald eigi síðar en 1. apríl ár hvert og þá þar sem skipið er skrásett. Af erlendum skipum, sem setja farþega eða vörur á land, skal greiða fjórðung vitagjaldsins við hverja komu til landsins, en þó ekki oftar en fjórum sinnum á hverju almanaksári. Fyrir slík skip greiðist gjaldið í fyrstu höfn sem það tekur hér við land. Gjalddagi og eindagi er sá sami.

Vanskil

Ríkisskattstjóri annast innheimtu vitagjalds vegna íslenskra skipa og tollstjóri annast innheimtu vitagjalds vegna erlendra skipa. Skipstjóri er skyldur að sýna innheimtumanni leiðarbók skipsins og skipsskjöl og er innheimtumanni rétt að halda eftir alþjóðamælibréfi og þjóðernisskírteini, nema gjaldið hafi verið greitt.

Lög og reglur

Nánari upplýsingar um vanskil

Lög nr. 132/1999, um vitamál

Þinggjöld lögaðila (AB)

Hægt er að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Ef verið er að greiða fyrir annan aðila en greiðanda þarf að senda skýringar á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Undir þinggjöld falla ýmsir skattar og gjöld, t.d. tekjuskattur, útvarpsgjald, jöfnunargjald alþjónustu,
sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki og sérstakur fjársýsluskattur.

Uppgjörstímabil, gjalddagar og eindagar

Álagning lögaðila fer fram 31. október. Gjalddagar opinberra gjalda hjá lögaðilum eru tíu. Fyrirframgreiðsla sem tekur mið af álagningu fyrra árs er með 8 gjalddaga, það er fyrsti dagur í febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst og september. 

Gjalddagar álagningar 31. október eru tveir, fyrsti dagur nóvember og desember. Eindagi er síðasti virki dagur sama mánaðar.

Dráttarvextir

Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga hafi ekki verið greitt á eindaga.

Lög og reglur

Lög nr. 23/2013, um Ríkisútvarp, fjölmiðil í almannaþágu

Lög nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda

Jöfnunargjald alþjónustu - 66. gr. laga nr. 70/2022, um fjarskipti

Lög nr. 90/2003, um tekjuskatt

Vanskil

Nánari upplýsingar um innheimtuaðgerðir

Þing- og sveitarsjóðsgjöld einstaklinga (AB)

Hjá launþegum eru þing- og sveitarsjóðsgjöld (AB) innheimt með launaafdrætti. Aðrir fá sendan greiðsluseðil á gjalddögum.

Hægt er að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Ef verið er að greiða fyrir annan aðila en greiðanda þarf að senda skýringar á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Undir þing- og sveitarsjóðsgjöld (AB) falla ýmsir skattar og gjöld, t.d. tekjuskattur, útsvar, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, fjármagnstekjuskattur, slysatrygging við heimilisstörf, útvarpsgjald, auðlegðarskattur, búnaðargjald, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur.

Uppgjörstímabil, gjalddagar og eindagar

Álagning fer fram 1. júní og gjalddagar eru sjö: 1. júní 1. júlí, 1. ágúst, 1. september, 1. október, 1. nóvember og 1. desember. Eindagi er alltaf síðasti virki dagur sama mánaðar.

Útborgun vaxtabóta er 1. júní. Fyrirframgreiðsla vaxtabóta er 1. júlí, 1. október, 1. febrúar og 1. maí.

Útborgun barnabóta er 1. júní og 1. október. Fyrirframgreiðsla barnabóta er 1. febrúar og 1. maí.

Dráttarvextir

Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga hafi ekki verið greitt á eindaga.

Makaábyrgð

Samsköttun hjóna og samskattaðs sambúðarfólks felur í sér gagnkvæma og fulla ábyrgð aðila á greiðslum þing- og sveitarsjóðsgjalda (AB) beggja aðila. Getur innheimtumaður ríkissjóðs gengið að hvorum aðila um sig til greiðslu þessum gjöldum fyrir þann tíma sem samsköttun varir.
Sjá nánari upplýsingar um makaábyrgð

Ábyrgð launagreiðanda

Launagreiðendur eru skyldir að kröfu innheimtumanns að halda eftir af launum launþega og samsköttunaraðila hans til greiðslu þing- og sveitarsjóðsgjalda (AB), sbr. 11. gr. laga nr. 150/2019.
Sjá nánari upplýsingar um launaafdrátt

Gjaldandi ber fulla ábyrgð á greiðslum skv. álagningarseðli og þarf ekki frekari tilkynningar frá innheimtumanni.

Vanskil

Nánari upplýsingar um innheimtuaðgerðir

Lög og reglur

Lög nr. 150/2019, um innheimtu opinberra skatta og gjalda 

Reglugerð nr. 240/2020, um launaafdrátt

Lög nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaga

Lög nr. 23/2013, um Ríkisútvarp, fjölmiðil í almannaþágu

Lög nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda

Lög nr. 70/2022, um fjarskipti

Lög nr. 90/2003, um tekjuskatt

Lög nr. 125/1999, um málefni aldraðra

Reglugerð nr. 990/2001, um greiðslu vaxtabóta

Reglugerð nr. 555/2004, um greiðslu barnabóta

Vanskil

Nánari upplýsingar um innheimtuaðgerðir

Önnur gjöld

Hægt er að greiða inn á neðangreindan bankareikning:

Banki Hb. Reikningur Kennitala
0101 26 85002 540269-6029

Sendið skýringar á greiðslum á netfangið 85002[hja]skatturinn.is.

Vinsamlegast sendið tilvísun með greiðslum sem lagðar eru inn á reikninginn.

Eftirfarandi staðgreiðslugjöld falla undir gjaldflokkinn:

AD Aðflutningsgjöld
AE Leyfisgjöld skv. 12. gr.
AG Leyfi fyrir atvinnustarfsemi
AH Gjald fyrir veitingu atvinnuréttinda
AS Aukatekjur ríkissjóðs, ýmsar
AT Aðflutningsgjöld utan tollakerfis
AU Aukatekjur ríkissjóðs, skráning
AV Vottorð og leyfi
PR Ökuskírteini o.fl.
RT Ríkissjóðstekjur, ýmsar
SE Sektir
TL Þinglýsingar og stimpilgjöld
VT Sértekjur innheimtuembætta
YT Ýmsar tekjur

Undir þessa gjaldflokka falla ýmis gjöld, t.d. sekt í tolli, embættisvottorð (löndunarvottorð), tóbaksgjald ÁTVR og áfengisgjald vegna far- og ferðamanna.

Gjaldflokkar í stafrófsröð

Gjaldflokkur Heiti og nánari upplýsingar
AB Þing- og sveitarsjóðsgjöld einstaklinga
AB Þinggjöld lögaðila
AF Áfengisgjald af innlendri framleiðslu
AI Greiðslufrestur á áfengisgjaldi
AL Eftirlitsgjald áfengisleyfa
AX Opinber gjöld dreifing greiðslna
BK Bifreiðagjald
BO Vanrækslugjald vegna óskoðaðs ökutækis
BS Skilagjald ökutækja
BX Magngreiðslur, dreifing greiðslna
Þungaskattur / kílómetragjald
EF Erfðafjárskattur
EG Eftirlitsgjöld v. geislavarna
EN Árgjald endurskoðenda
FE Eftirlitsgjald Fjármálaeftirlits
FM Gjöld Þjóðskrár
FT Fjármagnstekjuskattur
GN Gistináttaskattur
HB Skipulagsgjald
JA Jarðarafgjöld
KA Greiðslufrestur í tolli
KS Skipagjöld
KT Gjöld fyrir tollalínu
KV Launagreiðendur, vanskil
LE Lyfjaeftirlitsgjald
LV Vanskil launagreiðanda utan staðgreiðslu
RC Reikningar tollstjóra
SF Fjársýsluskattur
SJ Staðgreiðsla, tryggingagjald
SK Staðgreiðsla, launagreiðandi
SM Endurgreiðsla v/ 18.gr. og ofgreiðslu
SQ Staðgreiðsla, 38.grein
SR Staðgreiðsla, reiknuð laun
ST Takmörkuð skattskylda
SU Skilagjald á einnota umbúðir
TA Greiðslufrestur í tolli
TC Aðflutningsgjöld, staðgreitt í tolli
TE Tryggingagjald v/starfa erlendis
TG Tryggingagjald
TR Tollstjóri reikningar
UA Kröfur að utan, opinber gjöld
UB Kröfur að utan, barnabætur
UG Kröfur að utan, tryggingagjald
UI Úrvinnslugjald í tolli
UK Kröfur að utan, bifreiðagjöld
UL Kröfur að utan, launagreiðandi
UO Úrvinnslugjald, innlend framleiðsla
UT Kröfur að utan, tollagjöld
UV Kröfur að utan, virðisaukaskattur
VA Virðisaukaskattur
VD Olíugjald
VE Skoðunargjald Vinnueftirlits
VF Vörugjald af ökutækjum
VI Vörugjald í tolli
VN Vitagjald
VO Vörugjald
VR Veiðigjald
YA Umsýslu- og eftirlitsgjald RSK
YS Skattsektir
ZA Fésekt ársreikningaskrár RSK
ZR Skattsektir skattrannsóknarstjóra
ZS Stjórnvaldssektir
Ω Önnur Gjöld
Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum