Skuld - inneign

Á þjónustuvef ríkisskattstjóra og í pósthólfinu þínu á island.is getur þú skoðað stöðu þína hjá innheimtumanni ríkissjóðs. Á síðunni birtast upplýsingar um skatta og önnur gjöld sem innheimtumenn ríkissjóðs innheimta, þar birtast þó ekki upplýsingar um önnur sveitarsjóðsgjöld en útsvar (t.d. fasteignagjöld).

Hægt er að tengjast þjónustuvef RSK beint með því að smella á þennan tengil: www.skattur.is.

  • Til auðkenningar inn á þjónustuvefinn má nota rafræn skilríki eða aðalveflykill RSK.
  • Til að sjá greiðslustöðuna er smellt á tengillinn Staða hjá innheimtumanni ríkissjóðs undir þjónusta.
  • Á vefnum eru leiðbeiningar um hvernig hægt er að fá nýjan veflykil, hafi hann gleymst.

Undir mínar síður á vefnum island.is eiga allir pósthólf.

  • Til auðkenningar inn á vefinn er notað rafrænt skilríki eða íslykill.
  • Í pósthólfinu birtist skjal sem uppfært er daglega og heitir "Greiðslustaða þín hjá innheimtumanni ríkissjóðs núna".
  • Upplýsingar um hvernig hægt er að fá íslykil eða rafrænt skilríki eru á innskráningarsíðunni.
Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum