Stöðvun atvinnurekstrar

Stöðvun atvinnurekstrar (starfsstöð innsigluð) er heimil þegar eftirfarandi skattar og opinber gjöld eru í vanskilum:

  • Staðgreiðsla opinberra gjalda (SK og SR) 
    samanber 29. grein laga númer 45/1987,  um staðgreiðslu opinberra gjalda. 
  • Staðgreiðsla fjármagnstekjuskatts (FT) 
    samanber 18. grein laga númer 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur.
  • Staðgreiðsla tryggingagjalds (SJ)
    samanber 11. grein laga númer 113/1990, um tryggingagjald.
  • Álagt tryggingargjald (SJ)
    samanber 13. grein laga númer 113/1990, um tryggingargjald.
  • Virðisaukaskattur (VA) 
    samanber 3. málsgrein 28. greinar laga númer 50/1988, um virðisaukaskatt.
  • Vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. (VF – innlend framleiðsla og aðvinnsla)
    samanber 27. grein laga númer 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.   
  • Áfengisgjald (AF og AI)
    samanber 5. grein a. laga númer 96/1995, um gjald af áfengi. 
  • Skilagjald af einnota umbúðum fyrir drykkjarvörur (SU)
    samanber 9. grein laga númer 52/1989, um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur.
  • Gistináttaskattur (GN)
    samanber 6. grein laga númer 87/2011 um gistináttaskatt.
  • Fjársýsluskattur (SF)
    samanber 9. grein laga númer 165/2011 um fjársýsluskatt.

Tilkynningar

Send eru reglulega út bréf þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða stöðvun atvinnurekstrar (lokun).  Gefinn er 7 daga frestur frá dagsetningu bréfsins til að ganga frá greiðslu eða greiðsluáætlun.  Sé það ekki gert má búast við stöðvun atvinnurekstrar í framhaldi af því. Lögregla sér um stöðvun atvinnurekstrar með því að setja innsigli á hurðir starfstöðvarinnar.

Rof á innsigli varðar við hegningarlög og liggur refsing við því að rjúfa það.

Greiðsluáætlun

Hægt er að fresta stöðvun atvinnurekstrar ef gjaldandi greiðir helming skuldar og gerir greiðsluáætlun um eftirstöðvar til allt að sex mánaða.

Síðast yfirfarið/breytt desember 2019

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Lög nr. 150/2019, um innheimtu opinberra skatta og gjalda
Lög nr. 96/1995, um gjald af áfengi og tóbaki
Lög nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur
Lög nr. 52/1989, um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur
Lög nr. 50/1988, um virðisaukaskatt
Lög nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda
Lög nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.
Lög nr. 19/1940 Almenn hegningarlög
Lög nr. 113/1990, um tryggingagjald Lög nr. 87/2011, um gistináttaskatt Lög nr. 165/2011, um fjársýsluskatt


Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum