Áherslur ríkisskattstjóra

Meginmarkmið ríkisskattstjóra er að skattskil almennings og fyrirtækja séu rétt og í samræmi við lögbundnar skyldur. Það er einnig eitt af meginmarkmiðum ríkisskattstjóra að þeir sem leiti til embættisins með ósk um þjónustu, svo sem að skrá fyrirtæki fá þjónustuna á öruggan og góðan hátt í samræmi við gildandi lagaákvæði.

Megináherslur ríkisskattstjóra eru leiðarljós á þeirri vegferð og sett fram með það fyrir augum að auðveldara sé að ná meginmarkmiðum ríkisskattstjóra.

Megináherslur ríkisskattstjóra eru:

  • samræmi í skatt- og tollframkvæmd
  • veita góða þjónustu
  • skilvirk afgreiðsla stjórnsýsluerinda
  • öruggt skráarhald
  • skilvirkt skatteftirlit
  • öruggur rekstur tölvukerfa
  • hagkvæmni í rekstri
  • fjárlög séu virt
Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum