Áherslur ríkisskattstjóra

Ríkisskattstjóri hefur einfaldað stefnumið embættisins frá því sem áður hefur verið. Jafnframt hafa áherslur embættisins verið endurmetnar þar sem sérstaklega hefur verið hugað að hinum faglega þætti embættisins með það fyrir augum að hann yrði styrktur með breyttu verklagi og nýju skipulagi.

Embætti ríkisskattstjóra skiptist upp í fjögur megin svið, svokölluð framleiðslusvið, en þau eru einstaklingsvið, atvinnurekstrarsvið, eftirlitssvið og skráasvið. Auk þess eru fimm stoðsvið hjá stofnuninni, þ.e. fagsvið, tæknisvið, fjármálasvið, mannauðssvið og skrifstofa yfirstjórnar. 

Megináherslur ríkisskattstjóra eru:

  • samræmi í skattframkvæmd
  • veita góða þjónustu
  • skilvirk afgreiðsla stjórnsýsluerinda
  • öruggt skráarhald
  • skilvirkt skatteftirlit
  • öruggur rekstur tölvukerfa
  • hagkvæmni í rekstri
  • fjárlög séu virt

Meginmarkmið ríkisskattstjóra er að skattskil almennings og fyrirtækja séu rétt og í samræmi við lögbundnar skyldur. Það er einnig eitt af meginmarkmiðum ríkisskattstjóra að þeir sem leiti til embættisins með ósk um þjónustu, svo sem að skrá fyrirtæki fá þjónustuna á öruggan og góðan hátt í samræmi við gildandi lagaákvæði.

Öll áhersluatriði ríkisskattstjóra eru leiðarljós á þeirri vegferð og sett fram með það fyrir augum að auðveldara sé að ná meginmarkmiðum ríkisskattstjóra.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum