Skattalög - sölurit

Sölurit RSKRíkisskattstjóri gefur út nokkur rit um skattarétt og reikningsskil þar sem rakin eru lög og reglur um viðkomandi skatta og gjöld ásamt lögum um bókhald og ársreikninga. Bækurnar, sem ganga almennt undir nafninu lagasamfellur, eru til sölu hjá ríkisskattstjóra og hjá Bóksölu stúdenta og Eymundsson. 

Lagasamfellur

Bókhald & ársreikningar

Í ritinu, Bókhald og ársreikningar, er fjallað um lög um bókhald og ársreikninga.  Ritið var endurútgefið á árinu 2011 og fæst hjá ríkisskattstjóra og fleiri aðilum og kostar 4.668 kr.

Tekjuskattur o.fl.

Í ritinu, Tekjuskattur, er fjallað um lög um tekjuskatt, staðgreiðslu opinberra gjalda, staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, tryggingagjald og útsvar. Þá er einnig fjallað um hluta stjórnsýslulaga og fleiri laga ásamt reglugerðir og auglýsingar sem varða beina skatta og álagningu opinberra gjalda. Ritið var endurútgefið seinni hluta árs 2012 og fæst hjá ríkisskattstjóra og fleiri aðilum og kostar 4.668 kr

Virðisaukaskattur o.fl.

Í ritinu, virðisaukaskattur, vörugjöld, bifreiðaskattar o.fl. er fjallað um lög og stjórnvaldsfyrirmæli um virðisaukaskatt, vörugjald, skilagjald, áfengisgjald, bifreiðaskatta og fleira. Ritið var endurútgefið seinni hluta árs 2012 og fæst hjá ríkisskattstjóra og fleiri aðilum og kostar 4.357 kr

Kaupa eða panta

Framangreind rit um bókhald og ársreikninga, tekjuskatt o.fl. og virðisaukaskatt o.fl. fást í afgreiðslu ríkisskattstjóra á Laugavegi 166, Reykjavík (RSK). Hægt er að panta þau og sækja í afgreiðsluna eða fá þau send í pósti. Athugið að ef fylltur er út pöntunarseðill er nauðsynlegt að fylla út stjörnumerkta reiti. 


Pöntunarseðill

Athugið: Fylla þarf út reiti merkta með *.

Persónuupplýsingar
Skráðu fjölda þeirra bóka er þú vilt fá
stk.
stk.
stk.
Sendingarmáti:
Til að fyrirbyggja ruslpóst: