Fréttir og tilkynningar


Fréttir og tilkynningar: 2019

Fyrirsagnalisti

23.12.2019 : Breyting á innflutningi matvæla sem tekur gildi 1. janúar 2020

Þann 1. janúar 2020 taka gildi breytingar á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, nr. 25/1993 ásamt nýjum reglugerðum er varða innflutning á matvælum.

Lesa meira

23.12.2019 : Sameining tollstjóra og ríkisskattstjóra

Þann 1. janúar næstkomandi sameinast embætti tollstjóra og ríkisskattstjóra undir nafninu Skatturinn.

Lesa meira

20.12.2019 : Opnunartími um jól og áramót 2019

Um jól og áramót verða breytingar á venjulegum opnunartíma Skattsins.

Lesa meira

19.12.2019 : Nýr þjónustuvefur ríkisskattstjóra

Í tilefni af því að um þessar mundir eru 20 ár síðan ríkisskattstjóri hóf að veita rafræna þjónustu, opnum við nýjan og endurbættan þjónustuvef.

Lesa meira

19.12.2019 : Skattþrep í staðgreiðslu 2020

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur í dag auglýst fjárhæðarmörk tekjuskattsstofns, innheimtuhlutfall í staðgreiðslu og persónuafslátt fyrir árið 2020.

Lesa meira

18.12.2019 : 37 milljón króna sekt vegna skattalagabrota

Maður hefur verið dæmdur í 8 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 37 milljón króna sekt vegna meiri háttar brota gegn skattalögum og lögum um bókhald

Lesa meira

16.12.2019 : Leit í flutningaskipi

Föstudaginn 13.12.2019, var framkvæmd umfangsmikil leit í skipinu Mykines er það lagðist að bryggju í Þorlákshöfn.

Lesa meira

16.12.2019 : Fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkjanna og Filippseyja tekur gildi 1. janúar 2020

Með ályktun alþingis frá 13. maí 2019 var ríkisstjórninni veitt heimild til þess að fullgilda fyrir Íslands hönd fríverslunarsamning milli aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (Íslands, Liechtenstein, Noregs og Sviss) annars vegar og Filippseyja hins vegar.

Lesa meira

10.12.2019 : Jólagjafir að utan

Þar sem jólin nálgast og einstaklingar farnir að taka á móti jólagjöfum frá vinum og ættingjum sem búa erlendis er vert að minnast á að í ákveðnum tilfellum þarf ekki að greiða aðflutningsgjöld af gjöfum.

Lesa meira

9.12.2019 : Reiknivél uppfærð

Reiknivél fyrir innflutningsgjöld hefur verið uppfærð þannig að nú er hægt að áætla með henni vörugjöld af ökutækjum t.d. fólksbílum, húsbílum og pallbílum sem vörugjöldin N1, N2 og N3 leggjast á við innflutning.

Lesa meira

3.12.2019 : Skýrsla dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra um aðdraganda þess að Ísland lenti á „gráa lista“ FATF

Skýrsla dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra um aðdraganda og ástæður þess að Ísland lenti á lista FATF yfir ríki sem eru samvinnufús, en aðgerðaáætlun um endurbætur er í farvegi, svo nefndur grár listi.

Lesa meira

26.11.2019 : Skattskylda lífeyristekna frá Íslandi

Af gefnu tilefni vill ríkisskattstjóri benda á að lífeyrisgreiðslur sem einstaklingar búsettir á Norðurlöndum fá frá Íslandi eru skattskyldar og skattlagðar á Íslandi.

Lesa meira

11.11.2019 : Fræðsluefni frá stýrihóp um varnir gegn peningaþvætti

Ríkisskattstjóri vekur athygli á fræðsluefni sem stýrihópur Dómsmálaráðuneytisins um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hefur gefið út. Sérstök athygli er vakin á bæklingi um alþjóðlegar þvingunaraðgerðir.

8.11.2019 : 36,1 milljóna króna sekt vegna skattalagabrota

Maður hefur verið dæmdur í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 36,1 milljón króna sektar vegna meiri háttar brota gegn bókhaldslögum og tekjuskattslögum og fyrir peningaþvætti vegna ávinnings af skattalagabrotunum.

Lesa meira

5.11.2019 : Svikapóstar og símtöl

Undanfarið hafa einhverjum landsmönnum borist falskir tölvupóstar annars vegar og símtöl hinsvegar sem sögð eru frá ríkisskattstjóra, þar sem tilkynnt er um meinta endurgreiðslu skatta eða innheimtu skuldar.

Lesa meira

1.11.2019 : Almannaheillafélög með starfsemi yfir landamæri

Í tengslum við setningu laga um skráningarskyldu félaga til almannaheilla með starfsemi yfir landamæri hefur ríkisskattstjóri birt leiðbeiningar um skráningu slíkra félaga. 

25.10.2019 : Úrskurður héraðsdóms felldur úr gildi

Felldur var úr gildi úrskurður héraðsdóms þar sem máli ákæruvaldsins gegn X, sem áður hafði sætt álagi skattyfirvalda vegna sömu brota, var vísað frá dómi. 

Lesa meira

21.10.2019 : Yfirlýsing FATF vegna ósamvinnuþýðra ríkja frá 18. október 2019

Ríkisskattstjóri vekur athygli á yfirlýsingu Financial Action Task Force (FATF) sem samþykkt var í kjölfar fundar hins alþjóðlega framkvæmdahóps hinn 18. október sl.

12.10.2019 : Nýtt veftollafgreiðslukerfi opnar 15. október

Forráðamenn fyrirtækja og rekstraraðila sem nota eldra kerfi þurfa án tafar að gefa starfsmönnum sínum umboð til þess að nota kerfið fyrir hönd fyrirtækisins.

Lesa meira

11.10.2019 : Úrskurðir héraðsdóms um frávísun mála

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur með úrskurðum, dags. 4. október sl., vísað frá málum héraðssaksóknara gegn tilteknum tónlistarmönnum.

Lesa meira

11.10.2019 : Ný lög og reglugerð sem taka á haldlagningu og kyrrsetningu eigna

Alþingi samþykkti þann 9. október lög til að sporna gegn peningaþvætti. Breytingar á lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008, veitir stjórnvöldum heimild að selja eignir sem hafa verið haldlagðar eða kyrrsettar við rannsókn sakamála.

Lesa meira

10.10.2019 : Spurningakönnun vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Sendur hefur verið tölvupóstur til um 3500 einstaklinga og lögaðila sem peningaþvættisteymi ríkisskattstjóra ber að hafa eftirlit með.

Lesa meira

7.10.2019 : Öruggur hlekkur í aðfangakeðjunni

Tollstjóri hefur sett á laggirnar öryggisvottunina „viðurkenndir rekstraraðilar“ (AEO vottun). AEO er alþjóðleg gæðavottun sem felur í sér að fyrirtæki er talið vera öruggur hlekkur í aðfangakeðjunni, hefur tileinkað sér ábyrga tollmeðferð og uppfyllir kröfur um alþjóðlega vöruflutninga.

Lesa meira

30.9.2019 : Nýtt veftollafgreiðslukerfi

Ný útgáfa af veftollafgreiðslukerfinu fyrir innflutning verður opnuð 15. október 2019. Kerfið notar svokallaða SAD aðflutningsskýrslu á rafrænu formi.

Lesa meira

30.9.2019 : Ný útgáfa af farmverndarkerfinu væntanleg

Farmverndarkerfið heldur utanum innsigli sem sett eru á vörugáma við útflutning frá Íslandi og heldur utanum ferlið með rekjanlegum hætti.

Lesa meira

30.9.2019 : Misnotkun tvísköttunar­samninga– fullgildingarskjöl

Þann 26. september sl. afhentu íslensk stjórnvöld tilkynningu hjá Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD, um fullgildingu marghliða samnings (MLI Multilateral Instrument) um breytingar á tvísköttunarsamningum til þess að koma í veg fyrir rýrnum skattstofna og tilfærslu hagnaðar.

Lesa meira

27.9.2019 : Álagning opinberra gjalda á lögaðila 2019

Ríkisskattstjóri hefur lokið álagningu opinberra gjalda 2019 á lögaðila og liggja niðurstöður álagningarinnar nú fyrir.

Lesa meira

27.9.2019 : Auglýsing um álagningu opinberra gjalda á lögaðila 2019

Álagningarseðlar eru nú aðgengilegir á þjónustuvef ríkisskattstjóra.

Kærufresti lýkur föstudaginn 27. desember 2019.

Lesa meira

26.9.2019 : Skýringar á álögðum gjöldum lögaðila 2019

Ríkisskattstjóri birtir ítarlegar upplýsingar um forsendur álagningar og skýringar á álagningarseðli. Fjallað er um hverjir bera hvaða skatt og af hvaða stofni hann er reiknaður.

Lesa meira

21.9.2019 : Tollar á kínakáli falla niður

Breyting verð- og magntolls í tollskrá tekur gildi 23. september: Tollar á kínakáli í tollskrárnr. 0704.9003 falla niður á tímabilinu 23.09.2019-31.12.2019.

Lesa meira

19.9.2019 : Átak varðandi uppfærslu upplýsinga í fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra

Fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra vekur athygli á því að skráin stendur nú fyrir átaki varðandi uppfærslu upplýsinga í skránni. Félög eru hvött til þess að yfirfara skráningu sína við fyrsta tækifæri og framkvæma nauðsynlegar úrbætur ellegar kunni að koma til beitingu viðurlaga í formi dagsekta.

Lesa meira

16.9.2019 : Aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti

Nýverið birti FATF (Financial Action Task Force), skýrslu um stöðu Íslands sem lýtur að laga og regluverki og er niðurstaða hennar sú að af 40 tilmælum FATF séu 28 uppfyllt eða að mestu leyti uppfyllt, 11 séu uppfyllt að hluta og ein tilmæli teljist óuppfyllt.

Lesa meira

30.8.2019 : Skráning raunverulegra eigenda hjá fyrirtækjaskrá

Fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra vill vekja athygli á því að frá og með 30. ágúst 2019 skulu allir lögaðilar sem stunda atvinnurekstur hér á landi eða skráðir eru í fyrirtækjaskrá afla upplýsinga um og skrá raunverulega eigendur sína og réttindi þeirra við stofnun í fyrirtækjaskrá.

Lesa meira

23.8.2019 : Viðræður við kínverska tollinn um gagnkvæma viðurkenningu á AEO kerfum

Fulltrúar Tollstjóra funda þessa dagana í Tollhúsinu með sendinefnd frá kínverska tollinum (GACC) um málefni tengd mögulegri gagnkvæmri viðurkenningu á AEO kerfum landanna.

Lesa meira

20.8.2019 : Svikapóstur í nafni ríkisskattstjóra

Borið hefur á því að einhverjum landsmönnum hafi borist falskir tölvupóstar sem sagðir eru koma frá ríkisskattstjóra, þar sem tilkynnt er um meinta endurgreiðslu.

Lesa meira

19.8.2019 : Framlagning álagningarskrár einstaklinga 2019

Álagningarskrá einstaklinga 2019 er lögð fram dagana 19. ágúst til 2. september 2019 að báðum dögum meðtöldum. Skráin í heild liggur frammi á öllum starfsstöðvum ríkisskattstjóra nema hjá innheimtusviði í Tollhúsinu.

Lesa meira

13.8.2019 : Skil lögaðila á framtali og ársreikningi vegna rekstrarársins 2018

Nú styttist í lokaskil ársreiknings 2018 til ársreikningaskrár og skattframtals vegna rekstrarársins 2018, en álagning lögaðila fer fram 27. september nk. 

Lesa meira

13.8.2019 : Kærufresti vegna álagningar einstaklinga lýkur 2. september

Fresti einstaklinga til að kæra niðurstöður álagningar 2019, vegna tekjuársins 2018, lýkur þann 2. september 2019.

Lesa meira

31.7.2019 : Þjónusta í boði erlendra aðila

Ábendingar hafa borist skattrannsóknarstjóra ríkisins um að erlendir verktakar séu að bjóða ýmiskonar þjónustu til einstaklinga s.s. við hreingerningar, malbikun og hellulögn gegn gjaldi.

Lesa meira

19.7.2019 : Hald lagt á talsvert magn tóbaks ásamt öðrum varningi við komu farþegaferjunnar Norrænu

Þann 18.07 2019 lögðu tollverðir við komu farþegaferjunnar Norrænu hald á talsvert magn tóbaks ásamt öðrum varningi. Tóbakinu, sem var í formi sígarettupakkninga, hafði verið komið fyrir inni í nokkrum hurðarflekum, pökkuðum í söluumbúðir. 

Lesa meira

2.7.2019 : Ráðsfundur Alþjóða tollastofnunarinnar

133/134 ráðsfundur Alþjóða tollastofnunarinnar (WCO) var haldinn í Brussel dagana 27. – 29. júní. Sendinefndir frá 183 aðildarríkjum stofnunarinnar tóku þátt í fundinum, en ráðið (e: Council) er æðsti ákvörðunartökuaðili stofnunarinnar.

Lesa meira

2.7.2019 : Heimild til að nýta séreignarsparnað framlengd

Almenn heimild til að nýta séreignarsparnað vegna kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota eða til ráðstöfunar upp í höfuðstól láns sem tekið var vegna kaupanna sem í gildi var til og með 30. júní 2019 hefur með lögum nr. 60/2019 verið framlengd til og með 30. júní 2021.

Lesa meira

2.7.2019 : Umfang skattundanskota

Umfang skattundanskota gæti numið um 80 milljörðum kr. á ári. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar um skattundanskot.

Lesa meira

26.6.2019 : 19,3 milljóna króna sekt fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum

Maður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 19,3 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum.

Lesa meira

25.6.2019 : Nýtt efni um virðisaukaskatt á rsk.is

Í stað vefsíðunnar „Nýir í rekstri“ er komin ný síða sem nefnist „Almennt um VSK“. Efni síðunnar á bæði erindi til þeirra sem eru nýir í rekstri og annarra sem hafa verið í virðisaukaskattskyldri starfsemi um einhvern tíma.

Lesa meira

21.6.2019 : Skaðabætur endurskoðunarfélags vegna rangra skattframtala

Með dómi héraðsdóms Reykjaness í gær var endurskoðunarfélag ásamt tryggingafélagi þess gert að greiða viðskiptavini sínum skaðabætur vegna skila á efnislegra röngum skattframtölum til skattyfirvalda.

Lesa meira

21.6.2019 : Um ábyrgð stjórnenda á skilum réttra skýrslna og greiðslu skatta

Nýlega féll dómur í héraðsdómi Reykjavíkur yfir framkvæmdastjóra og skráðum stjórnarmanni fyrirtækis sem hafði skilað skattyfirvöldum röngum skattframtölum og virðisaukaskattskýrslum og vanrækt að varðveita fylgiskjöl í bókhaldi og rangfæra einnig bókhald félagsins.

Lesa meira

20.6.2019 : Handbók OECD um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

OECD hefur uppfært og endurútgefið handbók um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Lesa meira

18.6.2019 : Vettvangseftirlit RSK sumarið 2019

Í sumar verður vettvangseftirliti ríkisskattstjóra hagað með hefðbundnum hætti á landsvísu. Ríkisskattstjóri hefur iðulega haft hliðsjón af ábendingum frá aðilum vinnumarkaðarins um áherslur í skatteftirliti.

Lesa meira

13.6.2019 : Löggæslutilskipunin og persónuvernd

Samþykkt hafa verið á Alþingi lög um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi. Taka lögin til vinnslu persónuupplýsinga hjá m.a. skattrannsóknarstjóra sem fram fer í löggæslutilgangi.

Lesa meira

13.6.2019 : Lög um atvinnurekstrarbann

Samþykkt hafa verið á Alþingi lög sem ætlað er að taka á kennitöluflakki og misnotkun á félagaformi. Með lögunum er m.a. gerð breyting á 262. gr. almennra hegningarlaga, þess efnis að samhliða dómi um brot gegn því ákvæði er hægt að dæma mann í atvinnurekstrarbann.

Lesa meira

31.5.2019 : Álagning opinberra gjalda

Auglýsing um álagningu opinberra gjalda á einstaklinga 2019.

Lesa meira

28.5.2019 : Tollamálaráðherra Kína heimsækir Ísland

Ni Yuefeng, tollamálaráðherra Kína, ásamt föruneyti heimsótti Ísland í síðustu viku. Ráðherrann undirritaði m.a. þrjár nýjar bókanir við fríverslunarsamning Íslands og Kína.

Lesa meira

28.5.2019 : Fíkniefnaleitarteymi útskrifast

Síðastliðinn föstudag útskrifuðust sex teymi fíkniefnaleitarhunda og þjálfara þeirra. Útskriftin fór fram að Hólum í Hjaltadal. Teymin hófu nám í febrúar sl. og luku prófum í síðustu viku. 

Lesa meira

28.5.2019 : Skipulögð brotastarfsemi á Íslandi - skattsvik

Í áhættumati greiningardeildar ríkislögreglustjóra sem kom út í dag kemur m.a. fram að áhætta vegna helstu brotaflokka skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi fari vaxandi. Í skýrslunni kemur fram að skattsvik séu umfangsmikill hluti svarta hagkerfisins.

Lesa meira

27.5.2019 : Niðurstöður álagningar birtar 30. maí

Álagning einstaklinga 2019 vegna tekjuársins 2018 fer fram 31. maí n.k. Niðurstöður álagningar verða aðgengilegar á þjónustuvef RSK frá og með 30. maí.

Lesa meira

25.5.2019 : Álagning einstaklinga 2019 – lækkun launaafdráttar

Inneignir (vaxtabætur og barnabætur, ofgreidd staðgreiðsla) eru greiddar inn á bankareikninga 31. maí 2019. Létta má mánaðarlega greiðslubyrði með gerð greiðsluáætlana hjá innheimtumönnum ríkissjóðs.

Lesa meira

24.5.2019 : Endurskoðun fyrirkomulags við framlagningu álagningarskrár

Í framhaldi af áliti Persónuverndar í máli 2018/1507, dags. 29.11.2018, um gagnagrunn með persónuupplýsingum, hefur ríkisskattstjóri tekið til skoðunar alla framkvæmd við framlagningu og birtingu upplýsinga úr álagningarskrá.

Lesa meira

22.5.2019 : Endurupptöku hafnað

Hæstiréttur kvað í dag upp dóm þar sem reyndi á heimildir til endurupptöku dæmds sakamáls en dómfelldu voru með dómi réttarins 7. febrúar 2013 sakfelldir fyrir nánar tilgreind skattalagabrot. 

Lesa meira

22.5.2019 : Héraðsdómur staðfestir kyrrsetningu

Héraðsdómur staðfesti 16. maí síðastliðinn úrskurð sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um kyrrsetningu eigna einstaklings að verðmæti 33.200.000 kr.

Lesa meira

16.5.2019 : Ríkisskattstjóri fyrirmyndarstofnun 2019

Valið á Stofnun ársins 2019 var kynnt við hátíðlega athöfn á Hilton Nordica þann 15. maí sl.

Lesa meira

10.5.2019 : Frumvarp um áframhaldandi ráðstöfun séreignarsparnaðar

Frumvarp um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða er nú til meðferðar hjá Alþingi. Í frumvarpinu er mælt fyrir um að tímabundin heimild til ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán skuli framlengd til 30. júní 2021.

Lesa meira

9.5.2019 : Skattsvik og ólögmæt skilríki

Undanfarin ár hefur á Norðurlöndum og víðar verið lögð aukin áhersla á að stemma stigu við brotum tengdum ólögmætri notkun skilríkja (ID-criminality), en töluverð aukning hefur verið í þessum brotaflokki á Norðurlöndunum.

Lesa meira

6.5.2019 : Þekking á peningaþvætti og rafmyntum

Aukin áhersla hefur verið sett af hálfu stjórnvalda á aðgerðir gegn peningaþvætti, sbr. nýleg lög nr. 140/2018, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þá hafa skattsvik verið sett í hæsta áhættuflokk peningaþvættis skv. nýlegu áhættumati ríkislögreglustjóra.

Lesa meira

2.5.2019 : Skuldfærsla áfengisgjalda hjá tollmiðlurum

Hinn 4. maí 2019 tekur gildi í tollakerfi Tollstjóra reglugerð nr. 1168/2018 um svohljóðandi breytingu á 33. gr. reglugerðar nr. 1100/2006, um vörslu og tollmeðferð vöru:

Lesa meira

24.4.2019 : Innheimta opinberra gjalda á höfuðborgarsvæðinu færist til ríkisskattstjóra

Þann 1. maí næstkomandi færist innheimta opinberra gjalda á höfuðborgarsvæðinu frá tollstjóra til embættis ríkisskattstjóra.

Lesa meira

24.4.2019 : Leiðbeiningar FATF varðandi aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Ríkisskattstjóri vekur athygli á leiðbeiningum sem FATF (Financial Action Task Force) hefur gefið út og nýtist tilkynningarskyldum aðilum eftir því sem við á í þeirra starfsemi.

23.4.2019 : Heimsókn til IRS-CI

Dagana 10. og 11. apríl sl. fóru starfsmenn skattrannsóknarstjóra ríkisins í starfsmenntunarferð til Washington DC og kynntu sér framkvæmd skattrannsókna hjá IRS-CI (Internal Revenue Service – Criminal Investigation).

Lesa meira

23.4.2019 : Nefnd sem fjallar um dóma Mannréttinda­dómstóls Evrópu

Dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra hafa skipað nefnd sem á að greina þau álitaefni sem leiða af dómum Mannréttindadómstóls Evrópu í tengslum við rannsókn og saksókn skattalagabrota og móta afstöðu til þess hvort og þá til hvaða breytinga þarf að ráðast til að mæta þeim.

Lesa meira

16.4.2019 : Dómur Mannréttinda­dómstóls Evrópu

Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða manni bætur þar sem brotið hefði verið gegn 4. gr. 7. samningsviðauka mannréttindasáttmála Evrópu, sem kveður á um bann við endurtekinni málsmeðferð í sakamálum.

Lesa meira

15.4.2019 : Um skoðunarmenn félaga

Fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra vill vekja athygli á að félög, sem ekki er skylt að kjósa endurskoðanda samkvæmt lögunum eða samþykktum sínum, skulu kjósa endurskoðanda, endurskoðunarfyrirtæki eða skoðunarmann ársreikninga á aðalfundi eða almennum fundi félagsins.

11.4.2019 : Sameiginlegt eftirlit með hópbifreiðum á erlendum skráningarmerkjum og starfsmönnum

Ríkisskattstjóri, tollstjóri, Samgöngustofa, Vinnumálastofnun og Lögreglustjórinn á Austurlandi munu standa fyrir sameiginlegri eftirlitsaðgerð við komu farþegaferjunnar Norrænu til Seyðisfjarðarhafnar 16. apríl nk.

Lesa meira

11.4.2019 : Sameiginlegt eftirlit stofnana með hópbifreiðum á erlendum skráningarmerkjum og starfsmönnum

Tollstjóri, Samgöngustofa, Vinnumálastofnun, ríkisskattstjóri og Lögreglustjórinn á Austurlandi munu standa fyrir sameiginlegri eftirlitsaðgerð við komu farþegaferjunnar Norrænu til Seyðisfjarðarhafnar 16. apríl nk.

Lesa meira

10.4.2019 : Rangur bráðabirgðaútreikningur

Við uppfærslu á tölvukerfum í gær slæddist inn villa í bráðabirgðaútreikning sem búið er að laga núna.
Lesa meira

9.4.2019 : Áhættumat Ríkislögreglustjóra setur skattsvik í hæsta áhættuflokk

Ríkislögreglustjóri hefur birt nýtt áhættumat fyrir peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Áhættumatið er unnið og birt á grundvelli laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018 og samkvæmt leiðbeiningum alþjóðlega aðgerðarhópsins Financial Action Task Force.

Lesa meira

8.4.2019 : Tímabundinn innflutningur ökutækja

Tollstjóri hvetur innflytjendur ökutækja á erlendum skráningarmerkjum sem nota á tímabundið á landinu að kynna sér vel innflutningsheimildir á heimasíðunni

Lesa meira

27.3.2019 : RSK opnar netspjall að nýju

Viðskiptavinum Ríkisskattstjóra stendur nú til boða að sækja þjónustu til embættisins í gegnum netspjall. Ríkisskattstjóri hefur það að markmiði að veita sem besta þjónustu og er netspjallið liður í því.

Lesa meira

22.3.2019 : Tæpar 50 milljónir í sekt fyrir 25 milljóna vanskil

Maður hefur verið dæmdur til skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar í 6 mánuði og til að greiða 49 milljónir króna í sekt vegna brota gegn lögum um staðgreiðslu en vanskil áranna 2015-2017 námu tæpum 25 milljónum króna.

Lesa meira

11.3.2019 : 69 milljónir í sekt fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum, lögum um bókhald og fyrir peningaþvætti

Maður hefur verið dæmdur í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 69 milljónir í sekt til ríkissjóðs fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum, lögum um bókhald og fyrir peningaþvætti.

Lesa meira

8.3.2019 : Framtalsskil ungmenna eldri en 16 ára

Ungmenni sem náðu 16 ára aldri á árinu 2018 þurfa að skila skattframtali 2019 til jafns við þá sem eldri eru. Skila þarf skattframtali jafnvel þótt það hafi engar launatekjur haft á árinu 2018. 

Lesa meira

7.3.2019 : Fundur Bresk-íslenska viðskiptaráðsins um Brexit

Bretar samþykktu með þjóðaratkvæðagreiðslu 23. júní 2016 útgöngu úr Evrópusambandinu og tilkynntu Bresk stjórnvöld formlega úrsögn úr sambandinu þann 29. mars 2017. Útganga Breta úr Evrópusambandinu er í daglegu máli kallað Brexit.

Lesa meira

5.3.2019 : Breytingar á tollalögum

Þann 20. febrúar síðastliðinn tóku gildi lög nr. 9/2019 um breytingu á tollalögum en breytingin varðar ákvæði 27., 145., 162. og 172. gr. tollalaga nr. 88/2005. Umrædd ákvæði fjalla annars vegar upplýsingagjöf um flutning fjármuna á milli landa og hins vegar VRA-vottun.

Lesa meira

5.3.2019 : Rannsóknir, refsimeðferð og skattsektir mála árið 2018

Skattrannsóknarstjóri lauk rannsókn 97 mála á árinu 2018. Undandregnir skattstofnar í þeim málum nema milljörðum króna.

Lesa meira

4.3.2019 : Ný lög um rafrettur hafa tekið gildi

Föstudaginn 1. mars sl. tóku gildi lög um rafrettur nr. 87/2018. Samkvæmt 6. gr. laganna er einungis heimilt að flytja inn, selja eða framleiða áfyllingar sem teljast öruggar og uppfylla ákvæði laganna.

Lesa meira

1.3.2019 : Opnað fyrir skil á skattframtali 2019

Opnað hefur verið fyrir skil á skattframtali einstaklingar 2019, vegna tekna 2018, á þjónustuvef ríkisskattstjóra. Frestur til að skila er til 12. mars nk. en hægt verður að sækja um viðbótarfrest til 15. mars.

Lesa meira

28.2.2019 : Opnunartími í mars

Skilafrestur á skattframtali einstaklinga 2019 er til 12. mars n.k. Af því tilefni verða breytingar á opnunartíma ríkisskattstjóra.

Lesa meira

26.2.2019 : Ný Tollalína

Tollstjóri býður nú uppá nýja og endurbætta Tollalínu, sem verður gjaldfrjáls fyrst um sinn. Viðskiptavinir eru hvattir til að hefja notkun á henni sem allra fyrst.

Lesa meira

26.2.2019 : Aukin áhersla á rannsóknir tengdar peningaþvætti

Lög nr. 140/2018, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, tóku gildi 1. janúar 2019. Með lögunum er lögð skylda á aðila, sem stunda starfsemi er kann að verða notuð til peningaþvættis eða fjármögnunar hryðjuverka, að þekkja deili á viðskiptamönnum sínum og starfsemi þeirra og tilkynna um það til lögbærra yfirvalda vakni grunur um eða verði þeir varir við slíka ólögmæta starfsemi. 

Lesa meira

25.2.2019 : Leiðbeiningar um virðisaukaskatt af mötuneytum opinberra aðila

Ríkisskattstjóri hefur gefið út nýjar leiðbeiningar um virðisaukaskatt af starfsemi starfsmannamötuneyta opinberra aðila. Koma þær í stað eldri leiðbeininga um sama efni frá desember 1995. 

Lesa meira

25.2.2019 : Skattskylda áhrifavalda

Undanfarin ár hefur farið stækkandi sá hópur fólks sem hefur tekjur af markaðssetningu vöru og þjónustu á samfélagsmiðlum, svokallaðir áhrifavaldar. Upplýsingar um skattskyldu þessa hóps er nú aðgengilegar á vef ríkisskattstjóra.

Lesa meira

18.2.2019 : Heimsóknir til rekstraraðila í samtímaeftirliti ríkisskattstjóra 2018

Ein af megin stoðum undir starfsemi ríkisskattstjóra er skatteftirlit og innan þess sviðs er eining sem sérhæfir sig í samtímaskatteftirliti. Starfið felst í því að rekstraraðilar eru heimsóttir og farið yfir staðgreiðsluskil launa, virðisaukaskattsskil og tekjuskráningu.

Lesa meira

18.2.2019 : Mannréttadómstóll Evrópu dæmir íslenska ríkið til að greiða manni bætur fyrir að refsa honum tvisvar fyrir sama skattalagabrotið.

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur með dómi, upp kveðnum 12. febrúar sl., dæmt íslenska ríkið til að greiða manni bætur, þar sem refsidómur yfir honum vegna skattalagabrots var talinn brjóta í bága við 4. gr. 7. samningsviðauka mannréttindasáttmála Evrópu, sem kveður á um bann við endurtekinni málsmeðferð í sakamálum.

Lesa meira

7.2.2019 : Skilafrestur ársreikninga félaga sem beita IFRS reikningsskilastaðli

Ársreikningaskrá ríkisskattstjóra vill vekja athygli endurskoðenda á því að félag, sem beitir alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS), ber að senda ársreikningaskrá ársreikning félagsins strax eftir samþykkt hans á aðalfundi og eigi síðar en fjórum mánuðum eftir lok reikningsárs.

4.2.2019 : Breski og norski tollstjórinn í heimsókn

Tollstjórar Bretlands og Noregs eru um þessar mundir staddir á Íslandi ásamt föruneyti. Þeir munu í dag og á morgun eiga fundi með Sigurði Skúla Bergsyni tollstjóra um málefni sem tengjast tollamálum, samvinnu og Brexit.

Lesa meira

31.1.2019 : Umsókn um leiðréttingu á fyrirframgreiðslu barnabóta

Fyrirframgreiðsla barnabóta nemur 50% af áætluðum barnabótum ársins og greiðist með tveimur jöfnum greiðslum, 1. febrúar og 1. maí. Miðað er við fjölskyldustöðu samkvæmt Þjóðskrá eins og hún er 31. desember árið á undan. 

Lesa meira

31.1.2019 : Mannréttinda­­dómstóll Evrópu sýknar íslenska ríkið af kröfu um ómerkingu dóms í skattsvikamáli

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sýknað íslenska ríkið af kæru einstaklings sem taldi að brotið hefði verið á réttindum hans við meðferð máls hans hjá skattyfirvöldum og hjá lögreglu og dómstólum.

Lesa meira

23.1.2019 : Nýir í rekstri - ný síða á rsk.is

Á vef ríkisskattstjóra er nú að finna samandregnar upplýsingar um ýmis atriði er snerta atvinnurekstur. Upplýsingarnar eru einkum hugsaðar fyrir þá sem eru nýir í rekstri, en efni síðunnar á þó einnig erindi til þeirra sem hafa lagt stund á atvinnurekstur um einhvern tíma.

Lesa meira

22.1.2019 : Dómur Hæstaréttar, 16. janúar 2019 í máli númer 18/2018

Í nýföllnum dómi Hæstaréttar nr. 18/2018 er fjallað um það hvort einstaklingur beri ábyrgð á álagi á tekjuskattsstofn maka síns.

Lesa meira

9.1.2019 : Skil á upplýsingum vegna framtalsgerðar 2019

Ríkisskattstjóri hefur ákveðið að eftirtöldum upplýsingum og gögnum vegna ársins 2018 skuli skilað eigi síðar en 20. janúar 2019. Upplýsingum þessum skal skilað á þjónustuvef RSK eða samkvæmt lýsingum fyrir hugbúnaðarhús á vef RSK.

3.1.2019 : Innleiðing á rafrænni afgreiðslu skipa

Þann 20. október 2010 samþykkti Evrópusambandið tilskipun 2010/65/EU sem ætlað er að minnka stjórnsýslubyrði skipa sem leggja að/úr höfn sambandsríkjanna.

Lesa meira

3.1.2019 : Námskeið fyrir nýja í rekstri

Ríkisskattstjóri heldur reglulega námskeið um almenn skattskil og virðisaukaskatt. Næsta námskeið verður haldið dagana 29. og 30.  janúar nk. á Grand Hóteli Reykjavík. Námskeiðið fer fram eftir hádegi báða dagana frá kl. 13:00-17:00.

Lesa meira


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum