Fréttir og tilkynningar


Fréttir og tilkynningar: 2020

Fyrirsagnalisti

27.3.2020 : Skert þjónusta í afgreiðslum

Í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru uppi verður þjónusta í afgreiðslum Skattsins skert á næstunni. Þjónustan verður ekki með hefðbundnum hætti.

Lesa meira

27.3.2020 : Afgreiddu þig sjálfur

Skatturinn hvetur alla viðskiptavini sína til að nýta upplýsingar á vefnum (rsk.is), hafa samband í gegnum tölvupóst eða hringja í stað þess að koma í afgreiðslur. 

Lesa meira

23.3.2020 : Minnkað starfshlutfall og laun í sóttkví

Nýlega voru samþykkt á Alþingi tvö mál til að koma til móts við sjálfstætt starfandi einstaklinga í tengslum við Covid-19 faraldurinn sem nú geisar.

Lesa meira

23.3.2020 : Sóknaráætlun Nordic Smart Government í samráðsgátt

Nú þegar líður nær lokum þriðja fasa verkefnisins Nordic Smart Government eru afurðir þess að líta dagsins ljós.

Lesa meira

13.3.2020 : Staðgreiðsla launagreiðanda og tryggingagjalds á eindaga 16. mars

Alþingi hefur samþykkt lög nr. 17/2020 um breytingu á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og lögum um tryggingagjald (frestun gjalddaga).

Lesa meira

11.3.2020 : Góður gangur í framtalsskilum

Í gær var síðasti skiladagur almennra skattframtala einstaklinga og höfðu þá ríflega 182.000 skilað inn framtali sem eru tæplega 60% þeirra sem eru á skattgrunnskrá og þurfa að gera skil. 

Lesa meira

6.3.2020 : Einfaldar framtalsleiðbeiningar á ensku og pólsku

Vakin er athygli á leiðbeiningum um skattframtal fyrir þá einstaklinga sem ekki hafa íslensku að móðurmáli en störfuðu hér á landi á síðasta ári. Leiðbeiningarnar eru á ensku og pólsku. 

Lesa meira

4.3.2020 : Viðhorfskönnun meðal íslenskra fyrirtækja

Skatturinn lét nýlega framkvæma viðhorfskönnun í tengslum við Nordic Smart Government verkefnið til að afla upplýsinga um áskoranir lítilla og meðalstórra fyrirtækja við kaup og sölu í stafrænum heimi.

29.2.2020 : Skráning raunverulegra eigenda - frestur að renna út

Frestur til skráningar raunverulegra eigenda á grundvelli aðgerða gegn peningaþvætti er að renna út. Þetta m.a. við um félagasamtök, hlutafélög (hf), einkahlutafélög (ehf), sameignafélög (sf) og fleiri.

28.2.2020 : Opnað fyrir skil á skattframtali 2020

Opnað hefur verið fyrir skil á skattframtali einstaklinga 2020, vegna tekna 2019, á þjónustuvef Skattsins. Frestur til að skila er til 10. mars nk. en hægt verður að sækja um viðbótarfrest til 13. mars.

Lesa meira

24.2.2020 : Opnað fyrir framtalsskil 2020 um mánaðamótin

Opnað verður fyrir framtalsskil 2020, vegna tekna 2019, um mánaðamótin febrúar/mars. Lokaskiladagur er 10. mars nk., en hægt verður að sækja um framlengdan frest til föstudagsins 13. mars.

Lesa meira

20.2.2020 : Tíund er komin út

Meðal efnis í blaðinu er viðtal við Skúla Eggert Þórðarson ríkisendurskoðanda og umfjöllun um niðurstöður álagningar einstaklinga og lögaðila 2019, innheimtu opinberra skatta og gjalda hjá ríkisskattstjóra og þróun skipulags stofnunarinnar.

19.2.2020 : Skipun tollgæslustjóra

Sigurður Skúli Bergsson hefur verið skipaður í embætti tollgæslustjóra við Tollgæslu Íslands. Sex umsækjendur voru um stöðuna.

Lesa meira

3.2.2020 : Kerfiskennitölur

Með lögum nr. 140/2019, um skráningu einstaklinga, var m.a. gerð sú breyting að launagreiðendur geta ekki lengur sótt um kennitölur beint til Þjóðskrár Íslands fyrir þá erlendu ríkisborgara sem hjá þeim starfa.

Lesa meira

28.1.2020 : Þrjú skattþrep

Frá og með 1. janúar sl. eru skattþrep í staðgreiðslu þrjú. Þeir einstaklingar sem starfa eða fá greiðslur frá fleiri en einum launagreiðanda þurfa mögulega að gera ráðstafanir til að tryggja rétt hlutfall afdreginnar staðgreiðslu og rétta nýtingu persónuafsláttar.

27.1.2020 : Umsókn um leiðréttingu á fyrirframgreiðslu barnabóta

Fyrirframgreiðsla barnabóta nemur 50% af áætluðum barnabótum ársins og greiðist með tveimur jöfnum greiðslum, 1. febrúar og 1. maí. Miðað er við fjölskyldustöðu samkvæmt Þjóðskrá eins og hún er 31. desember árið á undan.

Lesa meira

22.1.2020 : Fréttatilkynning vegna skráningar raunverulegra eigenda

Á grundvelli laga nr. 82/2019 um skráningu raunverulegra eigenda þurfa allir lögaðilar sem stunda atvinnurekstur hér á landi eða eru skráðir í fyrirtækjaskrá að afla upplýsinga um og skrá raunverulega eigendur sína og réttindi þeirra.

Lesa meira

21.1.2020 : Vel sóttur fundur um einföldun rekstrarumhverfis fyrir atvinnulífið

Fundur Nordic Smart Government á Íslandi um einföldun rekstrarumhverfis fyrir atvinnulífið á Grand hótel sl. fimmtudag var vel sóttur.

Lesa meira

20.1.2020 : Skil á upplýsingum vegna framtalsgerðar 2020

Ríkisskattstjóri hefur ákveðið að upplýsingum um laun, verktakagreiðslur, hlutafé, bifreiðahlunnindi og aðrar greiðslur vegna ársins 2019 skuli skilað eigi síðar en 20. janúar 2020.

11.1.2020 : Fundur um einföldun rekstrarumhverfis fyrir atvinnulífið

Nordic Smart Government á Íslandi býður til fundar um einföldun rekstrarumhverfis fyrir atvinnulífið þann 16. janúar nk. í Setrinu á Grand Hótel.

Lesa meira


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum