Fréttir og tilkynningar


Fréttir og tilkynningar: 2021

Fyrirsagnalisti

27.1.2021 : Fyrsta greiðsla barnabóta á árinu 2021

Fyrsta greiðsla barnabóta á árinu 2021 verður mánudaginn 1. febrúar n.k., forsendur fyrir útreikningi barnabóta hvers og eins er að finna á þjónustusíðu Skattsins.

Lesa meira

19.1.2021 : Afgreiðslur í Reykjavík nú opnar frá 11:00-14:00

Vegna tilslakana á sóttvarnarreglum verða afgreiðslur Skattsins í Reykjavík opnaðar á ný frá og með 19. janúar 2021. Opnunartími verður styttri og takmarkanir áfram í gildi til að tryggja sóttvarnir.

Lesa meira

15.1.2021 : Upplýsingaskylda lögaðila samkvæmt jarðalögum

Vakin er athygli á nýlegum lagabreytingum á jarðalögum sem skyldar tiltekna lögaðila til að upplýsa fyrirtækjaskrá árlega um beint og óbeint eignarhald sitt, raunverulega eigendur og eftir atvikum stjórnarmenn og aðra stjórnendur.

Lesa meira

14.1.2021 : Frestun á greiðslu staðgreiðslu og tryggingagjalds

Eindagi staðgreiðslu og tryggingagjalds sem frestað var á árinu 2020 er að renna upp. Heimilt er að sækja um aukinn greiðslufrest.

Lesa meira

11.1.2021 : Tekjufallsstyrkir – opið fyrir umsóknir

Tekjufallsstyrkir eru ætlaðir þeim rekstraraðilum sem orðið hafa fyrir a.m.k. 40% tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru á tímabilinu 1. apríl til og með 31. október 2020 og að uppfylltum ýmsum öðrum skilyrðum.

Lesa meira

5.1.2021 : Gjaldfrjáls aðgangur að ársreikningum ársreikningaskrár

Þann 1. janúar sl. var opinbert vefsvæði stofnað sem veitir almenningi rafrænan aðgang að ársreikningum úr ársreikningaskrá. 

Lesa meira


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum