Fréttir og tilkynningar


Einfaldari ársreikningaskil – „Hnappurinn“

24.6.2016

Ríkisskattstjóri og iðnaðar- og viðskiptaráðherra hafa skrifað undir samning um útfærslu og framkvæmd á vinnu við að koma á rafrænum skilum ársreikninga fyrir örfyrirtæki, en verkefnið hefur fengið vinnuheitið „Hnappurinn“.

Örfyrirtæki teljast vera þau fyrirtæki sem uppfylla a.m.k. tvö af þremur eftirfarandi skilyrðum:

  • Vera með efnahagsreikning upp á 20 milljónir króna eða minna
  • Ársveltu undir 40 milljónum króna
  • Ekki meira en þrjú ársverk að meðaltali

Þegar skattframtali er skilað geta þessi fyrirtæki valið að lykiltölur úr skattframtali félagsins verði sendar ársreikningaskrá sem fullgildur ársreikningur til birtingar. Slíkan ársreikning þarf hvorki að yfirfara af skoðunarmanni eða endurskoða né heldur þarf að fylgja með honum skýrsla stjórnar.
Áætlað er að rafræn skil ársreikninga muni einfalda skil fyrir um 80% félaga á Íslandi.

Frá undirritun samningsins – Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra og Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóriFrá undirritun samningsins – Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra og Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum