Fréttir og tilkynningar


Ekki er lengur heimilt að skila samandregnum ársreikningum

12.4.2017

Með breytingum á ársreikningalögum sem samþykktar voru vorið 2016 var felld niður heimild félaga til að skila inn til ársreikningaskrár samandreginni útgáfu af ársreikningi. 

Ekki er því heimilt að skila inn samandregnum ársreikningi fyrir reikningsárið sem hófst 1. janúar 2016 og síðar. Skila verður þeim ársreikningi sem samþykktur var á aðalfundi til ársreikningaskrár og er með öllu óheimilt að senda til opinberrar birtingar hjá ársreikningaskrá ársreikningi þar sem liðir eða skýringar hafa verið felldir burt. Stjórnendum er einnig bent á að skila skal ársreikningi inn til ársreikningaskrár innan mánaðar frá því að ársreikningur var samþykktur.

Þeim félögum sem uppfylla skilyrði um örfélög er bent á "Hnappinn", en gert er ráð fyrir að opnað verði fyrir skil í maí. 

Ábending til stjórnenda félaga sem beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS)

Stjórnendum félaga sem beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum við samningu ársreiknings eða samstæðureiknings er bent á að skila þarf slíkum reikningi strax eftir samþykkt á aðalfundi, þó ekki síðar en fjórum mánuðum eftir lok reikningsárs. Þeim félögum sem beita IFRS við samningu reikningsskila sinna og hafa almanaksárið sem reikningsár ber að skila reikningum sínum inn til ársreikningaskrár fyrir 1. maí næstkomandi.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum