Fréttir og tilkynningar


Framlenging ráðstöfunar séreignarsparnaðar

31.5.2017

Allt frá 1. júlí 2014 hefur þeim sem greiða í séreignarsjóð staðið til boða að ráðstafa greiðslum sínum beint inn á lán vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota.

Með lögum nr. 111/2016 var úrræðið um ráðstöfun séreignarsparnaðar, sem renna átti út í lok júní 2017, framlengt um tvö ár eða til júníloka 2019.

Nú hefur ríkisskattstjóri sett upp á síðunni www.leidretting.is fyrirspurn þar sem óskað er eftir afstöðu þeirra sem nýtt hafa sér úrræðið hvort þeir hyggist nýta sér það áfram eða hvort þeir vilji hætta ráðstöfun í júní 2017.

Taka þarf afstöðu fyrir júnílok ellegar mun ráðstöfuninni verða sjálfhætt þá.

Þeir sem nýtt hafa sér úrræðið eru hvattir til að fara inn á www.leidretting.is og taka afstöðu.

Frekari upplýsingar eru veittar í síma 442-1900 og í gegnum netfangið adstod@leidretting.is.

Skjámynd af spurningakönnun þar sem taka þarf afstöðu til þess hvort halda eigi ráðstöfun eða hætta henni



Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum