Fréttir og tilkynningar


Fyrirframgreiðsluseðlar lögaðila birtir á þjónustuvef

1.2.2021

Lögaðilum, sem gert er að greiða fyrirfram upp í þau gjöld sem lögð eru á í álagningu, hafa verið birtir fyrirframgreiðsluseðlar á þjónustuvef Skattsins.

Fyrirframgreiðslan byggir á síðustu álagningu og reiknast 68% af álagningu sl. árs og dreifist á 8 gjalddaga frá og með febrúar (8,5% af álagningu síðasta árs á hverjum gjalddaga).

Heimilt er að sækja um lækkun á þeirri fjárhæð þinggjalda sem aðila er gert að greiða fram að álagningu. Umsókn um lækkun skal senda á netfangið umsoknir@skatturinn.is. Ríkisskattstjóri úrskurðar um lækkun greiðsluskyldunnar. Umsóknarfrestur er til 31. maí.

Ef sótt er um lækkun eða niðurfellingu fyrirframgreiðslu þarf að sýna fram á með skýringum og/eða gögnum að um verulega lækkun skattstofna verði að ræða á milli síðasta gjaldárs og yfirstandandi gjaldárs, sbr. skilyrði sem fram koma í auglýsingu ríkisskattstjóra nr. 40/2021. Skilyrðin eru helst eftirfarandi:

  • skattstofnar verði 25% lægri en þeir voru á sl. ári.
  • álögð gjöld lækki um a.m.k. kr. 100.000.
  • sýnt sé fram á lækkun með framlagningu skattframtals ásamt ársreikningi.

Nánar um fyrirframgreiðslu þinggjalda


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum