Fréttir og tilkynningar


Kærufresti vegna álagningar einstaklinga lýkur 31. ágúst

23.8.2018

Fresti einstaklinga til að kæra niðurstöður álagningar 2018, vegna tekjuársins 2017, lýkur þann 31. ágúst 2018.

Álagning einstaklinga fór fram 31. maí sl.  Var niðurstaða álagningar birt á þjónustuvef RSK og er kærufrestur, eins og fyrr segir, til 31. ágúst 2018.

Tekið er á móti kærum með rafrænum hætti á þjónustuvef RSK. Eftir innskráningu með veflykli eða rafrænum skilríkjum skal velja „senda leiðréttingu“. Fylla þarf út formið þar sem gefið er upp framtalsár og tilefni leiðréttingar. Leiðréttingarbeiðni þarf að vera rökstudd og glöggt fram sett. Gögn, leiðréttingarbeiðni til stuðnings, má einnig senda í gegnum þjónustuvef með því að velja „viðbótargögn“.

Allar frekari upplýsingar veitir þjónustuver ríkisskattstjóra í síma 442 1000 eða netspjalli.

Fara á þjónustuvef RSK


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum