Fréttir og tilkynningar


Fundur um einföldun rekstrarumhverfis fyrir atvinnulífið

11.1.2020

Nordic Smart Government á Íslandi býður til fundar um einföldun rekstrarumhverfis fyrir atvinnulífið þann 16. janúar nk. í Setrinu á Grand Hótel.

Fundurinn hefst kl. 13:30 með ávarpi Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Í kjölfarið kynna verkefnastjórar og sérfræðingar úr norræna verkefnisteyminu verkefnið og ræða við fundargesti en fundinum lýkur kl. 16:00.

Dagskrá fundarins (PDF skjal).

Það er von okkar að sem flestir sem málið varðar sjái sér fært að taka þátt í þessum fundi. Fyrir áhugasama utan fundar verður fundinum streymt á fésbókarsíðu Skattsins.

> Skráning á viðburð

Um Nordic Smart Government

Nordic Smart Government er norrænt samstarfsverkefni um einföldun rekstrarumhverfis lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Norðurlöndunum. Verkefnið miðar að því að gera fyrirtækjum og stofnunum kleift að miðla/sækja viðskipta- og bókhaldsgögn á sjálfvirkan, snjallan og öruggan hátt í því sem næst rauntíma.

Þátttakendur í verkefninu koma frá fyrirtækjaskrám, skattyfirvöldum, hagstofum og fleiri aðilum. Hvert land er með eigið landsteymi sem gegnir m.a. því hlutverki að hafa samráð við hagsmunaaðila í heimalandinu. Skatturinn stýrir vinnu íslenska landsteymisins.

 

Nánari upplýsingar:

http://www.nordicsmartgovernment.org

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum